Íslendingur


Íslendingur - 25.03.1959, Page 2

Íslendingur - 25.03.1959, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 25. marz 1959 Kemm út hvcm föstuúag. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og abyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 67. Sími 1354. Opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.30—17.30, aðra daga kl. 10—12 og 13.30—17.30. Laugardaga kl. 10—12. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. -----------------------------------------------------—s »Frjálslyndicc Framsóknar brýzt iram Fermingr 2. páikadag: Blaðið Tíminn birti nýlega á- lyktun flokksþings Framsóknar- manna um kjördæmamálið. Er hún sett feitu letri innrömmuð á forsíðu blaðsins, svo að ekki ætti það að fara fram hjá lesendum blaðsins, hvað Framsókn vili í málinu. Omurlegra vitni um þröngsýni og sérhyggju þessa „framsækna lýðræðisflokks“ verð ur vart fundið, og munu þó marg- ir hafa ætlað, að flokkurinn treyst ást ekki til að opinbera hug sinn og stefnu svo Ijóslega. Fyrri hluti ályktunarinnar hljóðar svo: 12. flokksþing Framsóknar- manna leggur á það megin á- herzlu að vernda beri rétt hinna sögulega þróuðu kjör- dæma til þess að hafa sérstaka fulltrúa á Alþingi. Jafnframt telur það rétt að fjölga kjör- dæmakosnum þingmönnum fjölmennari hyggðarlaga, þó þannig að tekið sé eðlilegt til- lit til aðstöðumunar kjósenda í einstökum byggðarlögum til áhrifa á þing og stjórn. Flokksþingið telur, að stefna heri að því að skipta landinu í einmenningskjördæmi utan Reykjavíkur og þeirra kaup- staða annarra, sem rétt þykir og þykja kann að kjósi fleiri en einn þingmann. Með hæfi- legri fjölgun kjördæmakjör- ánna þingmanna falli niður uppbótarlandkj örið. Telur flokksþingið að ein- menningskjördæmi sem aðal- regla sé öruggastur grundvöll- ur að traustu stjórnarfari.“ Þessi ályktun Framsóknar- þingsins sýnir það svart á hvítu, að Framsókn hefir engu gleymt og ekkert lært. Hún treystir sér að vísu ekki til að standa gegn því, að fjölbýlið fái nokkuð aukinn rétt frá því sem áður var, og er að því leyti ekki ágreiningur milli stjórnmálaflokkanna. En þegar kemur að kj ördæmaskiptingu og kosningatilhögun miðast viðhorf Framsóknar við þetta og þetta eitt: Hvcrnig getum við nóð handa okkur sem flestum þingmönnum á kostnað annarra flokka. Fögur lýðræSishugsjón það! Stefna hinna flokkanna í kjör- dæmamálinu miðast hinsvegar við það, hvernig tryggja megi, að Alþingi verði skipað í sem nán- ustu samræmi við fylgi hinna ein- stöku flokka, þannig að það verði ekki sú skrípamynd af þjóðarvilj- anum, sem það hefir lengi verið. Að því marki verður að keppa, því að allt annað leiðir af sér hverskonar spillingu. En athugum nú nánar, hvað fyrir Framsóknarflokknum vakir með samþyktinni. Við skulum hafa hlutfallskosningu í Reykja- vík, segir hann, því þá er von um að við komum þar að manni, en yrði henni skipt í einmennings- kjördæmi, er hætt við að Sjálf- stæðisflokkurinn fengá þá alla. — En ef við fáum einmenningskjör- dæini um allt land utan Reykja- víkur, er von til þess að við græðum á því. Ef t. d. Eyjafjarð- arsýslu, Skagafjarðarsýslu og Árnessýslu yrði hverri um sig skipt í einmenningskjördæmi, er ekki útilokað, að við fengjum þrjá nýja þingmenn. Ef við getum komið því til leiðar, að Borgar- fjarðarsýslu (með Akranesi) yrði skipt í tvö, þá kynnum við að fá þar einn þingmann, ef skiptingin er okkur hagstæð, o. s. frv. Og ef við fáum uppbótarþingsætin af- numin (sem við höfum raunar ekkert með að gera, fyrst Hræðslu bandalagið leystist upp), verða þau öll til að svifta lxina flokkana þingmannatölu. Og niðurstaðan gæti þá jafnvel orðið sú, að við næðum meirihluta á þingi sem minnsti stjórnmálaflokkur lands- ins, eins og okkur hafði nær því tekist áráð 1931. Við verðum því að halda sem fastast í hina „sögu- lega þróuðu“ kjördæmaskipan og kosningalöggjöf, sem veitt liefir okkur allt frá upphafi tvöfaldan og þrefaldan rétt við aðra flokka til Alþingiskjörs! Slíkur er „mórallinn“ hjá Framsóknarflokknum, sem jafn- framt gerir kröfu til að kallast lýðræðisflokkur. Hvílíkt hyldýpi eymdar og fyrirlitningar á mann- réttindum. Jafnvel Þjóðviljinn, sem lítið vildi um kjördæmamál- ið segja undanfarnar vikur, gat ekki orða bundizt, eftir að sam- þykkt Framsóknarþingsins var birt. Nefnir hann ályktunina „ferlegar afturhaldstillögur“, þar sem „flokksveldi Framsóknar“ sé „eina sjónarmiðið.“ Tíminn hefir að undanförnu haft þau falsrök á lofti, að með 'tillögum Sjálfstæðisflokksins sé DRENGIR: Baldvin Olafsson, Lundargötu 13. Benedikt Leósson, Aðalstræti 14. Bjarni Njálsson, Víðivöllum 2. Börkur Aðalsteinn Guðmundsson, Strandgötu 9. Brynjólfur Jóhann Tryggvason, Hrafna- gilsstræti 26. Geirmundur Kristjáns6on, Aðalstr. 36. Guðmundur Ingvi Arason, Aðalstr. 19. Guðmundur Páll Jóhannesson, Eyrar- veg 33. Guðinundur Hólm, Gróðrarstöðinni. Guðmundur Karl Sigurðsson, Helga- Magrastræti 26. Gylfi Jónsson, Helga-Magrastræti 13. Ilalldór Sævar Antonsson, Eiðsvalla- götu 5. Ilannes Gunnarsson, Hafnarstræti 6. Ilreinn Karlesson, Lundargötu 6. Jóhann Már Jóhannsson, Spítalav. 11. Jóhann Orn Vigfússon, Hafnarstr. 97. Jón Guðlaugsson, Möðruvallastræti 4. Júníus Björgvinsson, Ægisgötu 11. Karl Óli Kristmundsson, Ægisgötu 31. Leifur Thorarensen, Gleráreyrum 6. Oddur Sigurðsson, Þingvallastræti 18. Sigtryggur Eyfjörð Benediktsson, Skipagötu 5. Snæbjörn Kristjénsson, Ilelga-Magra- stræti 44. Stefán Bjarnason, Byggðaveg 111. Stefán lléðinn Gunnlaugsson, Eyrar- veg 21. Steinþór Bjarki Stefánsson, Eyrarveg 5. I’orvaldur Þorvaldsson, Gilsbakkaveg 9 Orn Ingi Sigurðsson Gíslason, Engi- mýri 10. STÚLKUR: Björg Þórðardóttir, Eyrarveg 19. Elín Anna Kröyer, Helga-magrastr. 9. Gréta Kristín Ingólfsdóttir, Helga- magrastræti 44. Guðbjörg Tómasdóttir, Ilafnarstr. 21. Guðrún Árnadóttir, Oddeyrargötu 34. Guðrún Ófeigsdóttir, Rauðumýri 8. gert ráð fyrir að leggja niður öll kjördœmi utan Reykjavíkur, og hafa síðan nokkrir menn verið fengnir til að skrifa greinar um kjördæmamálið út frá þessum uppfundnu forsendum og hrepps- nefndir og stjórnir búnaðarfélaga í helzlu Framsóknarhreiðrunum fengnar til að gera ályktanir út frá þeim hinum sömu forsendum. Þá hafa þeir Framsóknarmenn gefið í skyn, að núverandi kjör- dæmaskipun hafi verið óbreytt aftan úr forneskju og því séu það brot á sögulegri hefð, að færa kjördæmi saman. Reykjavík hafðá á einni tíð tvo þingmenn, og ætti hún því aldrei að fá fleiri, þótt meiri hluti þjóðarinnar yrði þar húsettur, ef við höldum tryggð við hina gömlu hefð Framsókn- ar. Nci, það er crfitt fyrir flokk, sem miðar allar sínar tillögur við það eitt að halda ■ rangfengin forréttindi að bera rök fyrir þeim á borð fyrir þroskoða kjóscndur. -------X-------- Hjördís Ólöf Sigfúsdóttir, Ránarg. 