Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 18
18 13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR Nýverið sendi Jafnréttisstofa frá sér skýrslu þar sem því er haldið fram að hlutur kvenna í sögubókum fyrir miðstig grunn- skóla sé fyrir borð borinn. Ég hóf lestur á skýrslu Jafnréttis- stofu með töluverðri eftirvænt- ingu þar sem mér lék forvitni á að sjá hvaða nálgun yrði beitt við greiningu sögubókanna og bjóst við að draga mætti lærdóm af skýrslunni. Skemmst er frá því að segja að ég hef sjaldan orðið jafn undrandi. Í stað þess að greina efnisatriði bókanna var megináherslan á að telja fjölda nafngreindra einstaklinga og mátti helst lesa það úr skýrslunni að mestu máli skipti að nafn- greina sem flestar konur. Fengu bækur mínar, Sögueyjan, harða gagnrýni af þessum sökum og þar sem mér finnst hún að flestu leyti ómakleg leyfi ég mér að gera nokkra grein fyrir afstöðu minni. Vegna takmarkaðs rýmis mun umfjöllun mín spanna tvær greinar hér í Fréttablaðinu. Þess- ari grein er ætlað að sýna fram á að bækur mínar eru skrifaðar samkvæmt núgildandi námskrá sem út kom árið 2007. Í seinni greininni tek ég nánar fyrir ein- staka þætti þeirrar gagnrýni sem birtist í skýrslu Jafnréttis- stofu. Ég lagði í bókum mínum áherslu á að fjalla um samfélags- lega þætti sem móta þá umgjörð sem landsmenn búa við hverju sinni. Þar með taldi ég mig sem best gera grein fyrir aðstæðum og möguleikum almennings í landinu enda vildi ég einkum fjalla um hlutskipti hins breiða fjölda fremur en afrek einstak- linga. Er það í samræmi við jafn- réttishugsun mína að leitast við að skrifa sögu almennings frem- ur en að fjalla einkum um mikil- menni. Kennslubækur sem ein- blína á afrek mikilmenna bjóða mestanpartinn upp á utanbókar- lærdóm en mun síður upp á gagn- rýna hugsun um það þjóðfélag sem menn byggja. Meginreglan sem ég setti mér var að nafn- greina einungis þá fáu einstak- linga sem augljóslega höfðu áhrif á hið opinbera líf á Íslandi en á því voru þó undantekningar sem ég kem að á eftir. Aðalnámskrá grunnskóla er leiðarvísir fyrir höfunda náms- efnis. Í samfélagsfræðihluta námskrárinnar (saga 5.-10. bekkjar) er að finna þau áherslu- atriði sem ég hafði að leiðarljósi við ritun Sögueyjunnar. Sam- kvæmt þeim er Jón Sigurðsson eini einstaklingurinn sem ber sérstaklega að nefna. Um það segir að nemandi eigi að „þekkja til nokkurra forystumanna í þjóðlífi 19. aldar á Íslandi, eink- um Jóns Sigurðssonar, og geta metið hvernig þeir mótuðust af og mótuðu umhverfi sitt“. Þegar kemur að tilteknum einstakling- um segir ennfremur að nemandi eigi að „geta séð fyrri tíðar fólk sem gerendur sögunnar...“ Þegar kemur að tilteknum einstakling- um leggur aðalnámskrá sem sagt einungis áherslu á þá sem höfðu áhrif á gang sögunnar. Á fyrri öldum höfðu konur því miður lítil tækifæri til þess hvað sem líður jafnréttishugsjónum okkar í dag. Samfélagsfræðihluti nám- skrárinnar víkur ennfremur að sjálfsmynd nemenda en af skýrslu Jafnréttisstofu má ráða að stúlkur geti ekki speglað sig í námsbókum þar sem konur eru ekki reglulega kynntar sér- staklega til sögu. Í námskránni segir að auki: „Sjálfsmynd ein- staklinga og hópa mótast af því sem á undan er gengið, af sam- eiginlegum minningum og menn- ingararfi.“ Og ennfremur: „Ein- staklingurinn, nemandinn, er alltaf nálægur og miðar sig og mátar við sögu mannkyns, þjóð- ar, byggðarlags eða fjölskyldu.“ Af námskránni má því ráða að nemendur eigi að geta speglað sig í námsbókum út frá öðrum þáttum en kynferði einu saman, enda nefnir námskráin kynferði hvergi í þessu samhengi. Samfélagsfræðihluti aðalnám- skrárinnar veitir einnig leiðsögn um þá efnisþætti sem ber að taka mið af við ritun sögubóka í samfélagsfræði fyrir 5.