Íslendingur


Íslendingur - 25.03.1959, Side 4

Íslendingur - 25.03.1959, Side 4
ÍSLENDINtiUR fæst í Söluturninum Hverf- isgötu 1, Reykjavík. Miðvikudagur 25. marz 1959 AUGLÝSINGAR, sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að ber- ast afgreiðslunni eða prentsmiðjunni fyrir hádegi daginn fyrir útkomudag blaðsins, þar sem blaðið er prentað að fullu þann dag. Úr heimahögum Hátíðamessur í Akureyrarprestakalli. Skírdag. Messað í Akureyrarkirj u kl. 5 síðdegis. Sálmar: 436 -— 438 — 146 — 601 — 596 — 599 — 603 — 151. — Altarisganga. — K. R. Föstudaginn langa. Messað í Akur- eyrarkirkju kl. 2 e. h. Sálmar: 156 — 162 — 159 — 174. — P. S. — Messað í skólahúsinu í Glerárþorpi kl. 2 e. h. 174 — 159 — 156 — 169. — K. R. Páskadagur. Ilátíðamessa í Akureyr- arkirkju kl. 2 e. h. Sálmar: 176 — 187 — 186. — K. R. —- Hátíðamessa í Lög- inannshlíðarkirkju kl. 2. Sálmar: 176 — 183 — 187 — 456 — 186. — P. S. 2. páskadagur. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10 árdegis. Sálmar: 372 — 594 — 590 — 648 — 591. — Ferming. P. S. Fermingarskeyd KFUM og K. Félög- in KFUM og KFUK hafa gefið út ferm- ingarskeyti af 7 litprentuðum gerðum, er þau selja til ágóða fyrir sumarbúðir félaganna. Panta má skeytin í síma 1626, en annars er afgreiðsla þeirra í Markaðinum, Geislagötu 5. Verður af- greiðslan opin kl. 1—10 a laugardag fyrir fermingu og frá kl. 9 f.h. til 6 e.h. fermingardaginn. Hjónaejni. Ungfrú Oddný Sigurrós Stefánsdóltir Straumnesi Glerárhverfi og Karl Oskar Tómasson verzlm. Holta. götu 11 Ak. Frá starjinu í Zíon. Haldnar verða almennar samkomur föstudaginn langa og páskadagana báða, kl. 8.30 síðdegis. Olafur Olafsson kristniboði og Reynir Ilörgdal tala. Páskahreingerning fer nú fram á göt- unum og opnum svæðum í bænum. Vinna margir við að hreinsa sand af gangstéttum og malbikuðu götuspottun- um, en aðrir breinsa rusl og visnaða blómstöngla af Ráðhústorgi og Eiðs- velli og víðar. Veðurblíðan hefir gert þessi störf nauðsynleg nú. Þingstáka I. O. G. T., Akureyri held- ur vorþing sitt í Kirkjukapellunni n. k. föstudagskvöld kl. 9 (föstud. langa). Þar fer fram veiting trúnaðarstigs og kosning og innsetning embættismanna. Þess er vænst að allir stigfélagar mæti. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Varðborg fimmtudagskvöld kl. 8.30 (skírdag). Kosnir verða fulltrúar á þingstúkufund. Leiktæki æskulýðs- heimilisins verða til afnota á eftir fundi. Slysasöjnunin. S. og B. kr. 100.00. M., T. kr. 500.00. □ Huld, 5959417 — VI — 2:: Leiðréldng. — Undir mynd frá 13. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, er birtist á 5. síðu síðasta tölublaðs, hafði eitt orð fallið niður. Þar átti að standa: „NoLkrir fulltrúar Akureyringa, Ey- jirðinga og Þingeyinga“ o. s. frv. Lo.tleiðir 15 ára Framhald af 1. síðu. lagsins við Vatnagarða úti á Reykjavíkurflugvelli. Fyrsta far- þegaafgreiðslan í Reykjavík var við Lækjargötu 10 b, en síðar Hafnarstræti 4, Reykjavík. Sívaxandi flutningaþörf olli því, að félagið jók starfsemi sína mjög fyrstu árin með kaupum á nýjum tegundum flugvéla og fjölgun áætlunarferða. Keyptar voru flugvélar af Grumman — Anson — Catalina — og Douglas- gerð. Til dæmis um flutningana má geta þess, að fyrsta árið fluttu Loftleiðir 246 farþega milli Isa- fjarðar og Reykjavíkur, en síðar urðu þeir 2300. Á þeim sjö árum, sem Loftleið- ir héldu uppi innanlandsflugi varð sú breyting á, frá því er