Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 7

Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn #. apríl 1949 ÍSLENDINGUK 7 —,— —-— • NúlrnmiA * Saínir tra Færevniin1 njfKUIUlU. Ritvélapappír Afritunarpappír stefndi hann beint til fjalls, en í Hvolsbrekku datt hesturinn undir honum og gat eigi staðið upp aftur. Ormur hljóp upp fjallið, en einn lögréttumannanna var fóthvatari en hann, og dró bráðlega saman með þeim. Á Seltraðaskarði komst hann svo nálægt Ormi, að hann gat seilzt til hans með hníf og skorið sundur aðra hásin- ina á honum. Féll Ormur þá og var tekinn, settur á hestbak og reiddur norður á þingstaðinn; var hann þá nær dauða en lífi af Kvittanahefti Bréfabindi Frumbækur. Bókaverzlurt Gunrtl. Tr. Jónssonar Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að litli dreng- urinn okkar, HAIJKUR, sem andaðist fimmtudaginn 31. marz, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. apríl n. k. Fanney Clausen, Jónas Stefánsson. Alúðar þakkir vottum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við lát litla drengsins okkar, STURLU. Ásta og Pétur Jónsson. þreytu og blóðmissi, en var þegar höggvinn og dysjaður þar við Stefnuhvolinn. — Lýkur þar frásögninni af Ormi bónda. 10. Dagfinnur í Famjini. Dagfinnur er maður nefndur og bjó áður í Brekku við Hof á Suðurey austanverðri. Hann hafði fengið vörur hjá kaupmönn- um, er þangað sigldu, en vildi eigi greiða fyrir þær. Hótuðu þeir honum því, að þeir mundu brátt gera honum heimsókn að Hofi, hitta hann að máli og krefja hann greiðslu, sem ef til vill yrði hærri en skuldin. Dagfinnur þorði því ekki að halda lengur kyrru fyrir að Hofi, heldur fluttist með sypi sínum og öllu sínu vestur á eyna að Vesturvík, sem þá var kölluð svo. Settust þeir að í Her- dalsbyrgi, sem lá svo vel við, að ef gera átti þeim heimsókn af sjó eða landi, hlaut það að sjást þaðan, svo að auðvelt var að hlaupa á fjöll og leynast þar í hellum. Dagfinnur fékk sér bát, og reru þeir feðgar á sjó tveir saman. Einn dag, er þeir voru í róðri, sáu þeir útlent skip, sem var ekkert líkt flutningaskipum þeim, er vön voru a ðsigla þangað til eyjanna. Reru þeir feðgar bátnum að skipinu í þeim vændum að selja skipsmönnum fisk fyrir ein- hverja aðra Vöru, og var þeim vel tekið. Tvær konur voru á skipi þessu, og komu þær út á borðstokkinn til þess að sjá aðkomu- mennina og bát þeirra; furðuðu þær sig mjög á stórri lúðu, sem lá í bátnum, og kváðust aldi'ei hafa séð slíkan fisk áður. Gerði Dagfinnur þeim skiljanlegt, að þær mættu koma ofan í bátinn og skoða hann nánara, og enn fremur skyldi hann reyna að veiða annan eins fisk, svo að þær gætu séð hann lifandi. Þær féllust á þetta, og af því að logn var veðurs og sólskin og ekkert hægt að sigla, leyfði skipstjóri þeim að fara ofan í bát þeirra feðga; reru þeir svo snertuspöl- frá skipinu og renndu færum. Dagfinni og syni hans leizt svo vel á konur þessar, að þeim kom saman um að fara með þær heim til sín. Beittu þeir því bragði, af því að sól- skin var bjart og fullkimin ládeyða, að þeir reru hægt í sólarátt frá skipinu, svo að skipsmenn sáu ekki greinilega til ferða báts- ins fyrr en um sólarlag, og þá rak snögglega yfir svo dimma þoku, að báturinn hvarf þeim sjónum. Reru þeir feðgar þá til lands með konurnar ,en þeir heyrðu skipsmenn hrópa í sífellu: „Fami, fami!