Íslendingur


Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 8

Íslendingur - 06.04.1949, Blaðsíða 8
Sunnudagaskólinn kl. 11 í. h. 5-6 ira börn í kapellunni og 7—13 ára böm I kirkjunni. Bekkjarstjórar eru beðnir að mæta kl. 10.30 í. h. Ný biblíumyndabók. Messaf á Akureyri kl. 2. Séra Jóhann Illíðar. Tekið á móti gjöfum til kristni- boðsins við kirkjudyr. ÆskulýðsjélagiS. Sameiginlegur fundur beggja deilda kl. 8.30 í kirkjunni. Safnað- arfólk velkomið. Föstumessa verður í kapelíunni kl. 8.30 í kvöld. — F. R. I. 0 .0. F. = 130488V6 = Hjálprœðisherinn. Miðvikudag kl. 8.30 hermannasamkoma. Fimmtudag kl. 8.30 norsk forening. Föstudag kl. 8.30 bæna- samkoma. Sunnudag kl. 11 helgunarsam- koma; kl. 2 sunnudagaskóli; kl. 8.30 hjálpræðissamkoma. Mánudag kl. 4 heim- ilasambandið. Skákþing Akureyrar hefst þriðjudag 12. Nýtt iðnfyrirtæki Fyrir skömmu tók til starfa hér í bænum nýtt iðnaðarfyrir- tæki„ sem nefnist Súkkulaði- verksmiðjan „LINDA“. Er hún til húsa í Hólabraut 6. Verk- smiðjunni er fyrst og fremst ætlað að framieiða súkkulaði, en hún framleiðir einnig annað sæl- gæti svo sem konfekt og brjóst- sykur, og er það einkum vegna þess, að hana skortir næg hrá- efni til þess að stunda súkku- laðiframleiðslu eingöngu. Fram- leiðsla verksmiðjunnar er fyrir skömmu byrjuð að koma á markaðinn og hefir hún líkað ágætlega, enda hefir verksmiðj- an fengið þaulreyndan þýzkan sérfræðing til þess að annast framleiðsluna og hafa umsjá með henni. Þá eru vélar allar nýjar og fullkomnar^ og er með- al annars í verksmiðjunni alger- lega sjálfvirk vél til að fram- leiða bæði át- og suðusúkkulaði, auk ýmsra annarra véla. Hús- íými er mikið og vinnuskilyrði góð, þótt húsnæðið sé enn eigi að öllu fullgert. 1 verksmiðjunni vinna nú að staðaldri tíu manns en framkvæmdarstjóri hennar er Eyþór H. Tómasson, kaup-: maðuf. Verksmiðja þessi mun vera sú fyrsta sinnar tegundar, sem stofnuð er hérlendis utan Rvík. Væri betur, að svo væri í sem flestum greinum, að ný atvinnu fyrirtæki risu upp sem víðast um landið, en söfnuðust ekki öll saman á einn stað^ því það er þjóðarógæfa, hve fólkið safnast nú mjög til höfuðborgarinnar. Svo sem önnur iðnaðarfyrir- tæki, þá þessi verksmiðja hér við hráefnisskort að stríða. Er illt til þess að vita, hve mjög hráefnaskortur stendur nú iðn- aðinum fyrir þrifum, þar sem iðnaðurinn er verulegur þáttur í þjóðarbúskapnum, einkum ef hann væri nýttur til fulls. Er full þörf á að hlúa sem bezt að honum, því að hann mun geta átt hér mikla framtíð. Einkum verður að gæta þess, að fyrir- tæki úti um land verði eigi af- skipt um hráefni( þar sem efl- ing þeirra gæti orðið til þess að draga nokkuð úr hinum geig- vænlega fólksstraumi til Rvíkur. apríl í Bæjarstjórnarsalnum. Keppnin fer fram yfir páskana. Þátttaka tilkynnist stjórn Skákfélags Akureyrar. Nýlega hafa opinberað trúlofun gína ungfrú Hulda Haraldsdóttir og Sigurður Ringsted, bankaritari. Frá Hestamannajélaginu „Léttir“. Farin verður hópferð sunnudaginn 10. apríl kl. 1.30. Félagar mæti með hesta sína inn við Höepfner. — Nefndin. Frá kristniboðshúsinu Zíon. Sunnudaga- skóli kl. 10.30. Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Gjöfum til kristniboðsstarfsins veitt móttaka. Allir velkomnir. Sjónarhœð. Laugard. kl. 8.30, biblíu- lestrarfundur æskulýðsins; sunnudag kl. 1, sunnudagaskóli (skuggamyndir); kl. 5, íyrirlestur og söngur. Allir velkomnir! Guðspekistúkan „Systkinabandið“ held- tir fund á venjulegum stað mánudaginn 11: apríl n. k. kl. 8.30 e. h. Fundarefni sam- kvæmt ákvörðun síða6ta fundar. Munið að gefa fuglunum. Fíladeljia. Samkomur verða í Verzlun- armannahúsinu við Gránufélagsg. 9, niðri, sem hér segir: í dag, miðvikudag, sauma- fundur kl. 5.30 e. h. Allar stúlkur vel- komnar meðan húsrúm leyfir. Fimmtudag almenn samkoma kl .8.30 e. h. Pálma- sunnudag almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e .h. Öll börn vel- komin. Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund í Skjaldborg n. k. sunnudag kl. 1.15 e. h. — Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Kosning embættismanna. Skemmtiatriði verða nán- ar auglýst í Barnaskólanum á föstudaginn. Þórsfélagar! Munið kvöldvökuna í kvöld í fþróttaheimilinu . Kvennadeild Slysavarnafélagsins endur- Arás a alþingi Framh. af 1. síðu. dreifa mannfjöldanum og tæmi ist þá Austurvöllur á nokkrum minútum. Nokkru áður hafði þingfundi lokið og biðu þingmenn í Alþing ishúsinu,, en er Austurvöllur hafð verið ruddur, fóru þeir heim til sín og gekk það tíðinda laust, nema að telpukind sló til íorsætisráðherra og hafa Sósíal- istar síðan reynt að varpa um það atvik einhverjum hetju- ljóma. Róstusamt var í Reykjavík það sem eftir var dagsins og langt fram á kvöld, einkum í rámunda við Lögreglustöðina, og beitti lögreglan nokkrum sinnum táragasi á óróaseggina. tekur kvöldskemmtun sína miðvikudaginn 6. þ. m. í Samkomuhúsi bæjarins kl. 9 e.h. Aðalfundur og afmælisfagnaður félagsins verður í Samkomuhúsinu föstudaginn 8. þ. m. kl. 8.30 e. h. Félagskonur mega taka með sér gesti, en óskað er eftir að þeir komi ekki fyrr en að fundi loknum kl. 9 e. h. — Ymis skemmtiatriði og dans. Frétfatilkynning. SJÚKRABÆIUR VEGNA MÆNUVEIKI í lögum um almannatryggingar, 41. grein, er ákveðið' að sjúkrabætur greiðist ekki vegna farsótta þegar þær ganga, nema tryggingaráð heim- ili greiðsluna hverju sinni. Tryggingaráð hefir nú heimilað greiðslu sjúkrabóta vegna mænu- sóttarfaraldurs þess, sem gengið hef- ir víðsvegar á landinu og einkum norðanlands undanfarna mánuði þannig, að sjúkrabætur greiðist frá og með 7. viku sjúkdómsins. Eyðu- blöð undir umsóknir fást á skrif- stofu sjúkrasamlagsins, svo og nán- ari upplýsingar. Giftar konur geta sótt úm sjúkrabætur, ef þær færa sönnur á að þær hafi vegna veikinn- ar þurft að kaupa sérstaka hjálp, eða eiginmaður orðið að leggja niður vinnu og tapað þannig kaupi vegna hjúkrunarstarfa heima. Læknisvott- orð þurfa að sjálfsögðu að fylgja umsóknum, og