Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 30
Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Septembermánuður hefur farið vel af stað og veður- blíðan leikið við landann. Föstudagur fór á stúfana og myndaði smekklega klædda borgarbúa við Laugaveg og Austurstræti. Götutískan í miðbæ Reykjavíkur: Gamlar flíkur og flottir skór Guðmundur Sigur- mundsson, námsmaður. 19 ára. Jakka og skó fékk hann gefins. Gallabuxur úr Noland. Tómas Davíð Stankie- wicz, námsmaður. 17 ára. Peysa keypt í Noregi. Buxur frá Bdg. Skór keyptir í Belgíu. Laura Lanza, frá Spáni. 22 ára. Jakki er notaður og frá Spáni. Kjóll frá Zöru. Skór frá Topshop. Tereza Hofova, leik- kona frá Tékklandi. 32 ára. Jakki var óskilamunur af Kaffibarnum. Taska og klútur úr versl- un Rauða krossins. Legghlífar voru gaml- ar buxur. Maya Andrea Laufeyjar- dóttir, námsmaður. 15 ára. Dr. Martens skór keyptir í Danmörku. Peysa úr Spútnik. Gunnhildur Melsted, námsmaður við LHÍ. 25 ára. Samfestingur frá Nostalgíu. Skór frá Vagabond. Ein af mínum uppáhaldskvenhetjum er Betty Dodson. Hún er kynfræðingur sem tók virkan þátt í kynlífsbyltingunni á sjöunda ára- tugnum. Hún var með þeim fyrstu (ef ekki sú fyrsta) sem héldu skipulögð sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Á þeim tíma var fullnæging konunnar ekki hluti af samförum og henn- ar kynferðislegu ánægju var ekki veitt sérstök athygli í hjóna- bandi karls og konu. Ástæða þess á sér langar sögulegar út- skýringar sem má rekja til karla- veldis sem taldi konum trú um að kynhvöt þeirra væri slæm og háð karlmanns limnum. En það er önnur umfjöllun. Ég fjalla hér um Betty því ég fæ reglulega fyrirspurnir frá konum sem eiga erfitt með að fá fullnæg- ingu í samförum. Betty var ein slík. Að loknum samförum laumaðist hún til að fróa sér hljóðlaust við hlið sofandi manns síns. Á miðjum aldri fékk hún nóg. Hún skildi og setti sér það markmið að „frelsa fullnæginguna“ með því að kenna konum að njóta sín í kynlífi og bera ábyrgð á eigin ánægju. Hún hélt námskeið þar sem konur sátu í hring á píkunni, með spegil og titrara sér við hlið. Betty lét konurnar skoða píkuna og sjá fegurðina í henni. Þá, líkt og nú, var mikil skömm sem fylgdi píkunni og almennt þótti hún ljót. Það er í beinni mótsögn að ætla að fá ánægju út úr því sem veldur þér skömm. Þekking á kynfæri sínu var, og er, því sérstaklega mikilvægt skref í áttinni að full- nægingu. Kynfæraskömm og vanþekking í kynlífi á við um bæði kynin og getur haft djúpstæð áhrif á upplifun þeirra á kynlífi. Mér hefur fundist umræðan um kynlíf, sérstaklega eldri kvenna, vera sú að þær geti ekki upp- lifað fullnægingu af líffræðilegum ástæðum og ættu því að sætta sig við það. Í fæstum tilfellum er þetta rétt- mæt skýring. Vissulega getur hormónabúskapur líkam- ans haft áhrif á kynlífslöngun og raka legganganna en að afskrifa kynlíf kvenna eftir ákveðinn aldur er fáfræði. Sjúkdómsvæðing og pilluát á það til að tröllríða öllu sem amar að manninum og kynlíf er þar engin undantekn- ing. Opinskárri samfélagslegri umræðu sem byggir á skilningi og víðsýni samhliða fræðslu er því oft ábóta- vant. Ef þú ert ein af þeim sem hafa „týnt“ fullnæging- unni eða kannski aldrei fundið hana gæti verið ágæt- is æfing að fara í gegnum viðhorf þín til kyn færis þíns, kynlífs og sjálfsfróunar. Heilinn er höfuðatriðið í full- nægingarferlinu og ef hann er ekki með er sama hvað þú nuddar kynfærin. Fullnægingin mun láta á sér standa. Ég tel því sennilegt að „týndu“ fullnægingarnar megi finna í örvun heilans þar sem viðkomandi leyfir sér að þekkja kynfæri sín og sinna þeim af virðingu og alúð. Týnda fullnægingin Kynning Töff og vönduð gleraugu fyrir haustið GLERAUGNASALAN Laugavegur 65 s. 5518780 A L A I N M I K L I Ø R G R E E N Öðruvísi og skemmtilegar umgjarðir frá Ørgreen. Handgerðar og hannaðar í Danmörku. Úr bæði plasti og títan. E V E EVE er sænsk hönnun, og er með tilvísun i „retro“ stíl. Litríkar og vandaðar umgjarðir. S I L H O U E T T E Silhouette Edge slim eru afar léttar og vandaðar umgjarðir sem bjóða uppá ótal möguleika. Hægt að sníða stærð umgjarðar að hverjum og einum. S K Y V I N T A G E Léttar Sky Vintage, danskar umgjarðir, með nefpúðum svo auðvelt er að stilla þær. Úr afar sterku plasti hannað af NASA. P O R S C H E Ef þú átt ekki bifreiðina, væri hægt að freista þín með Porsche Design umgjörð? Mjög vandaðar umgjarðir frá þessu þýska merki. Bæði sem umgjarðir og sólgleraugu. Framleiddar úr títan og plasti. M I K L I B Y M I K L I LINSAN Aðalstræti s: 5515055 GEISLI Glerártorgi s: 4631455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.