Íslendingur


Íslendingur - 14.10.1932, Side 2

Íslendingur - 14.10.1932, Side 2
2 tSLENDINGUR | Innilegt þakklœti fyrir auð■ | I sýndan heiöur og vináttu á | | gullbrúðkaupsdegi okkar. | Guðfinna Antonsdóttir. g Kristfán fósefsson. II. C bætiefni. Skyrbjúg er lýst af Hippokiates og Plinius eldra, og byr undir báöa vængi fær sjúkd. eftir að sjó- leiðin til Ameríku fannst og skipin fóru að fara í langar sjóferðir, suð- ur fyrir Afríku og Ameríku og í heimskautaferðirnar. Hér á landi var sjúkd. algengur allt fram á síð- ustu tíma, og gat komið fyrir á beztu heimilum, Arngrímur læröi skrifar t.d. Óla próf. Vorm í Kaup- mannahöfn og kvartar yfir því, hve illa skyrbjúgurinn leiki sig. Þótt lítill væri Arngrímur búmaður tal- inn, þá mun hann hafa haft nóg fyrir sig að leggja, sýnir þetta, að því er mér virðist; að sjúkdómurinn hafi verið býsna algengur, Vorm ráðlagði honum að nota skarfakál, og hefir það verið þjóðmeðal. — Ekki hefi ég séð skyrbjúg, síðan hákarlaveiðar lögðust hér niður. — C bætiefnaskortur er að því álíkur öðrum bætiefnaskort, að hann tekur aðeins sum dýr, eins og t. d. mar- svín, hvolpa, svín, apa og menn. C- efni er í öllu nýju kjöti og kirtlum, konumjólk, og þó lítiö, svo aö barnið verður fyrstu mánuðina eingöngu að nærast á mjólk svo að það verjist bætiefnaskorti. Nokkuð meira er í kúamjólk, sérstaklega gróörarmjólk. Ekkert í smjöri, lftið í eggjum. í jurtaríkinu er mikið af C, bæði í ávöxtum, grænum blöðum og fræi; mest í appelsínum og sítr- ónum, ennfremur í tomötum og gul- rótum og svo jarðeplum nýjum. C. er mjög næmt fyrir súrefni, hita og alkali, en sýrur geyma það vel. Þess má þó géta um hitun, að t. d, flóun á mjólk (að láta suðuna koma upp) skemmir ekki, en pasteuriser- ing, jafnvel lág past. er eyðileggj- andi. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ná hreinu C- efni, en vafasamt hvort tekist hefir. Ottar Rygh segist hafa fundið það, en vafalaust er það þó ekki. Frh. Hér og þar. Útvarpsstfórinn ákærður. Morgunblaðið hefir gert þá kröfu til ríkisstjórnarinnar, að hún léti rannsaka fjárreiður og rekstur út- varpsins, og í því sambandi borið fram ákærur á hendur útvarpsstjóra, Jónasar forbergssonar, um að hafa notað í eigin þarfir fé stofnunarinnar. Kennslumálaráðherrann, Þorsteinn Briem, sem útvarpið heyrir undir, hefir ennþá ekkert aðhafst í málinu, en útvarpsráðið hefir skorað á út- varpsstjórann að hreinsa sig af hinum alvarlegu ákærum, sem á hann eru bornar, með málsókn, Og Morgun- blaðið skorar á hann að geia það, treysti hann sér til að hreinsa sig af dkœrunum d pann hdtt — en heldur jafnframt fast við rannsóknar- kröfu sína. — Er síðast fréttist hafði útvarpsstjórinn enga gangskör gert til málshöfðunar á hendur blaðinu. — Frásögn Dags í gær af málinu, er mjög fjarri sannleikanum og er þar alveg hlaupið fram hjá alvar- legustu ákærunni. Furðuleg framkoma. Hið hörmulega ástand atvinnuveg- anna í landinu mætir litlum skilningi hjá Framsóknarblöðunum. Nýverið skrifaði Páll Ólafsson, formaður »Félags ísl. botnvörguskipaeigenda*, langa og ýtarlega grein 1 Morgun- blaðið, þar sem hann bennti á erfið- leika útgerðarinnar og hnignun hennar, er