einnig þarf að sýna Iryggingaskírteini. Að öðru leyti gilda almennar regl- ur um greiðslu bótanna. Það skal tekið fram að senda þarf allar slíkar umsóknir til Reykjavíkur til úrskurðar. mCSCKSGOGGOCSÆ Auglýxið f Itlandingl Hundrað ára varð 4. þ. m. Margrét Einarsdóttir nú til heimilis að Lokastíg 8 í Rvík. Margrét er fædd 4. apríl 1849 á Laugalandi í Glæsibæj arhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Halldórsdótt- ir og Einar Ólafsson, smiður og bóndi á Laugalandi. Var hún ein af dætrum, og yngst af börnum þeirra, bræður hennar voru Jóhann Einars- son, smiður í Syðri-Haga á Árskógs- strönd og Jón Einarsson á Lauga- landi ,er um langt skeið var hrepp- stjóri Glæsibæjarhrepps. Ólst hún upp hjá foreldrum sínuin þar til fað- ir hennar lézt 1865. Margrét giftist Gísla Pálssyni prests frá Völlum í Svarfaðardal (seinni kona hans). Bjuggu þau að Grund í Svarfaðardal. Eignuðust þau tvær dætur, Sigríði og Aðal- heiði, báðar búsettar í Reykjavík. Margrét er skýrleikskona og hefir fylgzt vel með öllu og ákveðin sjálf- stæðiskona í þjóðmálum, enda sjálf- stæð í allri hugsun og starfi um æv- ina — iðjusöm og hagsýn að eðlis- fari og trygglynd skapfestukona. Norðlendingur. M. A. og ÞÓR unnu í handknaltleik. Innanhússkeppni í handknattleik hófst s. 1. sunnudag í íþróttahúsinu. Keppni er nú nokkuð öðruvísi hátt- að en s. 1. vetur. Nú er keppt í 5 manna liðum og skipt í aldursflokka. Urslit í þeim leikjum, sem leiknir hafa verið: Meistaraflokkur lcarla: MA vann KA MA vann Þór Meistaraflokkur fcvenna: Þór vann KA Þór vann MA. Mótið heldur áfram næstu kvöld. Handknattleiksráð sér um keppnina. Ársþing í. B. A. hófst s. I. föstudag í íþróttahús- inu. Sitja það 30 fulltrúar frá 11 fé- lögum og sérráðum. Helztu umræðu- efni þessa fyrri fundar var: Laga- breytingar, íþróttamót, og heimsókn- ir íþróttaflokka, íþróttasvæðið nýja og læknisskoðun íþróttamanna. — Formaður bandalagsins flutti skýrslu stjórnar um störf síðasta ár, sérráð skiluðu skýrslum og reikningar voru samþykktir. Þá var og kosið í milli- þinganefndir, sem skila áliti seinni dag þingsins, er verður eftir páska. Skíðamótið í Reykjavík. Vegna mænuveikis- og inflúenzu- faraldurs á ísafirði hefir héraðs- læknirinn þar bannað að Skíða- landsmótið fari þar fram um pásk- ana, svo sem ákveðið var. •— Mótið fer fram í Reykjavík 21.—24. þ. m. ) Kuidajakkar (gærujakkar) nýkomnir í Fataverzlun Tómasar Björnssonar h. f. Akureyri Sími 155 Vinnuskyrtur nýkomnar í Fataverzlun Tómasar Bjömssonar h. f. Akureyri Sími 155 Kvensloppar — hvítir — nýkomnir í Fataverzlun Tómasar Björnssonar h. f. Akureyri Sími 155 r MOLASYKUR STRASYKUR PÚÐURSYKUR KANDÍSSYKUR FLÓRSYKUR SKRAUTSYKUR VÖRUHÚSIÐh.f. 'i r■ -- ------------s Hvítir KVEN8L0PPAR þrjár stærðir, nýkomnir. BRAUNS-verzlun Páll Sigurgeiraac^. -■— -----— 'I HERRASKYRTUR, hv. og mislitar. NÆRFATNAÐUR karla, kvenna og barna. Gott úrval . Verzl. ÁSBYRGI. -■ =3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.