Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 5

Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. janúar 1955 5 ÍSLENDINGUR Viðtal við þingmann bæjarins Bragi Jónsson frá Hoftúnum hefir kveðið eftirfarandi vísur: Y rkingar. Yrkja ljóð og yrkja jörð, ýta göfgað hefur. Það er að syngja þakkargjörð þeim sem lífið gefur. Til Vestur-Íslendinga. Bræðraþels á skyggðan skjöid, skýrt sé letrið grafið: Heill sé ykkur frænda fjöld fyrir vestan hafið. Á ferð og flugi. Misjöfn þó sé manna gerð, marga þrautir beygi, við erurn öll á flugi og ferð fram að banadegi. Kveðið við stúlku. Margt er við þig mikils vert meyjan ástargjarna. Samt í mínum augum ert aðeins reikistjarna. Gríman. Sálarfylgsnum sífellt í, sárin dýpstu hyl ég. öndir gleðigrímu því gamlar sorgir dyl ég. Hlýir straumar. Sérhvert gleymist svikatál, sælu nýt ég drauma. Þegar vonin veikri sál veitir hlýja strauma. Vinna. Hrekur vinnan harma brott, hönd og andi nærast. Eftir dagsverk unnið gott alltaf sef ég værast. Hœttusvœðið. Kvelur margan kærleiksþrá, köld eru meyja gæði. Víða leiðum ástar á eru hættusvæði. Nútímaskáldin. Islands skáldum aftur £er, ofaná sorinn flýtur. Þeirra form og efni er oftast tómur skítur. Sta/ca. 'Oss mun veitast auðlegð ný ef vér leita þorum. Brauðs þó neyta eigum í andlits-sveita vorum. Vorvís'M (sléttubönd). Mjöllin bánar. eyðist ís, aftur vorrar jarðar. Fjöllin blána, röðu'.U rís, raunir léttir liarðar. Jörðin auða grasi grær, gaukar hneggja snjallir. Hjörðin sauða fylli fær, fagna seggir allir. Brautir sléttast, þróast þor, þrýtur fanna styrinn. Þrautir léttast, veitir vor vonurn manna byrinn. Áuglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að berast skrifstofu blaðsins eða prentsmiðj- unni fyrir kl. 2 daginn fyrir útkomudag. t ramhald af 1. siðu. lögum 250 þús. krónur, og er það 50 þús. kr. hærra framlag en í fyrra. Þegar f j árveitinganefnd gerir tillögur um skiptingu hafna- fjárins, væru sérstaklega tvö sjón- armið höfð í huga, í fyrsta lagi, hvað viðkomandi höfn ætti mikið fé inni hjá ríkissjóði vegna lok- inna framkvæmda, og í öðru lagi, hvað áætlað væri að leggja mikið fé í framkvæmdir á næsta iri. Samkvæmt upplýsingum Vita- málaskrifstofunnar hefði vatt- greitt framlag ríkissjóðs til Akur- eyrarhafnar í árslok numið 295 þús. kr. og áætlaður byggingar- kostnaður á árinu 1955 470 þús- und kr. í sambandi við þetta er rétt að komi fram, að hæsta fram- lag til einnar hafnar er kr. 300 þús., nema til landshafnar í Rifi á Snæfellsnesi, kr. 500 þús. Til dæmis fékk Akraneshöfn kr. 300 þús. en átti inni 1.3 millj., og á- ætlaður byggingakostnaður 1955 kr. 3 millj. Mjög svipaða sögu er að segja um Hafnarfjörð. Af þessum samanburði sézt, að hlut- ur Akureyrar er eftir atvikunr góður. — Ég held, sagði þingmaður- inn, — að allir bæjarbúar séu sammála um það, að bæta þurfi aðstöðuna við höfnina hið allra bráðasta. Það ætti að vera auð- veldara fyrir Akureyri en mörg önnur sveita- og bæjarfélög, þar sem höfnin hefir töluverðar ör- uggar tekjur árlega. í þessu skyni væri sjálfsagt að leita eftir láni lil þess að hraða framkvæmdum, og trúi ég því ekki að óreyndu, að ekki sé unnt að fá lánsfé til þeirra framkvæmda. Það er mjög bagalegt fyrir sveita- og bæjafélögin, hve seint gengur að fá framlög ríkisins upp í hafnarframkvæmdir. Ogreiddur hlutur ríkisins til hafnagerða og lendingarbóta var nú um þessi áramót nær 5.6 millj. króna. Fjórðungssjúkrahúsið. Framlag til byggingar Fjórð- ungssjúkrahússins er óbreytt, kr. 500 þúsund. Á þinginu í fyrra flutti ég á- samt Helga Jónassyni og Pétri Ottesen frumvarp, sem fjallaði um það, að öll meiri háltar áhöíd til sjúkrahúsa (röntgentæki, stærri eldhúsáhöld o. fl.) teldist með í stofnkostnaði sjúkrahúsa og greiddist því að hluta af