Íslendingur


Íslendingur - 14.10.1932, Page 1

Íslendingur - 14.10.1932, Page 1
XVIII. árgangur Akureyri, 14. okt. 1932. 41. tölubl. Brynjan— sem ekki var til. i. Menn eru efalaust eklci búnir að gleyma því, að þegar »Framsóknar*- stjórnin settist að völdum fyrir lið- ugum 5 árum síðan, þá taldi hún viðreisn fjárhagsins aðal-viðfangs- efni sitt á komandi árum. — Lýs- ing »Framsóknar«-foringjanna af fjárhagnum þá var næsta ófögur. — Skattaþunganum sem hvíidi á at- vinnuvegunum var lýst sem dráps- klyfjum — og hátíðleg ioforð gefin um að Iétta á þeim, svo bærilegar yrðu. — »Framsóknar«stjórninni féllu í skaut þau mestu góðæri, sem kom- ið hafa yfir þetta land. — Féð streymdi í miljónurn inn í ríkissjóð- inn, fram yfir það sem áætlað var, oá öll skilyrði því fyrir hendi að uppfylla loforðin, sem gefin voru, er ríkisstjórnin settist að völdum. Og Tryggvi Þórhallsson flutti þjóð- inni þann fagnaðarboðskap við síð- ustu áramót, að nú væri hún íklædd þeirri brynju sem allt þoli, svo vel hafi »Framsóknarc-stjórnin rækt skylduverk sín; svo vel og dyggi- lega hafi hún uppfyllt loforð sín við þjóðina. Ósvífnari lýgi hefir aldrei verið á borð borin fyrir hina íslenzku þjóð. - Á tímabilinu 1928 — 1931 hafði stjórn Tryggva Þórhallssonar um 78 milj. kr. til ráðstöfunar — og skyldi við galtómann ríkissjóðinn er hún hrökklaðist frá völdum í vor. — Um 30 milj. kr. hafði hún haft til umráða umíram áætlun fjár- laga: Tekjur umfram áætlun námu nærfellt 16Va milj. kr. og lán voru tekin fyrir rúma 1574 milj. kr. — Öllu var eytt. — Árið 1930 námu gjöldin 23,4 milj. kr., en voru á- ætluð 11,9 miij. kr. Eru þetta lang- hæstu gjöld sem nokkru sinni hafa fallið á ríkissjóð. Hæst hafa þau áður orðið árið 1929 um 17 milj. kr., hjá sömu stjórn. Til saman- burðar má geta þess, að gjöldin 1921, þegar dýrtíðin var sem mest, voru um 12 milj. kr., og þá ætlaði Tryggvi Þórhallsson, sem þá var ritstjóri Tímans, að rifna af vand- læt'ngasemi yfir eyðslunni. — Síðan hefir dýrtíðin minkað stórkostlega og samt eru gjöldin 1930 nærfellt tvöfallt hærri en 1921. Er þetta dágóð spegilmynd af búnaðarhátt- um »Framsóknar«-stjórnarinnar. Árið 1928 voru allar erlendar skuldir ríkis, bæja, banka, stofnana og verzlunarfyrirtækja rúmar 40 miljónir krðna. — Þegar stjórn Tryggva Þórhallssonar fór frá, voru þessar sömu skuldir orðnar 80 milj-; höfðu tvöfaldast í stjórnartíð hennar. Þannig hafði stjórnin efnt loforð sín um »viðreisn fjárhagsins*. II. Skattabyrði atvinnuveganna er nú þyngri en nokkru sinni áður. — Loforðin um að létta hana hafa einnig orðið alger svik hjá fyrv. stjórn. Og aðstaða atvinnuveg- anna til slíkrar skattgreiðslu er hörmulegri en nokkru sinni áður. — Á það hefir t. d. verið nýlega bent, að útgerðarfélag, sem fyrir 8 árum skyldi greiða 5000 kr. í skatt, þurfti þá 25 skpd. af stórfiski upp í skattinn. Til greiðslu á sama skatti nú þarf 70 skpd. af sams- konar fiski. — Bóndi sém greiða átti 500 kr. fyrir 8 árum síðan, þurfti þá að láta af hendi 14-16 dilka upp í skattinn. En til að greiða jafn há gjöld núna, þarf hann 65-70 dilka. — Annarsstaðar eru hlutföllin svipuð. Alvinnuvegirnir verða að svara margföldum upp- hæðum, móts við það sem áður var, miðað við verð framleiðsluvör- unnar.. Viðhorfið eftir stjórnarlimabil þeirra Tryggva og Jónasar er þá þannig: Oaltómur ríkissjóður, 40 miljóna króna skuldaaukrring við erlenda lánardrottna og atvinnuveg- irnir á heljarþröminni, þrautpfndir af skattaálögum. — Slík varvarnai- brynjan(!) sem stjórn þeirra Tryggva og Jónasar gerði þjóðinni upp úr góðærisárunum. Samsteypustjórnin hefir það vandasama hlutverk með höndum að ráða bót á því hörmungarástandi sem eyðslusemi og fyrirhyggjuleysi fyrv. stjórnar hefir steypt landinu í. — Á þeim fjórum mánuðum sem samsteypustjórnin hefir farið með völdin í landinu, hefir hún á ýms- an hátt reynt að stöðva eyðsluna — en það þarf meira ef duga skal. Það verður Iíka að létta á byrðun um sem á atvinnuvegunum hvíla, ef þjóðin á að geta rétt við. Ásmundur Gíslason, — prófastur á Hálsi — sextugur. Sæti á sextugsleiti sómir vel kennidómi, Aftans Ijóma-leiftur loga frá Elivogum. Náttmál engum ótta — aldur