Stin- son-vélin fór fyrst til Vestfjarða 7. apríl 1944, að félagið hélt um skeið uppi áætlunarflugferðum Fíladeljía, Lundargötu 12. Almennar samkomur um liátíðina: A skírdag kl. 8,30 e. h. — Á föstudaginn langa kl. 8,30 e. h. — Á páskadag kl. 5 e. h. — 2. páskadag kl. 5 e. h. — Allir hjartan- lega velkomnir. Hjálprœðisherinn. Fösludaginn langa kl. 20.30 e. h.: Samkoma. — Páskadag kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20,30: Ilá- tíðasamkoma. — Allir velkomnir. Veildarmyrkvi á tungli sást hér á landi í fyrrakvöld á tímanum milli kl. 6 og 8. Er tunglið kom upp fyrir Vaðla- heiðarbrún laust fyrir kl. 8 var myrkv- anum að verða lokið, en þá sást liann greinilega. Delirium Bubonis, gamanleikur bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasonar verður frumsýndur í kvöld undir leikstjórn Flosa Olafssonar. Sléttbakur landaði í fyrradag 250 tonnum í hraðfrystihúsið hér. ----------□----------- Honnes j. Msgnússon skólastjóri Barnaskóla Akureyrar varð sextugur sl. sunnudag. Hefir hann kennt við Barnaskólann síð- an árið 1930 og verið skólastjóri hans síðan Snorri Sigfússon lét af því starfi. Hannes er með þekkt- ustu skólamönnum landsins og einn ötulasti liðsmaður bindind- ishreyfingarinnar. J*á hefir hann gefið út blöð og tímarit fyrir börn og í þágu uppeldismála, rit- að endurminningar sínar, sem út eru komnar af tvær bækur, og fleira mætti telja. -------X--------- með ýmsum tegundum flugvéla milli Reykjavíkur og 15 flughafna innanlands. Sameinirtg flugfélaganna. Á fundi með blaðamönnum ný- lega, lét Kristján Guðlaugsson, formaður félagsstj órnar, þess get- ið, að tveir v.iðræðufundir hefðu verið haldnir við stjórn Loftleiða, varðandi væntanlega sameiningu eða samvinnu flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags Islands. — Kristján skýrði svo frá, að fjármálaráðherra hefði skipað Vilhjálm Þór, aðalbanka- stjóra, til þess að ræða möguleika á þessari samv.innu flugfélaganna. Kristján sagði, að vart væri hugs- anlegt, að sameining flugfélag- anna yrði nokkur lausn á málinu, þar sem starfsgrundvöllur þeirra væri mjög ólíkur, en á þessu stigi málsins væri þó ekki hægt að segja neitt. Engar tillögur munu liggja fyrir um þessi mál enn sem komið er. Flugvélakaup fyrir dyrum. Kristján lét þess getið, að Loft- leiðir mundu verða reiðubúnir til þess að taka þátt í flugfélagi, sem hefði innanlandsflug með höndum. Aðspurður sagði hann, að stöðugt væri unnið að flug- vélakaupum, en þau hefðu dreg- izt vegna mikils verðfalls sem orðið hefði á flugvélamarkaðin- um. Ýmsar flugvélategundir hefðu fallið að miklum mun í verði, sumar allt að einni milljón dollara. Verðfallið leiddi til þess að ákvörðun um flugvélakaup var ekki hraðað, en mun verða tekin innan tíðar. Kristján lét þess get- ið, að ef brautir Réykjavíkurflug- vallar yrði ekki lengdar, þá kynni svo að fara að Loftleiðir yrðu að fljúga til og frá Keflavík. Ekki þurfti þó nema hér um bil 100 m. lengingu á brautir Reykjavíkur- flugvallar, til þess að þær vélar, sem Loftleiðir liafa hug á að kaupa, geti lent þar. --------□-------- ‘ Frd Hfippdrætti H. í. Akureyrarurnboð, III. flokkur. Þessi númer hlutu 1000 kr. vinning hvert: 535, 1534, 1612, 2946, 3166, 3952, 4976, 5214, 5396, 5941, 6009, 6552, 7017, 7024, 8841, 8846, 8978, 8988, 9064, 9832, 9839, 10209, 10626, 11176, 11188, 11718, 11723, 12098, 12185, 12571, 12686, 13229, 13261, 14183, 14255, 14389, 14928, 