-7. bekk. Þar segir: „Í sögukennslu hefur áherslan löngum snúist mest um stjórnmál þjóða og ríkja. Í þess- ari námskrá er stjórnmálum gaumur gefinn en jafnframt er leitast við að breikka sögu- sviðið þannig að auk stjórnmála sé vikið að öðrum þáttum mann- lífs svo sem menningu í víðri merkingu, siðum og trú, hugar- fari og hugmyndastefnum, efna- hag og umhverfismálum, félags- legum málum hvers konar og þar á meðal sögu fjölskyldu, kynja og barna.“ Þetta eru þeir þættir sem ég tók mið af við ritun Sögueyjarinnar. Eins og sjá má gefur þessi upptalning tilefni til sérumfjöllunar um konur. Slíka umfjöllun er að finna í bókinni og er vísað til hennar í atriðis- orðaskrá en í skýrslu Jafnréttis- stofu er sú umfjöllun gagnrýnd sérstaklega eins og ég kem betur að síðar. Saga samfélags en ekki einstaklinga Menntamál Leifur Reynisson kennari og sagnfræðingur Ósannindi forsætisráðherra Ég fæ mig ekki til að setja út á það að Samtök fjármála- fyrirtækja segi lán til heimila hafa verið færð niður um 143,9 milljarða. Það er nefnilega rétt. Þau voru færð niður, megnið reyndar vegna þess að dómari benti á að stærstur hluti þessara lána hafi verið færður upp með ólögmætum hætti. Samtök fjár- málafyrirtækja gera því ekki annað en að benda á sanna stað- reynd í fréttatilkynningu sinni frá 31. ágúst s.l. Ég geri hins vegar athuga- semdir við óvandaðan og ómál- efnalegan fréttaflutning af þess- um málum, hvar m.a. fréttastjóri Stöðvar 2 breytti þessari eðlilegu niðurfærslu í afskriftir. Það var bæði villandi og röng framsetn- ing hjá fréttastjóranum og ber honum að afsaka það vilji hann að framsetning fréttastofunnar sé tekin alvarlega í framtíðinni. Villandi upplýsingar En þetta eru í sjálfu sér smá- munir, enda vita flestir betur og hafa margir bent á hið rétta í þessum málum. En það er alvarlegt, þegar for- sætisráðherra landsins stígur fram á opinberum vettvangi, fyrst í ræðu og svo í riti, og segir að því best verður séð, vísvitandi ósatt um stöðu mála. 2 . september ful lyrðir forsætis ráðherra úr ræðustól Alþingis að „Í heild hafa skuld- ir heimilanna verið lækkaðar um 144 milljarða kr. miðað við stöðuna í lok júlí“. Margir höfðu þá þegar bent á að slík fram- setning á tölum um niðurfærslu lána væri bæði villandi og röng. Heimili landsins skulduðu aldrei um 120 milljarða af þessum 144 sem forsætisráðherra talar um. Í svari efnahags- og viðskipta- ráðherra við fyrirspurn Ein- ars K. Guðfinnssonar, sbr. þskj. 1839, kemur fram að afskriftir á skuldum heimila hafi árin 2008 – 2010 verið 23,6 milljarðar. Þar af voru 22,4 milljarðar afskrif- aðir árin 2009 og 2010. Þessum upplýsingum var dreift á Alþingi þann 5. september og hefði for- sætisráðherra því átt að vera fulljóst, a.m.k. þá, að tölur sem hún fór með í ræðu 2. september voru rangar svo munaði a.m.k. 118 milljörðum. Í Fréttablaðinu hinn 7. septem- ber ítrekar samt forsætis- ráðherra hinar röngu og vill- andi upplýsingar. En í grein sem ráðherra kýs að kalla, „Góður árangur og sóknarfæri Íslands“ segir: „Einnig hefur verið ráðist í víðtækar aðgerðir til handa of skuldsettum heimilum og hafa skuldir heimilanna verið lækk- aðar um ríflega 144 milljarða króna.“ Okkar árangur er ekki ykkar verk Hér er gert gott betur en að segja ósatt. Hér gengur forsætis- ráðherra svo langt að telja það meðal víðtækra aðgerða ríkis- stjórnarinnar að lækka skuldir heimilanna um 144 milljarða. Við verðum að hafa í huga að um 118 milljarðar af þessari tölu eru til komnir vegna baráttu einstak- linga og samtaka á borð við Sam- tök lánþega sem af einurð hafa fylgt málum í gegn um dóms- kerfið fyrir eigin kostnað. Ríkis- stjórnin hefur nákvæmlega ekk- ert gert til að aðstoða við þær aðgerðir. Hún hefur þvert á móti sett lög sem Samtök lánþega hafa, ásamt