Íslendingur


Íslendingur - 06.12.1918, Blaðsíða 3

Íslendingur - 06.12.1918, Blaðsíða 3
49. tbl. ISLENDINOUR 193 lega bafa sömu bakteriur fundist við lungnabólgu í þessari sótt (pneumo- coccus, staphylococcus, streptococcus o. fl.) og við lungnabólgu ( fyrri sótt- um. Þessar bakteríur eru tilblandaðar inflúensunni og hið sama gildir senni- lega um Pfeiffers bakteríu. Aðalsýkill- inn að líkindum ósýnilegur (ultra vi- sible). Sama segir hinn frægi prófessor Roux. Rosknir menn sýnast tiitölulega ónæmir fyrir veikinni fyrir áunnið mót- stöðumagn í farsótt 1890 Landlœknir. Manndauði í inflúensufarsóttum. Inflúensa er sennilega æfagamall sjúk- dómur, þó ekki fari áreiðanlegar sög- ur af innflúensufarsóttum fyr en ( byrj- un 16. aldar. En sfðan hafa með mis- munandi löngum millibilum gengið ver- aldarsóttir yfir öll lönd. Lengsta miili- bilið milli farsóttanna mun hafa verið 40 ár. Svo langt hlje var á undan ver- aldarsóttinni 1890, en sú sú var að gjósa upp aftur og aítur til 1896. Manndauði hefir verið mjög mis- munandi ( hinum ýmsu farsóttum — og hefir hann ætíð farið eftir þvi, hve mikið af lungnabólgu blandaðist sam- an við. Manndauðinn f farsótt þeirri, sem nú geisar, hefir mörgum þótt ægileg- ur og er það einkum fyrir það, að nú á tímum eru menn orðnir svo óvanir (sem betur fer) mannskæðum farsótt- um 10 pct. manndauði,^ sem sagöur er mestur í þessari sótt (Norður Sví- þjóð og Capetown), en Ktilvægur, bor- inn saman við manndauða ( drepsótt- um, eins og kóleru og pest, sem oft hefir veiið frá 50—90 pct. Margir halda að þessi farsótt sje miklu mannskæðari en allar fyrri in- flúensufarsóttir. Það mun vera mjög vafasamt. Frjettir frá útlöndum segja manndauðann 1 þessari sótt mjög mis- munandi — frá 5—10—20 pro mille (af þúsundi hverju allra Ibúa ( þeim og þeim stað), en undantekning að hann fari uppí 10% (eða 100 af hverju 1000) í stöku bæjum. í Reykjavíkursóttinni er manndauð- inn talinn ca. i5°/o«. Um manndauða í inflúensuíarsóttum hjer á landi eru litlar eða engar skýrsl- ur fyr en um miðja 18. öld. Páll amtmaður Bricm safnaði mann- dauðaskýrslum, eftir ýmsum heimild- um, yfir tímabilið 1735—j'QOO (sjá Lðgfræðing 2 árg.). Helstu inflúensu- farsóttir, sem gengu á þessum tíma, vóru þær, sem nú skal greina og mann- dauðinn þau árin þessi: Inflúensa 1805.- -Manndauði 34.1 %o. — 1 ^34' — 431 — — 1843. — 55 3 — — 1862. - 42.9 _ — 1890. — 29.1 — 1843 gengur mannskæðasta farsótt- in og er óvíst, að þessi komist í sam- jöfnuð við hana. 55%oer mikill mann- dauði, borinn saman við árlegan mann- dauða hjer á landi á sfðari árum, sem sjaldan hefir náð i7°/oo. Og lítum vjer til útlanda, þá hefir manndauði verið enn meiri sumstaðar erlendis, jafnvel í íarsóttinni 1890. í Berlín varð mann- dauðinn 36:5%o, Wien 45 6, Amster- dam 61.5 og París 62.5%o. Um fyrri farsóttir hefi jeg engar skýrslur við hendina, en vitanlegt er, að farsóttin 1890 var töluvert vægari en ýmsar fyrri farsóttir. Niðurl.næst. Ofsvör í AKureyrarkaupstað 1919. 9000 kr. Kaupfjel. Eyfirðinga. 