Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 4

Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 5. janúar 1955 Útgefandi: Útgájufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1. Simi 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutíma: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Sennilegt að samstarfsrof leiði til kosninga Árið 1954, sem kvaddi okkur fyrir tæpri viku síðan, var íslend- ingum um marga hluti gott ár. Það voraði óvenju snemma, og graj- spretta var meiri en í meðallagi, heyfengur víða mikill, en nýting misjöfn, einkum reyndist hún slæm um norð-austurhluta landsins vegna sífelldra óþurrka, er leið á sumarið. Vetur lagðist snemnia að, svo að erfiðlega gekk að ná heyjurn og garðávöxtum norðan- lands og austan. Uppskera garðávaxta þó meiri en í meðallagi, þar sem hún náðist öll óskemmd. Til sjávarins reyndist árið misjafnt. Síldarleysi var íilfinnanlegra en undanfarin ár, og bitnar það hart á atvinnulífi og afkomu fólks- ins í sjávarbæjum og þorpum á Norðurlandi. Fiskafli liins vegar vaxandi og sala sjávarafurða vel íryggð með viðskiptasamninguin, m. a. austur fyrir járntjald. Þótt veturinn settist snemma að, hefir hann ekki reynzt harður það sem af er. Að visu umhleypinga- og stormasamur, en samgöng- ur hafa Iítt teppzt á helztu samgönguleiðum á landi. Slysfarir urðu með minnsta móti á árinu. Banaslys alls 51. þar af sjóslys og drukknanir 20. Voru árið 1953 78 banaslys en 1952 63. Á stjórnmálasviðinu hafa engin stórtíðindi gerzt. Samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna hefir farið með völd og unnið sameiginlega að undirhúningi þeirra stórframkvæmda, er málefna- samningur flokkanna gerir ráð fyrir á næstu árum. Um stjórnar- samstarfið skal hér að öðru leyti formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, gefið orðið, en um það fer hann þessum orðum í ára- mótagrein, er hann ritar í Morgunblaðið 31. desember síðastliðinn: „Margir hafa spurt mig um stjórnarsamstarfið og hversu horíi um framhald þess. Um það er bezt að staðhæfa sem minnst. Sjálf- stæðismenn leggja megináherzlu á að fá efnt fyrirheit stjórnarsált- málans öllum þeim fjölda manns til gagns og blessunar, sem treyst hafa Ioforðunum. Eiga þar hlut að máli jafnt kjósendur stjórnar- flokkanna sem andstæðingar, þvi auðvitað þurfa menn jafnt húsa- skjól, ljós og hita, svo nefnd séu tvö stærstu viðfangsefni stjórnar- sinna, í hvaða flokki sem þeir eru. Okkur Sjálfstæðismönnum hefir alltaf skilizt, að því fylgir þung skylda að hafa í aldarfjórðung ver- ið öflugasti flokkur landsins og þó aldrei voldugri en einmitt nú. Við höfum ævinlega reynt að vera þeirri skyldu trúir og viljum það enn. í bili sjáurn við enga betri leið til þess en samstarf við Fram- sóknarflokkinn. Það sker úr. Hitt er aukaatriði, þótt oft fylgi því ýmsir annmarkar. Efa ég ekki að Framsóknarmenn hafi áhuga fyrir framkvæmd stjórnarsáttmálans eins og við. Ég tel fullvíst að a. m. k. flestir er mestu ráða í Framsóknar- flokknum telji samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn úrræðið, þótt sumir kalli þeir það neyðarúrræði, og meina þó ýmist minna eöa jafnvel annað en þeir segja. Er líka sennilegt að ýmsum Framsókn- armönnum falli betur að starfa með Sjálfstæðismönnum en öðrum eða telji það a. m. k. bændunum