Íslendingur


Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 3

Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 3
Miðvlkudáginn--ll'.' des,. -1946 ISLENDINGUR Hðrð átök iniian alþióðasam- bands verkamanna Kommúnistar vilja gera samtökin að pólitísku baráttutæki, en brezkir verkamannaleiðtogar eru því andvígir Alþjóðasamtök verkamanna, þar sem verkalýður heimsins hefir í yfir 80 ár sameinast til samstiltra átaka um hagsmuna- mál sín, eiga nú á hættu að glata þeirri einingu og valdi, sem þau hafa náð eftir harða baráttu. Stjórnmálaágreiningur, jafn róttækur og milli þjóðanna, er á góðri leið með að kljúfa þessi alþjóðlegu samtök, einmitt þeg- ar áhrifavald þeirra er mest. Þessi sundrung er að grafa um sig í hinu ársgamla Alþjóða- sambandi verkamanna, sem eru fjölmennustu samtök, sem nokkru sinni hafa verið til í heiminum, því að innan þeirra eru yfir 66 miljónir verka- manna frá 56 þjóðum. Ágreiningur er um afstöðu sambandsins til ýmissa alþjóð- legra vandamála, svo sem Spán- armálin, Þýzkaland, Japan og sameinuðu þjóðirnar. En megin- ágreiningurinn er um þessa spurningu: Hversu langt eiga verklýðssamtökin að ganga í því að taka afstöðu til heims- stjórnmálanna? Viðhorf kommúnista. Um þessa spurningu skiptast verkamenn í tvo flokka. Annars vegar eru þau verklýðssamtök, sem gera engan greinarmun á pólitiskri og efnahagslegri bar- áttu, og telja hagsmunum verka lýðsins bezt borgið með því, að þau reki harða pólitíska starf- semi. Rússnesku verklýðssamtökin, undir forustu V. Kuznetsov, hafa forustu fyrir þessum flokki. Þau halda því fram, að þau fari með umboð 27 miljóna verkamanna og séu því fjöl- mennust allra verklýðssamtaka. Á þingi Alþjóðasambandsins höfðu því Rússar 68 atkvæði af 200. Rússnesku verklýðsfélögin voru ekki í hinu fyrra Alþjóða- sambandi verkamanna, sem voru ópólitísk samtök. Rússar stofnuðu þá gegn þeim samtök- Um Alþjóðasamband kommún- ista (Komintern), sem samein- aði stéttarbaráttu verkamanna og baráttu kommúnista fyrir heimsbyltingu. Nú hafa þessir andstæðu hópar sameinast inn- an hins nýja Alþjóðasambands. Rússnesku verklýðsfélögin o^u ólíkust verklýðssamtökum Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna. Allt frá byltingunni hafa þau verið pólitísk tæki í þjón- ustu rússnesku stjórnarinnar. Rússnesku verklýðsfélögin eru undir stjórnareftirliti og hafa engin mikilvæg stjórnmálaáhrif innan Rússlands, en í gegnum Alþjóðasamband verkalýðsins vonast þau til þess að geta haft áhrif á gang heimsmálanna. Frá upphafi hafa rússnesku verklýðssamtökin reynt í gegn- um Alþjóðasambandið að hafa áhrif á starfsemi sameinuðu þjóðanna, friðarráðstefnunnar og eftirlitsnefnda bandamanna í Þýzkalandi og Japan. Verklýðssamtökin á áhrifa- svæði Rússa í Finnlandi, Pól- landi, Ungverjalandi. Rúmeníu, Búlgaríu og Júgóslavíu styðja rússnesku verklýðssamtökin í Alþjóðasambandinu. Þau telja innan sinna vébanda um 4 milj. verkamanna. Meiri hluti franska verka- mannasambandsins er -einnig kommúnistiskur, Þótt innan frönsku verklýðshreyfingarinn- ar séu jafnaðarleiðtogar eins og Leon Jouhaux, sem er varafor- seti Alþjóðasambandsins, þá fylgir samt meiri hluti franskra verkamanna Louis Saillant, hin- um kommúnistiska aðalritara Alþjóðasambandsins. Bætast þannig um 6 miljónir verka- manna við tölu þeirra, sem vilja pólitísk afskipti Alþjóðasam- bandsins. Kommúnistinn di Vittorio var foringi ítölsku fulltrúanna á þingi Alþjóðasambandsins. — Mörg ítölsku verklýðsfélögin eru að vísu sósialistisk eða ka- þólsk, en hin kommúnistisku sjónarmið voru þó í meiri hluta. Foringi. Suður-Ameríkuverka- mannasambandsins er einnig stuðningsmaður pólitísku stefn- unnar. Samtals munu um 19 miljónir félagsbundinna verkamanna styðja stefnu rússnesku verklýðssamtakanna. — Meiri