5000 — Versíun Sn. Jónssonar. 4000 — Höepfnersverslun. 2500 —r Asgeir Pjetursson. Hin. sam. (sl. versl. Otto Tulinius. 2000 — Jóh. Þorsteinsson. 1800 — Ragnar Ólafsson. 1500 — Christen Havsteen. 800 — Gudm. Efteifl. Sig. Bjarna- son. Sigv. Þorsteinsson. 600 — O. C. Thorarensen. .550 — Braunsverslun. 500 — J. V. Havsteen. Jakob Karls- son. Verksm. fjel. »Gefjun«. 400 — Kristján Sigurðsson. Natan & Öisen. 350 — Páll Einarsson. Sillehoved. St. St. 3kólam. 300 — Pjetur Pjetursson. Sápubúð- in. Versl. Eyjafj Versl. Sig. Sig. 250 — Böðvar Bjarkan. M. J. Krist- ( jánsson. Steingr.Matthíasson. 225 — Hallgr. Davíðsson. 200 — Jón Bergsveinsson. Júl. Sig- urðsson. Óskar Sigurgeirs- son. Rögnvaldur Snorrason. Þórður Thorarensen. 175 — Friðjón Jensson. Jóh. Ragúels. 160 — Vald Thorarensen. 150 — Haraldur Jóhannesson. Kvik myndafjelagið. A. Schiöth. Sigr. lngimundardóttir. Sigtr. Jónsson. Sig. Kristinsson. St. Ó. Sigurðsson. lijónaband. A þriðjudagskvöldið voru þau gefin saman ( hjónaband: Ungfrú Þórey Steinþórsdóttir á Hömrum og Kjartan ísfjörð Jensen. ERFÐAFESTULAND hjer í innbænum, með góðum matjurtagarbi í skjóli og brekku móti suðri, til sölu hjá Espholin Co. allskonar, einkum mikið a( barna- og unglingaskóhlífum, 0- dýrastar í verslun P. Pjeturssonar. Tapast hefir á síðast liðnu sumri, tveggja vetra gamalt mertryppi, móbrúnt ómarkað affext og vakurt. Hver sem vita kynni um tryppi petta, er vinsamlega beðinn að tilkynna pað undirrituðum, gegn borgun á allri fyrirhöfn. Garði við Mývatn í nóvember 1918. Árni Jónsson. Ágæt húseign «1 sölu. Vegna brottfarar úr bænum, verður húseign mín í Fagrastræti 1 (andspænis Gagnfræðaskólanum) til sölu. Húsið er bygt úr steinsteypu fyrir 3 árum síðan, og er pað hið vandaðasta að öllu leyti. í pví eru 5 herbergi uppi ásamt rúmgóðri matarkompu, en niðri eru 3 mjög skemtileg og sólrík herbergi, eldhús og búr. Kjallari er -undir öllu húsinu og er honum skift í 4 herbergi og væru 2 peirra vel löguð til íbúðar. í kjallaranum er auk pessa mjög rúmgóð kolakompa. Með húsinu fylgir steinsteypt safngryfja og kartöflugarður. Brunabótariðgjaldið afar lágt, aðeirJI 2%o. Vegna staðarins er húsið einkar vel fallið til matsölu og leigu einstakra herbergja fyrir nemendur. Akureyri 6. desember 1918. Baldv. Ryel. Þeir sem sækja brauð í brauðbúðir mínar, eru vinsamlegast beðnir að hafa með sjer körfu eða aðrar umbúðir þar eð jeg ekki get lagt til umbúðir fyrst um sinn. Broddmjólk er keypt í bakaríinu. A. Schiöth. | sjóvetlinga, hálf- sokka 09 heilsokka kaupi jeg gegn peningum allra hæsta verði. Baldv. Ryel. Flestar nauðsynjavörur til jólanna í verslun P. Pjeturssonar. H jermeð skora jeg á alla þá, sem skulda Brauns verslun, að borga skuldir sínar við verslunina innan 31. desember þ. á. eða semja við mið um borgun- na. Sömuleið eru allir þeir, sem eiga inneign fyrir íslenskar vörur hj'á versluninni, ámintir um að hefja þá inneign sína fyrir lok þessa mán- aðar. Akureyri 6. desember 1918. Brauns verslun. Baldv. Ryel. I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.