Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Karl-Aage Schwartzkopf: A hvalveiðum fyrir Norðurlandi (Framh.) ,,Hrefna!“ Það var Guðmundur, sem öskraði úr tunnunni, og h. u. b. samtímis heyrðum við blástur fyrir aftan bátinn, og sáum hina venju- legu kollhnísu hvalsins. En að þessu sinni var hann á leið undir bátinn. Guðmundur sá, er hann á 3—4 metra dýpi rann undir afturhluta bátsins. Eg skal viðurkenna, að ég skalf dálítið í hnjá- liðunum. Nú hafði stór hvalur, að líkindum tíu lestir, heimsótt okkur. En hann gat með einu sporðkasti brotið bátinn í smátt og gert hann að eldsmat. Páll laut niður að fallbyssunni og beindi henui niður að yfirborði sjávar framan við stefnið. Sekúndurnar urðu eins langur og eilífðin. Speim- ingurinn var ógurlegur. Augu Páls virtust vilja kafa niður í djúpið. Guðmundur hékk út af barmi tunnunnar. En ekkert skeði. Svo minnkaði spenningurinn verulega aftur. En óróleikinn var ekki búinn. Við fundum það á okkur, að hvalur þessi hafði áhuga á bátnum, að líkindum af sömu ástæðu eins og biðillinn í Ax- arfirði fyrir nokkrum dögum. Hann hafði kynnt sér bátinn að neðanverðu, og ekki látið í ljósi neina óánægju gagnvart honum. Vafalaust mundi hann koma aftur, ef ekkert tæki upp huga hans næstu mínúturnar. Hvalur þarf ætíð umhugsunartíma, er haim nemur staðar og tekur nýja ákvörðun. Þessi hval- ur áleit að „Björgvin“ væri einnig hvalur, því hann er málaður alveg eins og hvalur á botnin- um og upp eftir hliðunum. Þegar hvalurinn hringsólar umhverfis bát, er hringurinn oft svo stór, að kílómetrum skiptir. Þá er hann að hugsa um hinn nýja kunningja, og ef til vill, einnig um gömul kynni. Hann hugsar um, hvort hann á að skipta sér af þessu nýja, er hann sér í fyrsta sinn eða hverfa á braut. Hann hefir ekki hugmynd um, að fallbyssa bíður hans, og skutull verður látinn sýna honum „vinarhót“, sem hann væntir ekki. Um þetta er hugsað, er menn vænta hvals. Mér kom í hug frásögn Páls um það, hvernig tveir hvalir eðla sig. Þeir synda hraðara og hraðara hvor á móti öðrum, og rekast saman með mikl- um hvelli. Þetta er öll eðlunin. Við óskuðum þess, að hvalur færi ekki að leika þennan leik við „Björgvin“. „Hrefna!“ Guðmundur hrópar aftur. Nú sjá- um við hvalinn koma upp á yfirborðið, í mesta lagi fimmtíu metra framan við bátinn. Hann velt- ir sér, heilsar með uggum og hverfur svo í hið ókunna djúp, sem menn ætíð þrá að kynnast nán- ar, þegar þeir eru lengi á sjónum. Að þessu sinni er hvalnum alvara. Guðmund- ur gefur merki með handleggnum viðvíkjandi á- formi hvalsins. Við, sem á framþilfari erum, sjá- um enn ekkert. En við finnum það á okkur, að eitthvað muni ske. Eg sé að Páll fer nær fallbyss- unni. og leitar betri fóstfestu og jafnvægis. Osjálf- rátt hagræði ég mér, og skjálftinn er horfinn úr hnjánum. Við höfum ekki tíma til þess að vera hræddir. Við hugsum einungis um það, hvernig fara muni. Ég óska eftir að sjá skutulinn þjóta að markinu og sjá allan leikinn. Nú kemur það! Ég sá eitthvað breitt og stórt með rákum í, koma rennandi nokkrum metrum undir yfirborði sjávar. Það hefir beina stefnu á stefnið. Það er neðri hliðin á hvalnum, sem upp snýr. Hann