21. Jakobína Þórdís Kjartansdóttir, Spít- alaveg 9. Jóninna Karlsdóttir, Oddagötu 13. Kristín Kristjánsdóttir, Þingvallast. 20. Sigríður Arnþórsdóttir, Bjarmastíg 11. Stefanía Erla Gunnarsdóttir, Lækjar- götu 22. Steinunn Þóra Bragadóttir, Hlíðarg. 9. Valgerður María Bjarnardóttir, Gils- bakkaveg 9. ------X------- BORGARBÍÓ Sími1500 I kvöld, miðvikudagskvöld kl. 9: SUMARÁSTIR (Summer Love) Bráðskemmtileg og fjörug, ný, amerísk músik- og gaman- mynd. Framhald af myndinni „Rock prettty baby“, sem sýnd var við miklar vinsældir í fyrrra. Annan páskadag kl. 9: Heimsfræg stórmynd: LAND FARAÓANNA (Land of the Pharaohs) Geysispennandi og stórfengleg, ný, amerísk stórmynd. Framleiðandi og leikstjóri: Millj ónamæringurinn Howard Hawks. Kvikmyndahandrit: William Faulkner. Aðalhlutverk: Jack Hawkins Joan Collins. Myndin er tekin í litum og Ein dýrasta og tilkomumesta kvikmynd, sem tekin hefur verið. —- Bönnuð yngri en 12 ára. — ÞRÍR MENN í SNJÓNUM (Drei Mánner im Schnee) Sprenghlægileg og skemmtileg þýzk-austurrísk gamanmynd, byggð á hinni afar vinsælu sögu Erich Kástner, sem kom- ið hefir út í bókaformi undir nafninu: Geslir í Miklagarði, og leikin var hér í vetur við miklar vinsældir undir nafn- inu: Forríkur fátœklingur. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Paul Dahlke, Giínther Luders, Claus Biederstaedt. Sýnd annan páskadag kl. 3 og 5 NÝJA-BÍÓ Sfml 1285 2. dag páska kl. 5 og 9: Bráðskemmtileg og fögur bandarísk kvikmynd, gerð eftir vinsælasta söngleik seinni tíma. Aðalhlutverk: Shirley Jones, Gordon Mac Rae, Red Steiger og flokur listdansara frá Broadway. 2. dag páska kl. 3: SYNIR SKYTTULIÐANNA eftir sögu Alexanders Dumas. Skemmtileg, amerísk mynd í litum. GLEÐILEGA PÁSKA! Lœlmishjálp oi hjirun SO lilij. bama 09 mceðrð Árið, sem leið nutu rúmlega 50 milljónir sjúkra harna og mæðra víðsvegar í heiminum aðstoðar frá Barnavernd Sameinuðu þjóð- anna — UNICEF —. Ekki eru hér taldar með þær milljónir barna og mæðra þeirra, sem nutu góðs af mjólkurgjöfum og beint eða óbeint frá heilsuverndunar- stöðvum UNICEF. Stjórn UNICEF, en hana skipa fulltrúar frá 30 þjóðum, veitti ár- ið sem leið 22,6 milljónir dollara til framkvæmdar á 325 áætlunum. Fyrir hvern dollara, sem UNICEF Iagði fram komu að jafnaði 2,5 frá því landi er UNICEF starfaði. Eins og er starfar UNICEF í 97 löndum og lendum. Af þeirri hjálparstarfsemi, sem UNICEF gekkst fyrir á áránu 1958 má nefna: Rúmlega 30 milljón börn og mæður voru varin gegn malaríu. 15 milljón börn voru bólusett gegn berklaveiki. Um 3,5 milljónir barna nutu læknishjálpar vegna tracoma og annarar skyldrar augnveiki. Um 800.000 manns nutu að- stoðar vegna holdsveiki. 5,3 milljónir mæðra og barna nulu mjólkurgjafa í skólum og öðrum stofnunum fyrir tilstilli UNICEF. Heilsuverndarstöðvum, sem komið hefir verið upp fyrir milli- göngu UNICEF fjölgaði á árinu og eru þær nú samtals 19.000 talsins í öllum heiminum. Af þeim 174 stöðvum til geril- sneyðingar mjólkur og til fram- leiðslu á þurrmjólk, sem UNICEF hefir átt frumkvæðið að eru nú 144 þegar leknar til starfa.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.