Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 6
9. september 2011 FÖSTUDAGUR6 HEF FLUTT MIG UM SET Býð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Gerður Sævarsdóttir hársnyrtimeistari GREIÐAN Háaleitisbraut 58-60 sími 5813090 / 8621323 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Hreinlætisvörur NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- SAFIR sturtusett 2.595,- Stálvaskur ø 38 cm 5.990,- 11.900,- NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir baðkar 10.995,- MTXE sturtuhaus 2.690,- Skolvaskur plast 52,5x37,6 cm 9.900,- Stálvaskur 43x76 cm 6.990,- VEMAR River blöndunartæki 5.900,- VEMAR Rain blöndunartæki 5.990,- REYKJAVÍK Framkvæmdum við Norðlingaskóla verður flýtt og hefur borgin ákveðið að veita 180 milljónum umfram það sem áætl- að hafði verið til verksins. Jón Gnarr borgarstjóri lagði þetta fram á borgarráðsfundi í gær og var tillagan samþykkt. Þar er lagt til að framkvæmdum verði flýtt þannig að allt skóla- húsnæðið verði komið í notkun og skólalóð tilbúin á fyrri hluta árs 2012. Alls verður 1.100 milljónum króna varið til framkvæmda við Norðlingaskóla á árinu 2011. - sv Borgin flýtir framkvæmdum: Leggur fram 180 milljónir ALÞINGI Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, fékk ekki að bera af sér sakir á Alþingi í gær. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþing- is, hafði áminnt þingmenn um að gæta orða sinna, eftir að Þráinn hafði kallað úr sal „Klúður á heimsmælikvarða!“ Þar vísaði hann til málefna Kvikmyndaskóla Íslands. Fjölmargir þingmenn töldu brotið á rétti Þráins, en for- seti taldi ummæli sín eiga við þingmenn alla, ekki Þráin einan. Orðaskipti Ragnheiðar og Þráins má sjá hér að neðan: ÞB: ég bið um orðið til að bera af mér sakir. RR: Forseti telur ekki ástæðu til að veita þingmann- inum færi á að bera af sér sakir. ÞB: Ég mótmæli þessari óstjórn forseta. RR: Háttvirtur þingmaður getur gert það. - kóp Deilt um fundarstjórn forseta Alþingis: Þráinn vildi bera af sér sakir ÞRÁINN BERTELSSON BANDARÍKIN, AP Atvinnuleysið í Bandaríkjunum var helsta umræðuefnið í sjónvarps- kappræðum átta repúblikana, sem allir sækjast eftir að verða for- setaefni flokksins í kosningunum haustið 2012. Þeir Rick Perry, sem er ríkis- stjóri í Texas, og Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massa- chusetts, stærðu sig báðir af afrek- um sínum við að skapa atvinnu. Þeir þóttu koma best út úr kappræðunum, enda áttu hinir þátttakendurnir ekki auðvelt með að vísa í reynslu sína af atvinnumálum. Sérstaklega virt- ist Michele Bachmann, fulltrúi Teboðshreyfingarinnar, eiga erf- itt með að fóta sig á þessu sviði og þótti ekki koma sérlega vel út úr þættinum. Romney lét það ekki slá sig út af laginu að Perry hefur komið mun betur út í skoðanakönnunum undan farið. Romney varði tíma sínum að mestu í að gagnrýna Bar- ack Obama forseta, frekar en að gagnrýna mótherja sína úr Repú- blikanaflokknum. - gb Átta repúblikanar sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins: Tókust á um atvinnusköpun PÚSSAR NEFIÐ Á PERRY Þegar hlé var gert á sjónvarpskappræðunum var tækifærið notað til að flikka aðeins upp á þátttakendur. NORDICPHOTOS/AFP RÚSSLAND, AP „Það þarf að fækka flugfélögum veru- lega, og það sem fyrst,“ sagði Dmitri Medvedev Rússlandsforseti, nýkominn frá slysstaðnum við Volgubakka þar sem farþegaflugvél fórst á mið- vikudag. Ekki er þó alveg ljóst hvernig hann hyggst ná því markmiði. Í Rússlandi eru nú starfrækt um 130 flugfélög, en 85 prósent allra farþega ferðast með vélum tíu þessara flugfélaga. Medvedev hefur áður hvatt til endurnýjunar flug- flotans og kynnt áætlanir um að gamlar vélar, sem framleiddar voru á tímum