“ — og þess vegna skipti Vesturvík um nafn og heitir síðan Famjin*. Þegar heim var komið til Dagfinns, setti * Er ekki ólíklegt, a?í skipverjar hafi hrópa'ð franska orðið: femmes, þ.e. konurnar. grát að konunum, en hann reyndi að hugga þær, sótti lamb út í haga, slátraði því og sagði þeim að matreiða það eftir eigin vild. — Skipið slagaði upp við land í viku, en þá var svo mikið brim, að ekki var lendandi og þar að auki bjuggust skipverjar við illu einu af hendi eyjarskeggja, svo að þeir tóku að lokum þann kost- inn að sigla burtu við svo búið. — Dagfinnuf komst að því, að eldri konan var frá Frakklandi og var á leið til manns síns á ír- landi, en skipið hafði hrakizt fyrir veðrum og stormi norður til Færeyja; yngri konan var þjónustumær hennar. Dagfinnur og sonur hans kvæntust síðan hvor sinni konunni, og er tímar liðu fram, sættu þær sig við kjör sín og kunnu vel við sig í eyjunum. Nú víkur sögunni til skipstjórans. Þegar hann kom til írlands, skýrði hann manni frönsku konunnar frá því, er við hafði borið í Færeyjum, og er hann hafði fengið allar sannar fregnir af konu- ráninu, varð liann mjög sorgbitinn, lét búa skip til siglingar og hugðist að heimta konu sína aftur. Kom hann í Þórshöfn og frétti þar, að konan væri í Suðurey. Sneri hann þá suður þangað og ætlaði að sækja hana, en mætti á miðri leið prestinum úr Suður- ey; sagði prestur honum, að ekki væri til neins að fara lengra, því að hún væri gift Dagfinni og liði svo vel hjá honuni, að hún væri orðin því alveg afliuga að fara aftur úr eyjunum; auk þess Nýjar gamanvísur Nú er ég kálur nafni minn. Safn norðlenskra skop-kveðlinga undir vinsselum lögum, er nýlega komin í bókaverzlanir. — í bókinni eru 28 bragir um menn og málefni, sem koma viS sögu hinna síöustu og verstu tíma. — Allir sem á annað borð geta hlegiS þurfa aS lesa þessa bók. Bókaúlgófan „Blossinn", Akureyri. Frímerki Kaupi notuð ísl. frímerki háu verði. Tek ísl. merki í skiptum fyrir erlend merki frá ýmsum löndum. Sendið merkin og þér fáið pening- ana senda um hæl, eða skrifið og biðjið um verð- lista. VERZL. „STRAUMAR“ Frakkastíg 10, Rvík. NÝKOMIÐ: BLffiKFÖTUR SPEGLAR margar stærðir. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. TIL SÖLU nýr miðstöðvarketill — frágenginn fyrir olíu- kyndingu. Stærð 2,2 m2. Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. Atvinna Okkur vantar mann til afgreiðslustarfa frá 1. maí n. k. — Skriflegar um- sóknir, sem tilgreini kaup- kröfu, ásamt upplýsingum um um fyrri störf( sendist fyrir 14. þ. m. STEFNIR s. f. Hveiti í smápokum Mielís Strásykur Skrautsykur Kartöflumjöl Maísenamjöl Möndludropar Kardimommudropar Hjartarsalt Lyftiduft Kardimommur Kanell Sölulurninn við Hamarstíg KERRUPOKAR SKINNJAKKAR KULDAJAKKAR skinnfóðraðir. Verzl. ÁSBYRGI. Þvottaduft Stangasápa Blautsápa Blámasápa Þvottaklemmur Þvottasnúrur Sölulurninn við Hamarslíg.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.