m. a, lýsti sér í því að íiskskipunum hefði fækkað í Reykja- vík hin síðari árin. Bennti hann á þann voða, sem af því gæti leitt, ef útgerðin færi minkandi. Hann b'enti á ráðin til að afstýra þeim voða, að lækka útgerðarkostnaðinn, og hann sýndi fram á hvernig það mætti verða. — Framsóknarblöðin, Tím- inn og Dagur, haía tekið þessari grein með alveg sérstökum fögnuði, fögnuði yfir því að svona skuli komið. — Prenta þau upp einstakar sundurlausar setningar úr greininni og hrópa svo til lesendanna: Sjáið hvernig umhorfs er í »paradís íhalds- ins< ! Par er allt að fara á haus- inn ! Ekki er ástandið betra þar en hjá bændunum! — Þvílík huggun fyrir bændur. Eins og það sé nokk- ur léttir fyrir bændur í eríiðleikum þeirra að útgerðin er einnig illa stödd. Það er einmitt það gagn- stæða. Það væri auðvelt að reisa við landbúnaðinn og koma bændum til hjálpar, ef sjávarútvegurinn stæði. á öflugum fótum. Það vita senni- lega allir, nema Tíminn og Dagur, að ríkisbúskapurinn hvílir að mestu á sjávarútveginum, og ennfremur að framkvæmdir hins épinbera í sveit- um landsins eiga að langmestu leyti rót sína að rekja til sjávarútvegsins. Velfarnaður hans er velfarnaður landbúnaðarins og situr það því næsta illa á »bændavinunum', er Tímanum og Degi ráða, að hlakk- ast yfir því að útgerðin á við erfið- leika að stríða. Það bendir til þess að þeir óski einskis frekar en að landbúnaðurinn fái ekki rétt við aft- ur og að bændur haldist ánauðugir. í skuldafjötrum. Samfærsla byggðanna. Dagur lofsyngur ennþá samfærslu byggðanna, en læst nú samt vera á móti því að dreifibýlin leggist niður, heldur verði »nýja landnámið* gert fyrir þá sem ekki komist fyrir á dreifibýlunum. Fólksfjölgunin muni verða svo mikil á næstu áratugum að unga fólkið í sveitunum fái ekki aðstöðu til að mynda sér heimili á dreiíibýlunum. — Degi ætti þó að vera það kunnugt að nú er fólks- ekla f flestum sveitum landsins, fjöldi jarða er í niðurníðslu af þeim ástæð- um og margar hafa lagst þess vegna í ejrði. Dreiíibýlin rúma margfald- an fólksfjölda við það sem þau hafa. Flest þeirra má stækka svo þar verði fleirbýli, eyðijarðirnar má byggja á ný. Það þarí því senni- legan engan kvíðboga að bera fyrir því að dreiíibjdin geti ekki rúmað væntanlega fólksfjölgun. — Þaö sem þarf að gera, er að hlúa að dreifi- býlunum og gera þau sem vistleg- ust, þá mun fólkið ekki una þar síður hag sínum en þó því væri hrúgað niður í sveitaþorp þar sem tilvera þess væri skipulögð af öðr- um. — >Kæran« á M. G. Tíminn og Dagur hafa þrásinnis staðhæft að Guðm. ólaísson hrm. hafi sent kæru á Magnús Guðmunds- son í sambandi við gjaldþrot Behiæns kav.pmanns í Rvík, og sé það ástæð- an fyrir því að fyrv. dómsmálaráð- herra fyrirskipaði hina margumtöl- uðu sakamálsrannsókn. — í svari við fyrirspurn þar að lútandi frá rit- stjóra Tímans, neitar G. Ó. að hafa sent nokkra slíka kæru. — Dagur unir ekki þessu allskostar vel og tekur því það ráð, að birta kafla úr svari G. Ó., sem á að sýna að hann hafl óskað rannsóknar. Dagur segir: G. Ó. heíir skýrt frá því að afskifti sín af þessu máli hafi verið þau, »að ég með bréfx dags. 4. júlí 1931 beindi þeirri ósk útlends skjólstæðings