syndir á hryggnum, er hann nálgast hina nýju „hvalungfrú“. Hann kafar hægt inn undir stefn- ið. Hann er stór eins og neðansjávarfjall. Ég sé eitt augnablik hvalskíðin, áður en hið volduga höfuð hverfur. Á eftir kemur hinn risavaxni kroppur. Páll hefir heint kanónunni svo mikið niður á við sem mögulegt er, og miðar nákvæmlega og heldur í trjábútinn, sem er á enda skottaugarinn- ar. Páll miðar enn nákvæmar en áður. Svo rykk- ir hann í eins og elding, og hvellurinn, sem kom, ætlaði að sprengja eyru mín. Menn sjá aldrei skutulinn, er líann þýtur á- fram, en færið sést, sem rennur á eftir honum eins og ormur, sem fylgir á eftir, hræddur að því er virðist við einhvern, sem eltir hann. Þá skýt- ur dökkrauðum fossum af blóði upp úr freyð- andi sjónum, hár strókur af heilu, rjúkandi hvals- hlóði skolast inn yfir framþilfarið. Páll fær þelta yfir sig allan, og buxurnar mínar og stígvélin verða löðrandi í hvalsblóði. En það setjum við ekki fyrir okkur. Nú geríst allt í fljúgandi fart. Færið hefir fylgt skutlinum dyggilega eflir. Augnablik sé ég voldugan sporð, er þeytir blóðugum sjónum óyndislega nærri bátnum. Fyrsti belgurinn, sem er blár, er látinn Hvalskurður um borð í „Björgvin ‘ ’lti á rúmsjó. falla í sjóinn. Það munaði litlu að ég færi með, þar sem ég stóð við færið, sem lykkjast eða li.3- ast út í sjóinn. Duflið hafði komið óþægilega við mig og næstum tekið mig með. Ég settist því nið- ur á þilfarið. Hvalur, sem hefir fengið skutul í sig, dregur aldrei bátinn á eftir sér. En það ímynda margir sér. Það þyldi eklci skutullinn. Hann mundi rykkjast út úr hvalsskrokknum, þegar í stað. Til þess að stöðva ferðina, eru látin út mörg dufl eða sæmerki og tunnur af ýmsurn stærðum. Þelta er fest við færið. Báturinn fylgir á eftir til þess að fullvissa áhöfnina um, hvernig allt fer að stöfnum. Hafi hvalurinn ekki fengið banaskot, geta menn þegar kvatt skutul, færi og dufl. Hval- urinn kafar til botns og tekur allt draslið með sér. En menn skjóta sjaldan á hval, án þess að vera fullvissir um að hann fái dauðaskot. Að þessu sinni vorurn við vissir í okkar sök. Hinn mikli blóðbogi sannar það, að annaðhvort hjartað eða lungun hafi fengið skotið. Ifvalir eru ótrúlega lífseigir. Þeir geta farið nokkur hundr- uð metra þrált fyrir það, þótt skutull standi í miðju hjarta þeirra. Nú eru öll duflin komin út. Þau þeysast áfram eins og þau væru dregin af ósýnilegu afli. Við höldum á eftir með vélina í fullum gangi. En það er enginn afgangur af því að við fylgjumst með. Annað slagið sjáum við hvalinn koma upp fram undan okkur. Hann blæs og fleygir sér fram Miðvikudagur 5. janúar 1955 á við annað slagið til þess að losna við hin ban- vænu grip skutulsins. Eftir h. u. b. hálfa klukkustund fer hraðinn að minnka. Hvalurinn syndir í hringum, er minnka á hverri mínútu. Hann er undir yfirborði sævar. Hann hefir ekki haft þrek til þess að gera nein stökk eða bægslagang. Hann er í dauðateygjuu- um. Duflin liggja kyrr. Við förum til hins fremsta, og stöðvum mótorinn. Það koma upp bólur, og niðri í djúpinu sýður. Blóðugur sjór kemur upp í smá-fossum eða gusum. Þá kemur hvalurinn upp. Hægt og hátignarlega