hluti leiðtoga þessara verka- manna eru kommúnistar, sem halda því fram að pólitíska bar- áttan eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir hinni efnahagslegu hags- munabaráttu. Þeir eru mótfalln ir því að þurfa að semja við at< vinnurekendur um hærri laun og betri vinnuskilyrði, en vilja láta ríkisvaldið taka allan at- vinnurekstur í sínar hendur. Stefna hinna gætnari. Á öndverðum meiði \*ið komm únistana eru hin eldri verka- mannasambönd, sem árum sam- an hafa aðgreint hagsmunabar- áttu verkamanna frá hinni póli- tísku baráttu. Þessi samtök hafa beitt samningsleiðinni til þess að bæta kjör verkamanna. Samband brezku verklýðsfé- laganna hefir forustu fyrir þess um flokki verkamanna. Aðalrit- ari þeirra, Sir Walter Citrine, var kjörinn fyrsti forseti Al- þjóðasambandsins. Talið er, að val hans sem forseta hafi verið tilraun til þess að sameina hin andstæðu öfl hins nýja Alþjóða- sambands undir hægfara stjórn. Sósialistisku verklýðssam- böndin í Vestur-Evrópu, sem öll voru áður í hinu gamla Alþjóðasambandl verkamanna, fylgja brezku stefnunni. Eru það um það bil 13 miljónir verkamanna í Bretlandi, Norð- urlöndum, Belgíu, Hollandi, Svisslandi, Ástralíu, Nýja Sjá- landi og Kanada, sem aðhyllast hina ópólitísku stefnu í starf- semi Alþjóðasambandsiné. Flestir þessara verkamanna vilja áætlunarbúskap og þjóð- nýttan iðnað, en þeir vilja ekki fórna einstaklingsfrelsi verka- manna. Einstök verklýðsfélög í þessum löndum hafa rétt til sjálfstæðrar starfsemi, og þau starfa ekki ætíð í samræmi við vilja landssambandsins, en þau gera sér þó öll ljóst, að eining er undirstaða áhrifa verkalýðs- ins heima og erlendis. Samband iðnverkamanna, sem fer með umboð 6 miljón amerískra verkamanna í Al- þjóðasambandinu, er í sérflokki. CIO er hvorki bandamaður kommúnista né sósialista, en leiðtogi þess, Sidney Hillman, sem er annar varaforseti Al- þjóðasambandsins, styður frem- ur brezku verklýðssamtökin en þau rússnesku. Ágreiningurinn rnilli hinna sósíalistisku brezku verklýðsfé- laga og ameríska ClO-sambands ins annars vegar og rússnesku kommúnistisku verklýðsfélag- anna hins vegar kom glögt í ljós í umræðum framkvæmdaráðs Alþjóðasambandsins um Spán- armálin. Vildu Rússar og stuðn- ingsmenn þeirra fá öll félög hafnarverkamanna í heiminum til þess að neita að ferma eða afferma spænsk skip. Bretar og Bandaríkjamenn voru andvígir svo róttækum, pólitískum að- gerðum af hálfu Alþjóðasam- bandsins. Sætzt var á málamiðl- un, sem var sigur fyrir hina vestrænu stefnu, og samþykkt, að Alþjóðasambandið skyldi styðja hverjar þær aðgerðir, sem sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu. AFL sakar kommúnista um einræði. Utan Alþjóðasambandsins er þó jafnvel enn sterkari and- staða gegn því. að verklýðsfé- lögin reki pólitíska starfsemi. Sú andstaða kemur einkum frá hinum 7 miljónum amerískra verkamanna í Verklýðssam- bandi Bandaríkjanna (AFL), er neitaði að ganga í Alþjóða- sambandið. Ein miljón félaga Kristilega verklýðssambandsins í Evrópu og óháð verklýðsfélög víðsvegar um heim eru einnig mjög andvíg hinni pólitísku stefnu kommúnista. AFL-verklýðssambandið, sem ákaft styður einkaframtakið, heldur því fram, að Rússar ráði lögum og lofum í Alþjóðasam- bandinu og hyggist beita því í þágu hins alþjóðlega kommún- isma. Verklýðssamband Banda- ríkjanna fullyrðir, að í Rúss- landi séu ekki til nein frjáls verklýðsfélög. Sameinuðu þjóð- irnar hafa viðurkennt bæði Alþjóðasambandið og banda- ríska verklýðssambandið sem fulltrúa verkamanna og ráðgast jöfnum höndum við báða aðila um verklýðsmál. Ágreiningur innan Alþjóða- sambands verkamanna er jafn alvarlegur og ágreiningurinn milli hinna vestrænu og aust- rænu sjónarmiða í heimsstjórn- málunum. Framtið þessara sam taka er undir því komln, hvort tekst að finna grundvöll til sam- komulags. 