Sovétríkjanna, verði teknar úr notkun frá og með næsta ári. Alls fórust 43 með vélinni sem hrapaði á miðviku- dag, þar á meðal 36 manna rússneskt íshokkílið sem Rússar hafa haft í miklum metum, ásamt nokkrum erlendum íshokkístjörnum. Tveir menn komust af en eru illa slasaðir. Slysið beindi enn á ný athyglinni að lélegum flug- flota rússneskra flugfélaga, lélegu opinberu eftirliti með flugmálum, lélegri þjálfun flugmanna og íþyngjandi sparnaðarkröfum, sem hvarvetna draga úr gæðum. gudsteinn@frettabladid.is Flugslysið í Rússlandi beinir athyglinni að lélegu flugöryggi þar í landi: Medvedev vill færri flugfélög MEDVEDEV Á SLYSSTAÐ Forseti Rússlands segir róttækar breytingar nauðsynlegar. NORDICPHOTOS/AFP Býst þú við að Bjarni Benedikts- son fái mótframboð í formanns- kjöri Sjálfstæðisflokksins? Já 80,2 % Nei 19,8 % SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgistu með deilum um Kvikmyndaskóla Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is KÖNNUN Innan við fjórðungur stuðningsmanna Vinstri grænna vilja að kínverski kaupsýslu- maðurinn Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, sam- kvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 sem unnin var í gærkvöldi. Þetta er áberandi lægra hlutfall en meðal stuðn- ingsmanna annarra flokka. Alls sagðist 59,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni mjög eða frekar hlynnt jarða- kaupunum. Um 22,7 prósent sögð- ust hlutlaus og 18,2 prósent sögð- ust mjög eða frekar andvíg. Bæði innanríkisráðherra og kínversk stjórnvöld þurfa að sam- þykkja kaupin, eigi þau að ganga eftir. Þegar skoðuð er afstaða fólks eftir því hvaða flokk það seg- ist myndi kjósa, yrði gengið til þingkosninga nú, kemur í ljós að stuðningur við landakaupin er áberandi minnstur meðal stuðn- ingsmanna Vinstri grænna. Um 23,5 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú segj- ast mjög eða frekar hlynnt kaup- unum og um 26,5 prósent segjast hlutlaus, en 50 prósent segjast mjög eða frekar andvíg því að kaupin nái fram að ganga. Stuðningur við landakaupin er mun meiri meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls sögð- ust 65,6 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar hlynnt kaup- unum, 14,1 prósent sagðist hlut- laust og 20,3 prósent á móti. Af stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins sagðist 65,1 prósent mjög eða frekar hlynnt kaupunum, 23,4 prósent sögðust hlutlaus en 11,4 prósent mjög eða frekar andvíg. Stuðningur við jarðakaupin reyndist mestur meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknar- flokkinn. Úr þeim hópi sögðust 74,4 prósent hlynnt landakaupum Nubo, 9,3 prósent sögðust hlutlaus en 16,3 prósent andvíg kaupunum. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátt- takendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að kín- verski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái að kaupa land á Gríms- stöðum á Fjöllum? Alls tóku 90,9 prósent afstöðu til spurningarinn- ar. brjann@frettabladid.is Kjósendur VG helst á móti kaupum Nubo Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila jarðakaupin. Stuðningur við jarðakaup Huang Nubo Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fái að kaupa land á Grímsstöðum á fjöllum? 2,3% 32,6% 41,9% 9,3% 14,0% 7,4% 31,4% 33,7% 23,4% 4,0% 10,9%34,4% 31,3% 14,1% 9,4% 20,6%11,8% 11,8% 26,5% 29,4% Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hlutlaus Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) UMDEILDUR Meirihluti landsmanna er hlynntur því að Huang Nubo fái að kaupa land á Íslandi en stuðningsmenn Vinstri grænna eru andvígari kaupunum en stuðnings menn annarra flokka. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.