mins til lög- reglustjórans í Reykjavík, sem starf- að hefir að rannsókn málsins í ca. V2 ár, að sérstaklega yröi rannsak- að, hvernig á því stæði, að Behrens hefði fengið afhenta sparisjóðsbólc með 3000 kr. innistæðu, er liann hefði fengið afhent til. hr. Magnúsar Guðmundssonar, til tryggingar nauða- samningum, er Magnús Guðmunds- son hafði gert tilraun til að koma á fyrir Behrens á miðju ári 1930. Lengra heldur dagur ekki. Næstu orð G. Ó. íalla ekki í »kram* hans en þau hljóða svo: T>Ég efast eklii urn, að pér hafið nœga vitsmuni til að sjd og skilja, að í slikri ósk parf ekki að felast nein aðdróttun til Magnúsar Guö- mundssonar um ólögmœtt cða vita- verl framferði og að tala urn »kœru<- i pessu sambandi er vitanlega hrein fjarstceða.t. (Leturbr. hér). 1 Það er ekki að spyrja að ráð- vendninni (!) í málaflutningnum hjá Degi, írekar en endranær. Fundur verður haldinn í Verzlunat- mannafélaginu á Akur- eyri, í húsi félagsins, þriðju- dagskvöldið 18. þ.m., kl. 8,30. Meðlimir beðnir að fjölmenna. Stjórnin. Okkar innilegasta þakklæti vott- um við öllum þeim vinum fjær og nær, sem heiðruðu minningu eigin- konu og móður okkar, Ingibjargar Bergsdóttur, og á einn eða annan ' hátt auðsýndu okkur hlutttekningu við andlát og útför hennar. Eiginmaður og börn. Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 13. okt. 1932. Utlend: Frá Belfast: Atvinnuleysingjar í kröfugöngu á þriðjudaginn kröfð- ust aukinna atvinnuleysisstyrkja. — Lögreglan reyndi að sundra mann- fjöldarum með kylfum sínum en tókst það ekki. Greip hún þá til skotvopna og skaut þrjá til bana. — íbúum borgarinnar er skipað að halda kyrru fyrir á heimilum sínum frá kl. 7 um kvöldið til næsta morguns. í gær var allt með kyrr- urn kjörum, en æsing mikil, og er óttast að óeyrðirnar brjótist út aftur. — Frá Khöfn: Forvextir hafa lækk- að um í Þjóðbankanum. Eru nú 2>xl«%. Frá Oslo: Saltfiskráðið norska hefir sent verzlunarráðuneytinu til- lögur um lögfest skipulag á innan- landssölu ng sölu lii útlanda á öll- um saltfiski Norðmanna. Frá Munchen: Papen ríkiskanzl- ari hefir lýst því yfir að ríkisstjórn- in áformi stjórnarskrárbreytingu þannig, að allt vald verði í höndum ríkisstjórnarinnar í stað þingings. fnnlend: Einar Sigurbrandsson, starfsmað- ur í Landssmiðjunni, hrapaði í gær við Pjóðleikhúsbygginguna og beið bana- — »Eirnskípafélag Reykjavíkur* heit- ir nýtt félag sem stofnað er hér í höfuðstaðnum. Ætlar það að taka að einhverju leyti í sínar hendur fiskflutninga til Miðjarðarhafsland- anna. Heíir félagið keypt skip sem er rúmar 1200 smál. í Noregi og verður það skýrt »Hekla«. Stjórn félagsins skipa: Richard Thors, Pétur Magnússon, Einar G. Einars- son, Theodór Jakobsson og Por- lákur Björnsson. Hangikjöt — nýreykt. — Nyja'Kjötbúðln. Hálfur annar miljarð glólampa hafa skapað þann reynslunnar sjóð, sem nú er grundvöllur að OSRAM-lampagerðinni, því þessi feikna lampaíjöldi hefir allur verið búinn til með stöðugri viðleitni á sífeldum endurbótum- — Þess vegna er OSRAM-lampinn orðinn oviðjafnanlegur að gæð- um, og þess vegna eiga allir að nota O S R A M - lampann. —

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.