16057, 18202, 18215, 19010, 20705, 21733, 21738, 22076, 22139, 22237, 22914, 23583, 24005, 25580, 29013, 30584, 31182, 31600, 33434, 35585, 37011, 37050, 42001, 42834, 43085, 43094, 44810, 44859, 44892, 45322, 46986, 47457, 49079, 49116, 49127, 49161, 49242, 49282, 49296. Hver vill deila og drotfna? Jón í Yztafelli segir í kjördæma- málsskrifum sínum í Tímanum 3. marz, að tillögur Sjálfstæðisflokks ins í kjördæmamálinu byggist á hinu gamla hugtaki Rómverja „deildu og drottnaðu." Það situr árcióanlega illa á Framsóknarmanni að vitna til þessara orða og cngu bctur en að nefna snöru í vissu húsi, því að hafi nokkur flokkur i landinu til- einkað sér „drottnunina" i sam- bandi við kjördæmaskipan og kosningalöggjöf, þá er það Fram- sókn. Frá fyrstu tíð hefir hún heimtað sér a. m. k. tvöfaldan rétt á við aðra flokka um skipan Alþingis og þar með áhrif á lög- Greifislur trygpgu í AkureymiMi gjöf og landsstjórn og færi betur á því, að Ján i Yztafelli veldi sér annað „mottó" fyrir næstu grein um málið, ef hann kýs að berja höfði sinu oftar við þann stein. Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingaumboðs Akureyrar og Eyja- fjarðarsýslu greiddi umboðið út á s. 1. ári um 13.5 millj. kr. í líf- eyri, styrki og bætur, auk slysa- bóta og atvinnuleysisbóta. Á Ak- ureyri námu greiðslurnar 9.7 millj. kr. en í Eyjafjarðarsýslu 3.8 millj. kr. Langhæsti liðurinn er ellilífeyrir. --------□------- Hörmulegt slys íyrir austan Það slys varð að Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá á mánudaginn, að ungur maður, Hreinn Þor- steinsson, beið bana við spreng- ingu. Var Hreinn staddur í skúr við íbúðarhúsið, en þar var m. a. geymd olíutunna, er fyrir nokkru hafði verið tæmd. Skyndilega sprakk tunnan með háum gný. Lenti botn hennar á höfði Hreins, er beið samstundis bana. Vanþekking eSa annað verra. Þjóðviljinn gefur þá lýsingu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýlcga, að þangað sé „hóað sam- an" fulltrúum i hundraðatali „án þess að nokkrcr reglur gildi um kosningarétt eða kjörgengi", og að fulltrúarnir „gegni cngum störfum" eins og tiðkist á þingum annarra flokka. Hvort sem hér er um fulla van- þckkingu að ræða eða þvætting að yfirlögðu ráði, þá skal það tek- ið fram, að um kjör til Landsfund- ar gilda ákveðnar reglur eins og að likindum gilda hjá öðrum flokk um. Og á fundinum störfuðu milli 1 5 og 20 nefndir, 20—25 manna, er héldu flestar tvo til þrjá fundi, áður en ályktanir þcirra voru lagðar fyrir fundinn. Stundum varð að kalla nefndir til funda, meðan á umræðum um álit ann- arra nefnda stóðu yfir, og misstu þær þá af umræðunum. En þar sem mörg hundruð manna sækja veröa eins og áður vinsælust og ódýrust. — Þau fást i FILMUNNI (Hafnarstræti 92), sem hér segir: Á laugardaginn 25. marz kl. 9 til 9. Á páskadag kl. 1 til 7. Á fermingardaginn kl. 9 til 4. fundinn úr öllum héruðum lands- ins, er að sjálfsögðu reynt að flýta honum svo sem unnt er. Ferðir á slik þing kosta ætíð vinnutap þeirra er sækja, og uppihald í Reykjavík kostar lika pcninga, og því meiri, sem lcngur þarf að dvelja þar. ------X-------- Auglýsing frá tunglskota- Eins og að undanförnu sjáum við um heimsendingar skeyt- anna og smá fermingargj afir ef þess er óskað. SKÁTARNIR Á AKUREYRI. • öldinni „Framleiðsla okkar er viður- kennd um allan heim, og þótt víð- ar væri leitað.“ N. N. h.f.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.