fleirum, neyðst til að kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA. Þessi lög brjóta að mati Umboðsmanns skuldara, gegn stjórnarskrá landsins, ásamt því að ófáir lögmenn hafa bent á að afturvirkni sú er stjórnvöld telja sig hafa lögfest með lögum 151/2010, á sér ekki skýra heim- ild í téðum lögum. Ríkisstjórnin hefur þannig beinlínis lagt stein í götu þeirra sem hafa risið upp og barist fyrir neytendarétti og stjórnarskrárvörðum eignarrétti heimila og fyrirtækja í landinu. Við bíðum nú niðurstöðu dóm- stóla í fjölda mála og er ljóst að falli þau mál lánþegum í hag þá batnar hagur heimila landsins og atvinnulífs, langt umfram þær upphæðir sem forsætisráð- herra ranglega eignar núverandi ríkisstjórn, með villandi yfirlýs- ingum. Íslenskt efnahagslíf á sér því enn von, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda en ekki vegna þeirra. Glatað tækifæri til jöfnuðar Það má svo velta fyrir sér af hverju forsætisráðherra kýs að svara ekki fram komnum upp- lýsingum um ástæður þess að verðtrygging var ekki aftengd tímabundið þá er ljóst var að fullkomnu hruni krónunnar yrði ekki afstýrt. Sú aðgerð ein og sér gaf stjórnvöldum áður óþekkt tækifæri til að jafna stöðu milli fjármagnseigenda og almennings. Stjórnvöld tóku hins vegar meðvitaða ákvörð- un um að nýta ekki það tæki- færi. Ótakmörkuð ríkisábyrgð innistæðna og stökkbreyting á skuldum, var sú aðgerð sem gripið var til og lýsir kannski betur en allt annað, afstöðu stjórnvalda til eignarréttar- ákvæðis stjórnarskrárinnar og hverjum það ákvæði er ætlað. – Fjármagnseigendum. Það er grátlegur vitnis burður um verk forsætisráðherra, að hún þurfi að grípa til blekk- inga til að sýna fram á einhvern árangur af starfi sínu síðast- liðna áratugi. Spurningin sem í framhaldinu hlýtur að vakna er hvort tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi og hagvöxt séu fengnar með sömu aðferðum og tölur um skuldir heimilanna? Heimilin brenna sem aldrei fyrr. Afleiðingin er veikara atvinnulíf sem að sjálfsögðu leið- ir til rýrari lífskjara og veikara samfélags. Við getum ekki leng- ur látið reka á reiðanum. Við þurfum áætlanir, ákvarðanir og aðgerðir. Fjármál Guðmundur Andri Skúlason talsmaður Samtaka lánþega Ríkisstjórnin hefur nákvæm- lega ekkert gert til að aðstoða við þær aðgerðir. Hún hefur þvert á móti sett lög sem Samtök lánþega hafa, ásamt fleirum, neyðst til að kæra til Eftirlitsstofn- unar EFTA. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Námskeið september 2011 Ljósið– endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur Námskeið fyrir börn 10-11-12 ára (5,6 og 7 bekkur) Sem eiga nákominn aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu í gegnum skemmtileg verkefni. Tími: Fimmtudagar kl. 16:30-18:00, 10 skipti og hefst 15 sept. Fjölskyldunámskeið: Þar sem fjölskyldumeðlimur hefur greinst með krabbamein og börn þeirra (aldur barna ca: 6-10 ára). Farið verður í ýmis skemmtileg verkefni um samvinnu, samskipti og upplifanir Tími: Tveir laugardagar kl 13:00-15:00, 1. okt og 8. Okt. Námskeið í heilsueflingu: Rætt um hvernig takast eigi við breytingar í lífinu í kjölfar greiningar og meðferðar á krabbameini og þá aðlögun sem nauðsynleg er til að njóta innihaldsríks lífs. Tími: Miðvikudagar kl. 10:00-11:30, 9 skipti og hefst 14 sept. Fræðslufundir fyrir karlmenn Fræðandi fyrirlestrar með mismunandi fagaðilum, um mikilvægi þess að byggja sig upp eftir greiningu krabbameins. Tími: Kynningarfundur fyrir námskeiðið er mánudaginn 19 sept kl. 17:30, eiginkonur velkomnar með á kynninguna. Námskeiðið hefst mánudaginn 26 september kl. 17:30-19:00, 10 skipti. Upplýsingar og skráning hjá Ljósinu í síma 5613770 www.ljosid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.