30. nóvember. Er nokkuð merkilegt með daginn, mun margur spyrja. Já, þá fæddist Winston Churcliill. Eg tel vera á- stæðu til þess að minna á hann. Eg held að íslendingar veiti honum ekki verðskuldaða athygli. Eg hefi nýlega lesið hók hans, „Bernskuhrek og æskuþrek11. Og mér er ljúft að segja að ég hefi lesið hana mér til ánægju og gagns. Hin- ar djörfu ályktanir og hreinskilnu röksemdir hans glitra eins og perlur um alla bókina. 'Og ég trúi ekki öðru, en mörgum fari líkt og mér að finna hergmál ýmsra hugleiðinga hans í eigin skoðunum. Mig langar til að benda á nokkur atriði í hók hans. Það er ósvikið æskuþrek í hinni djörfu hvöt til æskufólks á hls. 75. Eg vil minna á þetta: „Látið ekki eigin hagsmuni ná tökum á ykkur. Ykkur munu verða- margvíslegar skyssur á. En meðan þið eruð sannir og veglyndir og liraustir, og þurfið þið elcki að óttast að þið búið félögum ykkar og sam- ferðamönnum ógœfu.“ (Leturbreyt- ing mín.) Eg bendi á hina viturlegu ályktun um nýtingu mannsorkunnar á bls. 95: „Hvað sem við höfum fyrir stafni, skemmtanir, eða alvarleg störf, andlega eða líkamlega vinnu, eigum við að skipta deginum í tvennt.“ „Ánœgju fœr enginn notið án þess að vinna“, bls. 126. Eg minni á hin- ar skarpvitru ályktanir um trúmál á bls. 127—129, sem segja má í stuttu máli með hinu franska spakmæli, sem höf. birtir í bók sinni: „Hjartað á sín rök, sem skynsemin þekkir ekki.“ Og reynzlu hans sjálfs af styrk trúarinnar, sem svo hreinskiln- islega er lýst á bls. 282—283. Þeg- ar hann var að flytja úr fangabúð- um Búa. Þessar línur er þeim hollt að lesa, sem þykjast vaxnir upp úr kristindómi. Á bls. 338 segir höf.: „Einu sinni var ég beðinn að semja áletrun á minnisvarða í Frakklandi og ég skrif aði: Einbeitni í styrjöld. Ögrun í ósigri. Göfuglyndi í sigri. Góðvild í friði. Áletruninni var hafnað.“ Og síðan segir: „Þeir, sem geta unnið styrjöld kunna sjaldan að semja frið, og þeir sem gætu samið góðan frið, mundu aldrei vinna sigra í styrj- öld.“ Eru ekki einmitt atburðir líð- andi stundar að sanna þessa skoðun? Fleira skal ekki birt, enda ekki ætlunin að rita um bókina. En mér finnst full ástæða að minna á Winston Churchill. í heimsstyrj- öldinrii miklu, sem nú á að heita lok- ið, fylgdist ég af áhuga með atburð- um og forvígismönnum. Eg veit að þar ber mörg nöfn hátt og erfitt er 'að dæma á milli. En ég hefi fyrir löngu gert mér grein fyrir því, að enginn maður sýndi jafn ofurmann- legan kjark og vilja eins og Winston Churchill. Hugsið ykkur kringum- stæðurnar í maí 1940 og næstu mán- uðina. Gera ekki fáir sér fulla grein fyrir þunga þeirrar ábyrgðar, sem á herðum hans hvíldi? Hver ósigurinn af öðrum og allt virtist vera að hrynja. Þá var það að tugmilljónir manna í mörgum lönd- um settu traust sitt á þenna öldung. Og hann brást ekki traustinu. Eg held að það sé vafasamt, að við ís- lendingar, og margar aðrar þjóðir, fögnum nú frelsi, ef Winston Churc- hill hefði aldrei verið til. Þess vegna megum við ekki gleyma hetjimni. Þess vegna vona ég að vinarþel og þakklæti streymi til hetjunnar öldnu frá öllum þeim, sem unna frelsi, <511- um þeim, sem imna lýðræði og mann réttindum. Eg hefi oft orðið klökkur af virð ingu og þakklæti til Winston Churc hill. Og bók hans, sem ég hefi ný lega lesið með sérstakri athygli, hef ir aukið á virðingu mína og skiln ing á persónu hans. Og mér finnst að saga hans sýni að yfir lífi hans í æsku hafi vakað verndarandi, sem skildi og sá hið stóra hlutverk, sem þessum djarfhuga, þrekmikla og drengilega æskumanni var ætlað. Eg veit að hann fær hugheilar heillaóskir frá öllum þeim íslending- um, sem frelsi unna. Jónas Pétursson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.