Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 5

Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 6. april 1949 íSLENDINGUR 5 Pál) G. Jönsson Fæddur 6. aprfl 1869 - Dálnn 2. okt. 1948 í dag eru liðin 80 ár síðan Páll G. Jónsson fæddist að Bringu í Eyja- firði; hann varð seinna bóndi að Garði í Fnjóskadal, og eftir það jafnan kenndur við þann stað; hann andaðist þar 2. október síðastliðinn. Það má óhætt fullyrða, að lífs- starf Páls í Garði var fjölþætt. Hann dvaldi við nám að Möðruvöllum í Hörgárdal einn vetur; og þar kynnti hann sér undirstöðu að dýralækn- ingum, og síðan vann hann að lækn- ingum dýra meðan ævin entist. Póstflutninga hafði hann á hendi milli Háls og Fnjóskadals og Brett- ingsstaða á Flateyjardal um fjölda ára, og síðar milli Skóga í Fnjóska- dal og Garðs; afgreiðslu pósts og bréfhirðingu hafði hann á hendi frá 1905 til dánardægurs. Fjallskila- og réttarstjóri var hann og um langt skeið; einnig í sóknar- nefnd og meðhjálpari í Draflastaða- kirkju fjölda ára. Fulltrúi á fundum Kaupfélags Svalbarðseyrar, Þing- eyjarsýslu, nokkruin sinnum og bar jafnan ákaflega hlýjan hug til þess félags. Þá starfaði hann í Marka- dómi Þingeyjar- og Eyjafjarðar- sýslna frá því er sá dómur hóf starf sitt, og síðustu árin dómstjóri. Páll var mjög markglöggur maður, og hafði mikið yndi af skepnum, og Iagði einkum áherzlu á ræktun sauð- fjárins. — Þegar rennt er huga yfir allt það mikla starf, er honum var falið, þá er auðsætt að oft þurfti hann að heiman að vera sem og varð. Fram til síðustu ára var far- kosturinn alla jafnan „þarfasti þjónninn“, og kom sér þá vel að hann kunni að smíða járn undir hesta sína, enda var hann fyrr á ár- mn, oft í smiðju sinni, er stóð rétt sunnan bæjarhúsa. Árið 1905 keyptu þeir Páll og Gunnar Árnason mágur hans Garð, jörðin var stór og fólksfrek, og því ærið starf tveim fjölskyldum þar að búa, enda ekki efni til staðar fyrir einn fátækan bónda sem Pál, að kaupa svo mikla jörð; en 1911 kaup- ir hann svo part Gunnars, og var þar í Garði æ síðan; enda unni hann þeim stað öðrum fremur. Páll var maður vinsæll og vin- margur, og kom það skýrt í ljós við jarðarför hans, enda áður komið fram á 75 ára afmælisfagnaði hans í Garði, þar sem honum var fært ávarp og peningagjöf frá fjölmörg- um búendum Lj ósavatnshrepps, svo og allmörgum Höfðhverfingum pen- ingagjöf; einnig þá peningagjöf frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, allt þetta var vottur þakklætis fyrir unnin störf í þágu margra mála, bæði mannúðar- og félags-starfa. Hyggja má að vinfestu sína hafi Páll hlotið ekki sízt vegna þess hve óþreytandi hann var við að leysa vandræði annarra, því öllum vildi hann gott gera, svo og að lítt féll honmn að ræða um misgjörðir ná- ungans fram yfir hóf; og mætti þar margur af nema. Kristindómurinn var honum hugþekkur, enda hafði hann að sögn þann fasta sið, að vera til altaris með fermingarbörn- um í sóknarkirkju sinni. Barngóður var hann og þótti lipur kennari, en barnakennslu stundaði hann af og til eftir að hann kom úr Möðruvallaskóla. Árið 