ríkis- sjóði. Málinu var vísað til fjár- hagsnefndar, en dagaði þar uppi. Við, flutningsmenn þessa frum- varps, höfum nú í vetur rætt um það við fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra, að ríkisstjórnin tryggði að mál þetta næði fram að ganga á Alþingi. Um það ligg- ur ekkert loforð fyrir enn, og fá- ist ekki jákvæð svör, eftir að þing kemur saman að nýju, munum við flytja það sjálfir aftur. Á Alþingi í fyrra voru sam- þykkt lög, sem tryggðu Fjórð- ungssjúkrahúsinu 20 króna stvrk úr ríkissjóði á hvern legudag. Fer upphæð slyrksins eftir stærð sjúkrahúsanna, og njóta þau nú mörg góðs af þessari löggjöf. Á fjárlögum þessa árs eru út- gjöld ríkissjóðs vegna þessara laga áætlað 1.250 millj. krónur. Nú munu legudagar á árinu 1954 hafa verið nálega 38 þús. og fær þá Fjórðungssjúkrahúsið styrk vegna laganna sem nemur um 760 þús. það ár. Skólarnir. Ógreiddur hluti ríkissjóðs vegna skólabygginga í landinu mun nú vera 16.5 mdlj. króna, ttn þó mun Akureyri eiga sárahtið inni. Á fjárlögum þessa árs er um töluvert aukið framlag til skóla- bygginga að ræða, enda er þörtin rnjög mikil. Menntamálaráðherra mun hafa í undirbúningi tillögur varðandi fjármál skólanna, en það hefir verið mjög þungur baggi á sveitarfélögunum, hve framlag ríkisins hefir greiðst seint. Það verður nú ekki lengur um- flúið að auka húsakost barnaskól- ans hér á Akureyri, og er vonandi að úr greiðist sem fyrst um greiðslur á framlagi ríkissjóðs til skólanna, svo að Akureyri þurfi ekki að bíða von úr viti eftir sín- um hlut, eins og svo mörg sveitar- félög hafa orðið að gera. En rík- issjóður greiðir helming af bygg- ingakostnaði barna- og gagn- fræðaskóla. Heimavist Menntaskólans hefir sama framlag og áður, 250 þús. kr., og Menntaskólahúsið gamía heldur þeirri hækkun, sem í fyrra fékkst til viðhalds því. Flugmólin. Framlag til flugvallargerða var hækkað um % milljón frá því sem verið hefir á fjárlögum. Einnig var heimildin um að veria af tekjuafgangi flugvallanna til flugyallargerða hækkuð um 1 millj. kr. og er nú 3.5 millj. kr. í flugmálunum eru nú mörg og mikil verkefni framundan. Það verður nú víst ekki dregið öllu lengur að láta fara fram aðgerð á Reykjavíkurflugvelli, og ráðgerð- ir eru nokkrir nýir vellir úti um land. Flugvallargerðinni hér við bæinn miðaði mjög vel áfram s.l. ár, og næsta sumar þyrfti að lengja flugbrautina það mikið, að Skymaster-flugvélar geti lent þar. Þá er nauðsynlegt að koma þar upp ljósaútbúnaði fyrir næsta haust og bæta húsakostinn fyrir afgreiðsluna. Eins og kom fram við vígslu- alhöfnina hefir völlurinn við Ak- ureyri fengið á síðasta ári bróð- urpartinn af öllum fjárveitingum til flugvallargerða, en þrátt fyrir það, er enn margt ógert þar. íþróffamartnvirki í bænum. Framlag til íþróttasjóðs var hækkað samkvæmt tillögu fjár- veitinganefndar um kr. 250 þús. frá því, sem lagt var til í frv., og hefir sjóðurinn þá til um- ráða á þessu ári 1 millj. kr. Er það sama upphæð og sjóðurinn hafði árin 1946 og 47, en á árinu 1948 var framlagið lækkað niður í 455 þús. kr. Stjórn íþróttasjóðs hefir gert grein fyrir því, að fjárþörf sjóðs- ins nemi nú um 5 millj. kr., en ekki var talið fært að hækka framlagið meira. Eftir síðustu út- hlutun úr sjóðnum var vangreitt úr honum til mannvirkja hér í bænum sem hér segir: Sundlaug ......... 183.500 kr. íþróttavöllur .... 75.500 •—- íþróttahús ........ 55.700 — Skíðabraut ...... 