rennur hið risastóra höfuð upp úr vatnsskorpunni. Hið ógurlega gin er uppglennt, og hin hvítgulu löngu skíði hanga eins og kögur niður á ljósrauða, slétta tunguna. Svo lokast ginið með hægð. Opnast aftur og lok- ast. Alltaf dregur af hvalnum, og þessar hreyf- ingar verða daufari og daufari. Umhverfis hinn risavaxna hval er sjórinn litaður blóði. Páll lyftir „fílabyssunni“, sem lilaðin er sjDrengikúlu, og miðar á höfuð hvalsins, rétt við öndunarholuna og hleypir af. Hinn afskaplega stóri líkami titraði, ginið lokast í síðasta sinn. Svo tekur risinn að sökkva. Blóðlitaði sjórinn féll yfir hann. Bardaganum er lokið. Með hjálp þilfarsvindunnar drögum við í flýti inn línurnar og baujurnar, og smám saman lyft- ist hvalurinn upp. Við látum gilda víra um sporð- inn og „neðri vörina“. Þetta er stór hvalur. Hann er h. u. b. eins langur og báturinn. Við festum hvalinn við aðra hlið bátsins. Páll álítur þyngd hvalsins sjö smálestir. Við snerum skipinu í suðvestur og höfurn ferð- ina til Húsavíkur. Það er mikil rigning. En við veitum henni ekki athygli. Við erum glaðir eins og börn. Páll fer að syngja „Hvalsönginn“. Það er eldgömul, íslenzk drápa, er hinir gömlu vík- ingar sungu á sínum tírna, er þeim með hinum frumstæðu spjótum sínum og lensum hafði tekizt að komast að og drepa þessa risa hafsins. Kvæð- ið er í upphafi tilbreytingalítið og angurvært. Svo vex máttur þess. Það harmar dauðastríð hvalsins og flótta gegnum öldurnar. Endar moð sigurgleði yfir hinum mikla feng, sem bætzt hef- ir í húið. Hámarki sínu nær kvæðið, er það seg.'r frá hvalsskurðinum og flutningi kjötsins heim! Hvalskurðinn sé ég enn fyrir hugskotsaugum mínum. Hann varð að fara fram á Húsavík. Guð- mundur og Jóhann fóru að brýna hvalskurðar- hnífana, sem eru um hálfur metri á lengd, svo allt skyldi vera klappað og klárt, er við leggj- umst að bryggju. Gufuskip kom með hægri ferð fram úr regn- móðunni. Það var m.s. Esja, eitt af Strandferðu- skipum Skipaútgerðar ríkisins. Er hún á förum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er þeir á Esju sjá, að við erum með hval í eftirdragi, minnka þeir enn ferðina og gefa merki, með gufuflaut- unni: „Til hamingju! Góð veiði,“ hrópuðu þeir. Við svöruðum: „Þökkum! Góða ferð!“ Með tæplega fjögurra sjómílna hraða höldum við á- fram til Húsavíkur. Alltaf gefum við hvalnum auga, til þess að sjá, livort hann muni losna. Það væri óneitanlega leiðinlegt ef hann sykki. Páll sagði, að þvílíku hefði hann orðið fyrir. En hann vildi ekki segja mér nánar frá~ því. Það hefir orðið honum minnisstætt óhapp. Hvalurinn okkar er vel festur við stjórnhlið bátsins. Bægslið, er upp veit, veifar án afláts, og virðist lifandi. En það eru hreyfingar skips- ins, sem þessu valda. Hvalurinn er svo dauður, sem hægt er. Guði sé lof fyrir það. „Björgvin“ hefði ekki verið öfundverður, ef stóri risinn liefði verið lifandi eða hálflifandi. Snemma næsta dag komum við inn á Húsa- víkurhöfn. Okkur er heilsað af mörgum skips- flautum. Það er ekki á hverjum degi, sem kom- ið er með hval inn að bryggju í þessum geð- fellda fiskimannakaupstað. (Framh.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.