1898 þann 21. okt. kvæntist Páll eftirlifandi konu sinni Elísabetu Ámadóttur frá Skuggabjörgum í Grýtubakkahreppi, myndar- og ágæt- iskonu, er var stoð heimilis þeirra; eignuðust þau 8 börn, og eru nú 4 á lífi, fóru þau hjón því eigi varhluta af sorgum og margvísri mæðu lífs- ins, en það jók þeim aðeins trúna til alföður lífsins. Að mörgum áhugamálum sínum vannPáll með ótrúlegri þrautseigju og má telja merkust þessi: dýralækn- ingar hans, sem unnar voru með kostgæfni og alúð, heppnuðust oft og tíðum óskiljanlega vel, ef litið er á alla aðstöðu hans til þeirra að- gerða. Þá áhugi hans á vegamálum, bæði á fjallvegunum yfir Víkurskarð og Flateyjardalsheiði, þar sem hann var verkstjóri; leiðin yfir Víkurskarð var eitt skeið fjölfarm leið úr nyrðri liluta Fnjóskadals til Svalbarðseyr- ar, enda þótt þar yrði ekki fullkom- inn vegur lagður, kom þó sú vega- gerð að miklum notum, þá var það hans óskadraumur að yfir Flateyjar- dalsheiði kæmi bílfær vegur, en sá draumur rættist honum ei, en er við- fangsefni framtíðarinnar. Þá barðist hann harðri og langri báráttu fyrir því að fá aðalfjárskila- réttina, Lokastaðarétt, á sína Iandar- eign, til að tryggja henni öruggan sama stað, og þá hugsjón sína sá hann rætast. Síðast má nefna áhuga hans fyrir því að sími yrði lagður norður um dalinn, að Garði, sem og varð eftir margra ára baráttu. Gleðimaður var Páll, einkum framan af ævi, og entist honum það jafnvel til efri ára. Hann var alla jafna frár á fæti. Ræðumaður var hann góður, og næstmn jafnvígur á að mæla af mmini fram, sem að semja, skorti hann ekki gáfur, og las talsvert, einkum er hallaði aldri, flutti hann og við ýms tækifæri, ræð- ur og þótti takast vel, og í seinni tíð jafnvel prýðilega. Aldrei var Páll í Garði auðugur maður á veraldarvísu, en hafði þá hjartahlýju til að bera, er mörgmn er minnisstæð. Vorið 1913 brann bærinn að Garði, þ. e. a. s. baðstofa, húr og eldhús, var það áfall mikið og efna- legt tj on, þar sem lítið bjargaðist af innanstokksmunum, en þá var af ýmsum í sveit hans og næstu hrepp- um honum réttar hj álparhendur, sem þau hjón minntust æ síðar með hlý- hug. En um haustið eru aftur risin af grunni brunarústanna ný baðstofa og eldhús, ásamt öðrum lagfæring- um á viðliggjandi húsum; en svo 1932 lét hann byggja nýtt íbúðar- hús; er það timburhús með stein- kjallara, er stendur þar nú. Garður stendur á krossgötum, ef svo mætti segja, einkum fyrr, en nú, vegna hinna tíðu ferðalaga um fjallvegi og dali, jafnt vetur og sumar, sunnan dalinn, norðan Flateyjardalsheiðar, austan Gönguskarðs, og vestan Dals- mynnis; var því oft gestkvæmt í Garði, og margt erindið við bónd- ann; korn sér þá vel að húsfreyjan kunni þá list, að seðja svangan af litlum föngum. Páll var 6jálfstæðismaður að pólitískri skoðun, oft stóð hann þar sem kletturinn, er öldurnar brutu á, en varð ekki úr vegi þokað. Páll var vel meðaknaður á hæð, þéttvaxinn myndarmaður, frjálsmannlegur í fasi, og bar ellina vel, beinvaxinn, en hvítur fyrir hærum, eigi bar hann höfuðskalla, en fremur þykkt hár. Nú er þessi höfðinglundaði