Íslendingur


Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 4

Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 4
6 ÍSLENDINGUR MiðvikudagirLn 11, de?, 1946 fpr- 1 1 1 £ I Bækurnar sem hver bókamaður þar! atl eiga og lesa. « ÍSLENZKIR ÞJÓÐHÆTTIR JÓNASAR FRÁ HRAFNAGILI: Það verður ekki um það deilt, að þjóðhættirnir eru ein a£ beztu bókum, sem komið hafa út á íslenzku. Nú er þessi síðari útgáfa nærri uppseld. Tryggið yður eintak, áður en það er of seint. LJÓÐASAFN EINARS BENEDIKTSSONAR: Aldrei fyrri en nú hafa öll ljóð Einárs Benediktssonar verið samtímis í bókaverzlunum. Nú er allt safn- ið í þremur bindum, falleg og vönduð útgáfa. Betri jólagjöf er ekki hægt að gefa bókamanni. BLÁSKÓGAR. Ljóðasafn Jóns Magnússonar. Ljóðavinir hafa lengi beðið heildarútgáfu af ljóðum þessa vinsæla skálds. Hann hafði sjálfur gengið frá útgáfunni, skömmu áðtir en hann féll frá. RIT EIRÍKS Á BRÚNUM. Bókin er skemmtileg og fróðleg og rifjar upp hjáþeim, sem fullorðnir eru, margar ánægjulegar endur- minningar. BYGGÐ OG SAGA, eftir Ólaf prófessor Lárusson. HUGANIR, erindasafn Guðmundar Finnbogasonar. SJÓMANNASAGA Vilhjálms Þ. Gíslasonar. SJÓSÓKN, endurminningar Erlends hreppstjóra á Breiðabólsstöðum, skráðar af Jóni Thorarensen. BIBLÍAN í MYNDUM. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup bjó undir prentun. : ; ' , . LIÐNIR DAGAR. Minningar frá síðustu dögum styrjaldarinnar, eftir frú Katrínu Ólafsdóttur Mixa. Katrín er dóttir Óláfs heitins Björnssonar ritstjóra, sonar Björns Jónssonar, svo að hún á ekki langt að sækja ritleikni og stílsnilld. Þetta er fyrsta bók Katrínar. RAULA ÉG VIÐ ROKKINN MINN. þulur og kvæði, sem Ófeigur J. Ófeigsson læknir hefir skráð og skreytt fjölda mynda. Bókin kom út fyrir jólin í fyrra, og þótti þá ein sérkennilegasta og fegursta jólabókin. ÞRJÁR VINSÆLAR LJÓÐABÆKUR: Snót, Svanhvít og Svaiiva. Allar voru þessar bækur yndi og eftirlæti íslenzkrar alþýðu fyrir nokkrum áratugum, en hafa verið ófáanlegar um alllangt skeið. MINNINGARRIT THORVALDSENSFÉLAGSINS. f riti þessu er rakin saga félagsins og birtar myndir af fjölda þeirra kvenna, sem starfað hafa fyrir félagið frá stofnun þess og fram á þennan dag. SAGA VESTMANNAEYJA, eftir Sigfús M. fohiisen. í riti þessu, sem er í tveim stórum bindum, er dreginn saman ótrúlega mikill fróð- leikur um Vestmannaeyjar allt frá landnámstíð, og þar eru birtar myndir af um 300 manns, konum og körl- um, sem staðið hafa framarlega í athafnalífi eyjarbúa. Bókin er .þvínær uppseld. BARNABÓKIN, eftir Stefán Jónsson. Síðan fyrstu bækur Sigurbjörns Sveinssonar, Bernskan og Geislar, komu út, hafa engar bækur handa börnum náð slíkri liylli sem barnaljóðin hans Stefáns Jónssonar, Gutti og fleira. í þessari nýju bók Stefáns eru bæði sögur, kvæði, leikrit o. fl., allt eftirlæti barna. Bókin er skreytt fjölda mynda. HVAR-H VER-H V AÐ er nýjung í íslenzkum bókmenntum. En það er bókin, sem ungir og gamlir munu lesa oftast og mest á kom- andi árum, það er handbók heimilanna. LJÓÐABÆKUR KOLBEINS í KOLLAFIRÐI: Hnoðnaglar, Kræklur, Olnbogabörn og Kurl, en Kurl eru að koma út þessa dagana. * Nýlega eru bækurnar: SÖNGUR STARFSINS,eftir Huldu; LIFENDUR OG DAUÐIR, eftir Kristján Bender; NÝIR SAGNAÞÆTTIR, eftir Gísla Konráðsson, TRILLAN, eftir Morten Ottesen, og CARMINA CANENDA, hin vinsæla söngbók stúdenta, komnar út. Bókaverzlun 18AF0LDÁR og útibiiið á Laugavegi 12

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.