þroskar mann — valda, þeitn er horfir til himins, hugsjón fús að duga. G F. Skipstrand. Aðfaranótt 7. fr. m. strandaði færeyski kiítterinn Hafsteinn frá Trangisvaag á Orenjanesboga, norðan við Langanes. — Mannbjörg varð, en skipið talið ónýtt. — Skipið var á dragnótaveiði og var á leið frá Gunnólfsvík til Þórshafnar. NYJÁ-BIO Laugardags- og sunnudagskv. kl. 9. Jenny Lind — sænski næturgalinn. — Söngmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkið leikur og syngur: GRACE MOORE. Myndin er lýsing á nokkrum þáttum úr lífi hinnar heimsfrægu sænsku söugkonu, JENNY LIND. Gerist hún bæði í Svíþjóð og Ameríku. GRACE MOORE, sem valin var úr mörgum beztu söngkonum lieimsins til að syngja aðathlutverkið, er frægasta söngkona Metropolitan-söngleikahússin (Operunnar) í New York. — Syngur hún meöal annars í myndinni aríur ur »Norma«, »Martha« og »Regimentets Datterc, en fyrir þau lilutverk hlaut Jenny Lind mesta írægð. Myndin er hrífandi fögúr, og mun söngurinn og hljómleikarnir undir henni verða öllum söngvinum þessa bæjar ógleymanlegir. Bætiefni. Fyrirlestur haldinn í »íslenzku vikunni« af Vald. Steffensen. Af því að ég var beðinn að segja nokkur orð á þessari samkomu og í þessari fyrstu svonefndu »íslenzku viku*, þá ætla ég að tata um bæti- efni, og þá sérstaklega þau, sem íslendingum getur orðið mikil tekju- lind að framleiða. Ló vil ég geta þeirra allra lítilsháttar. Aðalbætiefn- in eru nefnd A, B, C, D og E; þar af eru B og C vatnsleysanleg, A, D og E fituleysanleg, Um þýðingu hvers um sig verður getið, er ég tala um hvert fyrir sig. Á námsárum mínum var talið nægilegt, að líkaminn fengi nóg af eggjahvítu, kolvetnum og fituefni með vatni og ólífrænum sellum. — Síðari rannsóknir liafa leitt í Ijós, að svo er eigi. — Séu dýr fóðruð á þessum efnum, algerlega hreinum, þá hætta þau að vaxa, líkaminn rýrnar og þau veslast upp og deyja eftir örfáar vikur. Ef dýrunum í tima er gefið almennt fóður, þá rétta þau við aft- ur. 3?etta þýða menn á þá leið, að í hinum almennu næringarefnum úr dýra- og jurtaríkinu séu, auk efna þeirra, er ég nú taldi, önnur áður óþekkt efni, sem líkamanum eru nauðsynleg til vaxtar og viðgangs. Lessi efni hafa menn nefndt bæti- efni (vitamin). En sem komið er nafnið tómt, svo að segja, því menn þekkja lítið sem ekkert efnasamsetn- ing þeirra og enn minna á hvern hátt þau verka. — Þó má geta þess að Ottar Rygh í Uppsölum þykist bafa fundið efna- samband C bætiefnisins og Windaus f Göttingen hefir náð hreinum bæti- efnum B og D. Letta ei nýskeð og jpkki ugglaust, enda skiptir það litlu máli í þeim efnum, sem ég nú er að tala um, og mun það sjást, er ég hefi lokið máli mínu. Fyrst ætla ég þá að tala um bætiefnin B og C, síðan tek ég hin. I. B bætiefni. Beriberi bætiefni ' — eða líka taugabætiefni — er eiginlega 2 efni, B1 og B2; eru þau nauðsynleg æðri dýrum til vaxtar og viðgangs, Líkl. líka lægri dyrum; svo er að minnsta kosti um bananfluguna. — Lessi 2 efni fylgjast venjulegast að, og er að finna í húsdýrakjöti og k.irtlum og allri jurtafæðu, mjólk ■og eggjum. Þau eru í ávöxtum, fræi, blöðum, rótum. Tiltölulega lít- ið í jarðeplum, en hefir þó mikla þýðingu fyrir Norðurlönd, þar sem jarðepli eru étin allan ársins hring. Bl er mikið í kornhismi. B1 mun fyrsta bætiefni, sem sett var í samband við mannlegar sóttir, og voru tildrögin þessi: Beriberi kom upp í fangelsi á Java og veikt- ust flestir. Aðalfæðan var hrísgrjón afhýðuð. Hænsnin, sem leyfarnar átu, fengu sama sjúkdóm, polyneur- itis qallinarum. Hollendingurinn Eijkman tók að gera tilraunir með sjúkdóm þennan, og datt i hug að gefa hænsnum hismi, og læknaði þau. Lá var bæði orsök sjúkd. og lækning við honum fundin, en það hafði verið mönnum hulin ráðgáta. Beriberi er lýst í gömlum, 4600 ára, kínverskum ritum. Sjúkdómurinn geysar sérstaklega í Suður.-Asíu, þar sem mest er lifað á hrísgrjónum, og í Japan, sérstaklega eftir að far- ið var að afhýða hrísgrjónin, og öll mölun varð fullkomnari. Beriberi kemur og oft fyrir ú skipum og er illkynjuð, og sérstakl, eftir að hætt var að nota gróft rjúgmjöl til brauðgerðar. l

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.