7.800 •— Vonandi verður þannig búið að sjóðnum í framtíðinni, að hann verði fær um að greiða framlög sín bæði hér á Akureyri og annars staðar. Með núverandi fyrirkomulagi er ekki um það að ræða að fá sérstakar fjárveiting- ar til íþróttamannvirkja, þar sem allir verða að sitja við sama borð í þeim efnum. Annars féllst fjár- veitinganefnd á það, að mæla með 45 þús. króna framlagi til sundlaugarinnar hér í bænum og sömu upphæð á næsta ári vegna afnota Menntaskólans af sund- lauginni. Það þótti sanngjarnt, að Menntaskólinn sem ríkisskóli, tæki einhvern þátt í bygginga- kostnaðinum. Menningarmál. Amtsbókasafnið fær sömu upp- hæð og áður, en litlar sem engar breytingar hafa að undanförnu verið gerðar á framlögum lil bókasafna. Þó má geta þess, að safnið fékk í fyrra kr. 20 þús. lil kaupa á filmum af skjölum og handritum í Þjóðskjalasafninu. Vegna mikillar starfsemi fékk Leikfélag Akureyrar nú 10 þús. króna hækkun á fjárlögum, og hefir því nú 25 þúsund kr. Lúðra- sveit og Tónlistarskóli hafa ó- breytt framlag, en Kvenfélagið Hlíf fékk 30 þús. kr. bygginga- styrk vegna Pálmholts. Þá gat þingmaðurinn þess, að hann Stiklaði hér aðeins á nokkv- um atriðum. enda of langt mál, að rekja fjárlögin og breytingar á þeim lið fyrir lið. Hér kysi hann því helzt að draga það fram, er bæjarbúar hefðu öðrum fremur á- huga fyrir. Síðar hefir blaðið von um að geta rætt við þingmanninn nánar um ýms þingmál. l Barnatímaritið Vorið, síðasta hefti 20. árgangs, hefir blaðinu borizt. Hefst það á kvæði eftir Theodór Daníelsson: Við jóla- tréð. Þá skrifar V. Sn. jólahug- leiðingu, Eiríkur Sigurðsson sma- söguna Fyrstu jól að heiman, sagt er frá bernskudögum danska ævintýraskáldsins H. C. Ander- sen, birtur leikþáttur, þýdd saga og ævintýri, nokkur börn úr Barnakór Akureyrar skrifa þæíti úr söngförinni til Noregs, og margt fleira er þar að finna í bundnu og óbundnu máli. Heimilisblaðið Haukur, desem- ber-hefti, flytur jólahugleiðingu eftir Ásmund Guðmundsson bisk- up, Listamannaþátt urn Gunnar Gunnarsson skáld og smásögu eít- ir hann, grein um Hauk Mortens dægurlagasöngvara, grein um jólasveina fyrr og nú, þjóðsögu um álfahúsfreyjuna i Raufarfelli, grein um steinaldarfólk í Ástralíu eftir frú Edith Guðmundsson, frá- sögn af samkvæmi í Reykjavík fyrir 100 árum eftir Dufferin lá- varð, kvæði eftir frú Margrélu Jónsdóttur skáldkonu, nokkrar þýddar greinar og sögur, spila- spádóma og margt fleira. Enginn niatur er mjólkinni betri, nefnist snoturt og smekk- legt rit, er Framleiðsluráð land- búnaðarins Iiefir gefið út. Eru það fjórar ritgerðir um mjólk og mjólkurafurðir eftir Helga Tóm- asson, Jóhann Sæmundsson, Jón E. Vestdal og Skúla V. Guðjóns- son. Ritar hinn fyrsínefndi um smjör, annar urn osta og skyr, þriðji um framleiðslu mjólkur og mjólkurafurða og fjórði um mjólk. Margar ágætar myndir sýna framleiðsluhætti mjólkur og mjólkurafurða, kælingu á fram- leiðslustað og meðferð á vinnslu- stað o. s. frv. Þá eru og margar teikningar í ritinu auk káputeikh- ingar, allar eftir Atla Má Árna- son. Hefir ritið mikinn fróðleik að geyma um hollustu og næring- argildi mjólkur og mjólkurvara. *_____________________ I gamni Maður kom til lœknis með brot- inn jótlegg. — Leggurinn er brotinn, sagði lœknirinn. — Hve langt er síðun þú varðst fyrir þessu slysi? — Þrjár vikur. — En því í ósköpunum komstu ekki fyrr 'til mín? —- Ja, ég œtlaði að vera kom- inn, en í hvert skipti sagði konan min að þetta mundi líða frá, ef ég hœlti að reykja. xxx Manni nokkrum var stefnt fyrir rétt út af barnsfaðernismáli. —- Lárus minn, sagði fógeti, — þér er stefnt hingað af því að hún Rúna á Gili hefir alið barn og nefnir þig föðúr að því. Er það rétt? — Já, það þassar. —— En, bíddu nú við, liélt fð- getinn áfram, — þáð er ekki alveg' búið. Þér .er líka stefnt sem föður að barni, sem fœddist nákvæm- lega sama dag í Hvammi í Ytri- byggð. — Já, það passar. — En hvernig má það vera, spurði fógeti. ■— Þú hefir þó varla getað verið í tveim sveitum sama daginn. — Jú, ég var á hjóli. — Jœja karlinn. Það er gott á meðati þú átt ekki mótorhjól. *

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.