hagkvæmast. Þeim mun auk þess ljóst, að nema því aðeins að margt breytist mikið er Framsóknar- mönnum ekki auðið að stjórna landinu með öðrum en Sjálfstæðis- mönnum. Og fæstir munu þeir gera sér vonir um að kosningar geti á næstunni breytt þessu. Samstarfið gengur líka vel, þótt annað mætti_ætla af ummælum sumra blaða. En auðvitað eru menn oft leiðir hver á öðrum og stundum úfnir, en þá bætir úr skák, að því meir sem menn kynnast, því betur gengur að sjá ekki aðeins flísina í auga bróður síns held- ur líka bjálkann í sjálfs síns auga. Skilningurinn á því, að sjaldan veldur einn þá deilt er, og að réttlætið er ekki allt öðrum megin en rangsleitnin hinum megin, glæðist. Vex þá kunningsskapur manna, gagnkvæm virðing og vinátta og brúar margt fenið sem ella hefði orðið kviksyndi. Sennilegt er a8 samstarjsroj leiði til lcosninga. Af öllum atvikum þykir mér fremur ólíklegt að til þess komi á næstunni. Þó er rétt að menn sén viðbúnir, því það er jafnt nú sem ella í stjórnmálum, að „óvíst es að vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir“.“ Maginn í ólagi. — Skyggnzt í „Fórur“. — Bjóðum gleðilegt ár á okkar eigin máli. í GÆR mætti ég miðaldra manni, sem ég er málkunnugur, og þótti mér hann bæði fölur og fár. Innti ég hann eflir, hvort hann væri eitthvað krankur. Kvað hann svo vera. Maginn væri í ó- lagi eftir jólaboðin og áramóta- sjússinn, og hann væri sísyfjaður. Kæmist sjaldan í svefn fyrri en síðari hluta nætur, en notaðist bezt að sofna snemma. Kvaðst hann telja jólaleyfið svonefnda erfiðasta tíma ársins. Þó kvaðst hann ekki halda jólaboð eða sækja þau meira en almennt gero- .st, en þau væru víða gengin úr hófi. Það væri að sjálfsögðu á- gæ'.t og skennnlilegt að heim- sækja vini og ættingja eða fá þá í neimsókn, rabba við þá og grípa í spil við þá, en hið slfellda og samfellda steikarát dag eftir dag neð kaffiþambi og lertuáti væri jkki nerna fyrir hákarlsmaga. Og vökur nótt eftir nólt væru engum hollar, hvorki ungum né gömlum. Svo varð ekki meira úr viðræð- am. Maðurinn s'rauk sér um rnagann, .geispaði ferlega, kvaddi og stauiaðist áleiðis heirn til sín. Ilann bar í hendinni lítið fisk- þunnildi, sem hann hefir líklega ætlað að gæða sér á ofan í steik- urnar og terturnar. ÉG VAR AÐ LESA í Fórum Steingríms Sigurðssonar um jól- in, og rakst þar á grein urn Akur- eyri, sem mér finnst um ýmsa hluti merkileg. Lýsing hans á áliti Sunnlendinga, og þá einkum Reykvíkinga á Akureyringum er svo sönn og einarðleg, að margir mundu vilja skrifað hafa. Við höfum að sjálfsögðu margir heyrt þessa lýsingu áður og hugleitt, hvort hún væri rétt og makleg. Ég get ekki neitað því, að mér finnst lýsingin nærfærin. Akureyringar skemmta sér helzt ekki nema í smáhópum, klúbbum eða klíkum. Hvenær sjáum við Akureyringa skemmta sér jafn vel saman og t.d. Reykvíkinga á þjóðhátíðardag- inn? Og hvernig gengur yfirleitt að nudda Akureyringuin til að mæta á fundum í sínum eigin fé- lögum? EN ÞEGAR RÆTT er um „danósuna“, sem hann svo nefnir, mætti gjarna geta þess, að sá þokki, sem Akureyri ber í augum margra aðkomumanna, er fyrst og fremst hinum dönsku Ak- ureyringum að þakka, og á ég þar við trjágróðurinn og hlómarækt- ina. Sjálft höfuðstolt bæjarins, — Lystigarðurinn, er stofnaður fyr- ir forgöngu danskættaðra kvenna. En ekki meira urn