Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 54
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR38 Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is ÆGIR 849.000,- kr. TILBOÐ Tilboð kr. 849.000 ÆGISVAGN (fullt verð kr. 1.279.000) Erum að selja leiguvagna frá því í sumar, allt 2011 vagnar með fortjaldi og yfirbreiðslu KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP TAKMARKAÐ MAGN 2 VAGNAR EFTIR h SILFUR TUNGLIÐ „Algjör snilld“ Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is HÁRIÐ Sýningin sem gat ekki hætt fer að ætta! AUKASÝ NING AUKASÝ NING AUKASÝ NING ÖRFÁ SÆ TI Allra síð ustu sýn ingar! MORGUNMATURINN „Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bíl- próf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gam- all gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakk- ar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörg- um far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna ein- hvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is ÁGÚST BENT: GAMAN AÐ KEYRA OG HLUSTA Á TÓNLIST Loks kominn með bílpróf eftir áratugs þrautagöngu REFFILEGUR UNDIR STÝRI Leikstjórinn og rapparinn Bent er orðinn 28 ára gamall en er engu að síður nýkominn með bílpróf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þegar ég dekra við mig fæ ég mér Grænu þrumuna í Manni lifandi. Annars elska ég hafra- graut sem eldaður er með ást og umhyggju, klikkar aldrei.“ Sigríður Klingenberg spámiðill „Lárus hefur verið að gefa okkur góð ráð og verið okkur innan handar við samningsgerð. Hann hefur kennt okkur hvernig við eigum að bera okkur að því svona samningsmál eru haf- sjór af alls konar gildrum. En hann á hins vegar engan hlut í fyrirtækinu,“ segir útvarpsmaður- inn, athafnamaðurinn og fitness-kappinn Ívar Guðmundsson. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur aðstoðað Ívar og samstarfsfélaga hans, Arnar Grant, við að halda utanum samn- inga en lífsstílsvörur þeirra félaga hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu. Ívar segir að Arnar hafi fyrst komist í kynni við bankamann- inn þegar hann var í einkaþjálfun hjá honum. „Og við höfum getað leitað til hans og líka Hemma bróður [Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra N1].“ Ekkert lát hefur verið á vinsældum drykkjarins Hámarks en í fyrra seldust 1,2 milljónir ferna. „Það er svona tutt- ugu prósenta aukning í ár,“ segir Ívar en þeir seldu jafnframt 200 þúsund orkustangir árið 2010. „Við erum líka að byrja með vítamínlínu sem er fjölvítamín-tafla, ein fyrir karla og ein fyrir konur.“ Þá hafa þeir verið að prófa sig áfram með matarpakka á vef- síðunni pakkinn.is enda segir Ívar það algengustu spurninguna sem hann fái frá fólki, hvað það eigi að borða. „Þetta er tiltölulega nýbyrjað og það eru fjörutíu til fimmtíu manns hjá okkur í mat núna. Við gerum okkur vonir um að þetta verði í kringum hundrað manns.“ - fgg Lárus Welding aðstoðar kraftakarla Tobba Marinósdóttir vinnur nú hörðum höndum að sjónvarps- þætti sínum, sem fer í loftið á Skjá einum 21. september og er nefndur í höfuðið á henni. Tobba hefur fengið liðsauka í þáttinn, en blaða- og leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir verður með innslög í þættinum sem einhvers konar mótvægi við umfjöllunarefni Tobbu. Þær virðast ansi samstíga vinkonur, en ásamt því að hafa starfað saman á Séð og heyrt á árum áður lék Lilja aðalhlutverkið í þáttunum Makalaus sem voru byggðir á samnefndri bók Tobbu. FRÉTTIR AF FÓLKI „Gaukurinn var hálfgerð félags- miðstöð tónlistarmanna. Þangað komu allir sem voru að spila, hitt- ust og ræddu um bransann,“ segir gítarleikarinn og athafnamaður- inn Franz Gunnarsson. Gaukur á Stöng verður opn- aður á ný á föstudaginn þar sem tónleikastaðurinn Sódóma hefur verið frá árinu 2009. Gaukur á Stöng var einn vinsælasti tónleika- staður borgarinnar á árum áður og Franz segist vilja endurvekja stemninguna sem var á Gaukn- um þegar popparar, djassarar og rokkarar hittust þar og ræddu málin. „Við vildum setja tónlistar- manninn í fyrsta sæti. Það er gert erlendis og við viljum fylgja þeirri stefnu,“ segir Franz og játar að ef tónlistarmennirnir sem komi fram séu ánægðir smitist það auðveld- lega til gesta staðarins. Hann segir aðstöðu fyrir tónlistar mennina hafa verið bætta til muna. „Við erum búnir að betrumbæta aðstöð- una baksviðs, þannig að það er meira rými fyrir tónlistarmann- inn til að hita sig upp fyrir gigg. Svo höfum við fest kaup á græj- um; trommusettum og mögnurum, þannig að tónlistarmaðurinn þarf ekki að róta og getur nýtt græjurn- ar í húsinu.“ Franz segir opnunardagskrána um helgina eiga að sýna breidd í tónlistarvali staðarins. „Við ætlum að vera með Jagúar á föstudaginn, Ensími og Ourlives á laugardaginn og Eyjólf Kristjánsson á sunnu- daginn,“ segir hann. „Við ætlum að fylgja gömlu gildunum sem Gaukur inn hafði og vera með allar tónlistarstefnur í húsinu.“ - afb Gaukur á Stöng opnaður á ný ALLT AÐ GERAST Framkvæmdir við enduropnun Gauks á Stöng standa nú sem hæst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLOTT ÞRÍEYKI Lárus Welding hefur alltaf sinnt líkamsrækt af mikilli natni en bankastjórinn fyrrverandi hefur verið þeim Arnari Grant og Ívari Guðmundssyni innan handar í samnings- málum félaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.