mað- ur horfinn okkur sjónum, en minn- ingin um góðan og traustan sam- ferðamann mun geymast í brjóstum allra þeirra er mma fögru lífi og óeigingjörnum störfum. Guð blessi okkur, hinum fjöl- mörgu vinum hans minninguna, og biðjum hann að leiða vin okkar á landið fagra handan við höf. 6. apríl 1949. • • Guðmundur Sveinsson BJARNASTAÐAHLÍÐ áttræður 28. marz 1949. Guðmundur er fæddur að Fremri- Svartárdal í Skagafjarðardölum 28. marz 1869. Sonur hjónanna Sveins Guðmundssonar og Þorbjargar Ól- afsdóttur. Er móðurættin úr Skaga- fjarðardölum, en föðurættin úr Eyjafjarðarsýslu. Tómas afi hans bjó að Steinsstöðum í Öxnadal. — Tveggja ára fluttist Guðmundur með foreldrum sínum að Bj arnastaðahlíð í Vesturdal. Þar hefir heimili hans œtíð verið síðan. — Aldamótaárið kvongaðist hann Ingibjörgu Frið- finnsdóttur frá Ábæ í Austurdal. •— Byrjaði þá þegar búskap í Bjarna- staðahlíð, fyrst móti föður sinum, en síðan að öllu og keypti þá jörð- ina. Hafa þau hjón búið þar síðan allt til ársins 1947, að yngri sonur þeirra, Gísli, tók við. Áður var eldri sonurinn, Sveinn, byrjaður búskap utar í sveitinni (Árnesi), og einnig eina dóttir þeirra, Snjólaug, (Hof- grímsstöðum). Guðmundur hefir jafnan verið einn af traustustu búhöldum Skaga- fjarðar, félagsmaður góður og dugn aðarmaður hinn mesti, eins og hann á ætt til. í Bjarnastaðahlið er mikið og fagurt tún og nýlegt steinsteypu- hús. Ber það hinum áttræða athafna manni fagran vott. Og ekki einungis Júninna Signrðardðttir sjötug Næstkomandi mánudag, þann 11. þ. m. á ein af merkustu konum þessa bæjar sjötugsafmæli. Er það frk. Jóninna Sigurðardóttir frá Drafla- stöðum, sem öllum konum þessa lands — og þar með alþjóð — er löngu kunn orðin fyrir hina miklu og víðtæku starfsemi sína á sviði matargerðar og húsmæðrafræðslu. Hefir sennilega engin ein kona, ver- ið þar fremri, síðan frú Elín Briem leið. Jóninna er fædd að Þúfu í Fnjóskadal 11. apríi 1879. Voru for- eldrar hennar merkishjónin Sigurð- ur Jónsson og Helga Sigurðardóttir, er þar voru þá búendur. En er Jón- inna var 3ja ára gömul fluttu for- eldrar hennar að Draflastöðum í sömu sveit og þar ólst hún upp til fullorðins ára. Var Draflastaðaheim- ilið hið mesta rausnar- og myndar- heimili. Börnin mörg og hin mann- vænlegustu. Elzt þeirra ágætismað- urinn Sigurður búnaðarmálastjóri. — Um tvítugt stundaði Jóninna nám í Kvennaskólanum á Akureyri, en upp úr aldamótunum sigldi hún til framhaldsnáms í Noregi og Dan- mörku. Stundaði m. a. hússtjórnar- og matreiðslunám í 2^/2 ár við Hus- holdingsskole Vællegaard í Sorö og Statens Lærerhöjskole í Kaupmanna- höfn. — Eftir heimkomuna til ís- lands hafði hún á hendi umferða- kennslu í matreiðslu í þrjá vetur með styrk frá Búnaðarfélagi íslands. Rak því næst húsmæðraskóla hér á Akureyri fjögur ár. Gerðist þá ráðs- kona 6júkrahússins „Gudmanns Minde“ og var það í 4 ár. Stofnaði því næst Hótel Goðafoss og rak það af hinni mestu prýði í nærfellt 30 ár, en hefir nú síðustu 3 árin rekið matsölu í húsi sínu, Oddagötu 13 hér í bænum — og get ég af reynsl- unni borið: „að þar er gott að vera“. Mikil eru verkin og vel hefir ver- ið unnið, mun dómurinn um störf Jóninnu — en eitt er þó merkast og mun halda nafni hennar lengst á lofti og það er matreiðslubók henn, ar, sem nú er komin út í fimm út- gáfum. Hefir merk frú hér í bænum tjáð mér, að íjatreiðslubók Jóninnu standi fyllilega samjöfnuð við beztu danskar matreiðslubækur, en þeim hefir jafnan verið við brugðið, enda Danir kræsingamenn. Og það veit ég, að þegar stúlka hér á Akureyri trúlofast gefa vinkonur hennar henni oftast matreiðslubók Jóninnu. Hún á að vera leiðarstjarna hennar fyrstu búskaparárin. Ýmsum aukastörfum hefir Jón- inna gegnt um dagana. Hún hefir stjórnað konungsveizlum, sem hér hafa verið haldnar. Verið prófdóm- ari við Húsmæðraskólann á Lauga- landi og við matreiðslunámsskeið hér. Nú er hún formaður skólanefnd- ar Húsmæðraskóla Akureyrar, enda átt drjúgan þátt í stofnun hans. Eg hefi þekkt Jóninnu Sigurðar- dóttur í rúmlega hálfa öld. Var ég tvö sumur, 1898 og 1899, smali á hinu ágæta heimili hennar, Drafla- stöðum. Faðir hennar var þá látinn, en móðirin, Helga, bjó þar áfram rausnarbúi. Leið mér þar vel og gaf Jóninna mér svarta lambgimbur síð- ara sumarið. Var það fyrsti fjárstofn minn. Og mörgum er það, sem Jón- inna hefir gefið um dagana og hlaup- ið undir bagga með. — Gifst hefir hún ekki, en 3 systur hefir hún alið upp og mennt hið bezta. Hún hefir jafnan verið fáskiptin og viljað láta sem minnst á sér bera. En hún hefir verið trygglynd og traust og sannur vinur vina sinna er á reyndi. Dugn- aður hennar og stjórnsemi verður aldrei ofmetin — og hún er sann- íslenzk kona eins og þær gerast bezt- ar. — Mætti henni auðnast að halda heilsu og kröftum í áratugi enn, — og allt snúast henni í hag og ánægju. Það er ósk mín til sjötuga afmæl- isbarnsins. G. Tr. J. dugnaði hans og eljusemi heldur og æfilangri, órofa tryggð hans við átt- haga og óðal. Guðmundur bóndi hefir einnig verið hinn vaskasti ferðamaður og fjallakappi. Munu fáir núlifandi manna vera kunnari afréttum og öræfum íslands hér norðan jöklanna, heldur en Guð- mundur, enda munu fáir hafa leið- beint fleirum á þeim víðáttum cn þessi áttræði sonur dalanna og ást- mögur fjalla og heiða. Heill og þökk sé Guðmundi í Bjamastaðahlíð áttræðum sem heil- steyptum syni íslenzkra dala! Að ári geta gömlu hjónin — að öllu óbreyttu nema tímanum — haldið gullbrúðkaup sitt á iðgræn- um brúðarbekk óðalsins trausta við Jökulsá vestri. J. Þ. B. VIÐSKJPTAS AMNIN GUR VEÐ PÖLLAND. Undirritaður hefir verið í Varsjá viðbótarsamningur við íslenzk- pólska viðskiptasamn- inginn frá 14. júní 1948, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Samkvæmt viðbótarsamningi þessum er gert ráð fyrir, að Is- lendingar selji Pólverjum m.a. 650 smál. af gærum og 20 þús. tunnur af saltsíld, en kaupi i staðinn 60 þús. smál. af kolum, 600 smál. af ómöluðum rúgi, 3000 smál. af rúgmjöli; 1000 smál. af sykri og nokkuð af járni og stálvörum. Viðskiptin á hvora hlið munu nema nálægt 10 milj. ísl. kr. »

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.