það. SKELFING GETA MENN snið- gengið íslenzkuna, þegar þeir eru að óska hver öðrum gleðilegra jóla eða nýárs. „Gleðileg jólin“, gleðilega „rest“ og gleðilegt „nýtt ár“ (Nyt aar) er yfirgnæf- andi, í stað þess að segja blátt á- fram Gleðileg jól og gleðilegt ár eða nýár. Meira að segja ?ru blöðin farin að nota dönskuna í nýárskveðjum fyrirtækja, og ættu þau þó að vera þarna á verði. Vísnabálkur LEIÐRÉTTING. „íslendingi“ ber ég boð, bið hann mér að veita stoð, Orðið mitt var „efnishroð“. Ur því gjörðist síðan ,,-hnoð“. Svarlur. Ferskeytlur EFTIR ÝMSA HÖFUNDA r-1 Guð á liæðum gefi frið gleði, næði’ og yndi. Forði skæðum synda sið, sendi í mæðu styrk og lið. Höf. ókunnur (gömul). Málsháttur svo mætur kvað menn ei ráði næturstað. Gefi allir gætur að, guð svo vera lætur það. Höf. ókunnur. Iiestavísa. Gráa hestinn met ég minn meira en prest á stólnum, þó hann lestur semji sinn og sé í bezta kjólnum. Höf. ókunnur. Þeir sem spinna um sig yzt orða þynningunni. Granna sinnin fjörga fyrst, — falla í kynningunni. Höf. ókunnur. Þerrihóll. Liggur Steinar hér í hól hjá Elliða bænum. Vot hvar dögg í vorsins sól vefur skrúða grænum. Vísan eftir Símon Dalaskáld, kveðin um Þerrihól á Elliða á Snæfellsnesi, en þar á Steinar Ön- undsson (Sjóna) að vera heygð- ur. I tilefni af því að ungur maður kvæntist aldraðri konu var kveð- ið: Er hún fölnuð eins og strá eftir norðanhrynu. Nýju hjónin nefna má nýgræðing og sinu. Höj. ókunnur (snœfellsk). Um leirskáld eitt er seldi kvæða- bók sína og fór víða, kvað Guð- rnundur Friðjónsson á Sandi: Víða flækist, betlar brauð, brags við klæki iðinn. Mestan sækir andans auð út á skækjumiðin. Staka. Helgimyndir heimskunnar, hyllir blindur fjöldinn. Svo fer yndi æskunnar allt í syndagjöldin. Þormóður Pálsson. / kirkjugarði. Langt er síðan lék ég hér lífs með engan dofa. Fúnir undir fótum mér frændur og vinir sofa. Höf. ókunnur (gömul). Lífs á stræti uggvænt er, að þú mætir trega. Hafðu fætur fyrir þér, , farðu gætilega. Síðari hluti vísunnar gamail, en fyrri hlutinn eftir Jón G. Sig- urðsson frá Hofgörðum. Haust. Sumri hallar, svöl er tíð sólar valla nýtur. Skreytir fjalla freðna hlíð feldur mjallahvítur. Jóh. Sigurðsson frá Engimýri. Fyrsti snjór. Yfist sjór við yztu sker öldur stórar vekur. Fyrsti snjórinn fallinn er, frostið Ijóra þekur. Stefán Jónsson, Stokkseyri. Jón G. Sigurðsson frá Hof- görðum hefir kveðið eftirfarandi vísur: Kveðið unt nótt. Yndisglætu ei ég finn að mér bætist styrkur. Ifúmi grætur himinninn, hvílíkt næturmyrkur. Astin kveikir. Ástin kveikir oft í leik, ástar steikju funa. Ástin reikul oft þó sveik, ástar veikan muna. Ástir brenna ýmsa rnenn, ástir sennum valda. Tryggðum kvenna engar enn ástarspennur halda. Illt er að kljást við kvenfólkið kærleiks brást það heitum. Þó er ástar ástandið einna skárst í sveitum. Til Fálkabrossbera. Misjöfn gefast mönnum hnoss — mitt er um það að skrifa. Þú hefir fengið Fálkakross fyrir það eitt að lifa. Æðra samt þér auðnist hnoss entum lífs að vetri. Himnaríkis heiðurskross hjá ’onum Sankta-Pétri. Efalaust mun einnig þá unt það kastað tening. Hvort ég lífs við lok skal fá lítinn heiðurspening. Kærleiksdrjúgur karlinn er kænn í orði’ og verki. Eg er að vona hann ætli mér eitthvert heiðursmerki.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.