Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 2
Fyrirhugáut bm~ og afralæk Grenjaðarstað 7. jan. — Á sl. ári gerðist það markverðast, að við Hafralæk fannst rúinlega 70 gráðu heitt vatn og um 8 1/sek. Er fyrirliugað að reisa þar harna- og unglingaskóla fyrir tvo til þrjá lireppa auk félagsheimilis. BÚSKAPUR GEKK VEL Búskapur gekk yfirleitt vel á sl. ári, heyskapur meir en í meðal lagi, fallþungi dilka mun meiri og fleira fé sett á en árið áð- ur. Á Jarlsstöðum er núna íbúð arhús í smíðum og útihús á nokkrum bæjum. Þrjár jarðir voru í eyði í vetur, Mýlaugs- staðir, Hvol og Fagranes II, svo að fólki fækkaði heldur á árinu. Um jólin var veður gott, en veður og færð versnaði milli jóla og nýárs, svo að ekkert varð um messur um áramót. Einnig féll niður jólatréssam- koma, sem fyrirhuguð var fyrir börn. — Félagslíf er annars mjög lítið hér í sveit, sem staf ar að verulegu leyti af því, að ekkert nothæft samkomuhús er :í sveitinni. MANNLÁT. Á árinu hafa látizt fimm bænd ur í hreppnum, Bjarni Gunn- laugsson Hvoli, Kristján Jóna- tansson Norðurhlíð, Njáll Frið- bjarnarson Jódísarstöðum, Jón Karlsson Knútsstöðum og Karl Sigurðsson Knútsstöðum. Er þetta mikil blóðtaka fyrir svo lítinn hrepp, því að allt voru þetta dugandi menn. MERKISAFMÆLI í dag, 7. jan, er Þuríður Þor- bergsdóttir Klambraseli sjötug, kona Kristjáns Jóhannessonar bónda þar. Hún er mjög vel lát in, en hefur verið heilsulítil hin síðari ár. Hinn 14. jan, n.k. verður ní- Erfiðar samgöngur á Arskógsströnd Hauganesi í gær: — Hér hafa aflabrögð verið léleg undanfar- ið, og var sl. ár að því leyti í lakara lagi. Einn bátur, Níels, hefur um nokkurt skeið undan farið haft net í sjó, en aflað lítið Lifað er í von um betri árang- ur á næstu vertíð. Nokkrir menn héðan hafa ráð izt á síldarskip, er veiða fyrir austan, og eitthvað af fólki er farið eða á förum á vertíð syðra Heilsufar hefur verið í betra lagi. Samgöngur tepptust strax í byrju.n norðangarðsins á dögun um, svo að fresta varð fyrirhug uðum áramótaskemmtunum. En í gær var vegurinn ruddur og því ssfemilega fær nú, meðan ekki fennir á ný. — G. N. ræð Guðrún Oddsdóttir Sandi, ekkja Guðmundar Friðjónsson ar. Hún hefur verið rúmföst í nokkur ár, e.n er mjög hress andlega og fylgist vel'með öllu. S. G. MESTI HITI MÆLD- ÍST 92 GRÁÐIR UNDANFARNA daga liafa far ið fram mælingar á borholunni á Laugalandi. Hefur mesti hit inn mælst 92 gráður á 640 m dýpi, en vatnshitinn úr holunni er 89 gráður. Vatnsmagn er ó- breytt, 12—13 1/sek, og Jarð- borunardeild telur þetta hæsta hitastig, er mæ'.zt hefur við bor anir í Eyjafirði. Áformað er að halda borun þar áfram, a.m.k. fram eftir þessum mánuði. Einn ig verður unnið áfram að undir húningi borstæðis í Glerárdal. F ra mkvæmdasl jcraski pti hjá ÖA NÚ um áramótin lét Andrés Pétursson af framkvæmda- stjórastarfi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. og hefur Vil- helm Þorsteinsson skipstjóri verið ráðinn í hans stað. Andrés Pétursson tók við starfi sínu hjá ÚA árið 1958 og hefur á þeim tíma afiað sér mikils trausts og almennra vin sælda meðal bæjarbúa. Hann tekur nú við starfi framkvæmda stjóra niðurlagningarverksmiðj unnar Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði. Vilhelm Þorsteinsson Andrés Pétursson Hinn nýi framkvæmdastjóri Vilhelm Þorsteinsson er kunn- ur Akureyringum sem skipstjóri og aflamaður. Hann er ættaður frá Hrísey en hefur búið hér á Akureyri í nærfellt tvo ára- tugi. Hann er kvæntur Önnu Kristjánsdóttur. — Báðum þessum mönnum fylgja árnaðar óskir í þeirra nýju störfum. ÓLAFUR THORS (Framhald af blaðsíðu 5). _af hlátri, þegar svo bar undir. Eg minnist hins viðmótshlýja manns og kalalausrar fram- komu, sem braut oft og tíðum niður alla múra, sem aðskilja andstæðinga. En Ólafur átti persónusambönd við svarna and stæðinga og þó ævilanga vin- áttu við suma þeirra, þrátt fyrir mjög mikinn skoðanamun. Af þeim ástæðum gat hann oft leyst vandasömustu mál méð skilningi á báða bóga. Hans hisp urslausa framkoma vakti jafn- an gott hugarþel af svefni og gerði sólskinsstund úr hrakviðri og breytti þá gjarna andúð í traust. Eg minnist hins rökfima manns, sem næstum aldrei rak í vörður að rökstyðja mál sitt. Eg minnist hins orðfima manns, sem margir dáðust að oft og tíð um, er hann flutti ræður. Á þennan veg kom úrræðamaður inn Ólafur Thors oftar mér fyr ir sjónir en ég get tölum talið. Að svo mæltu vil ég grípa tækifærið og senda aðstandend um Ólafs beztu kveðju og eink- anlega ekkjunni, frú Ingibjörgu Thors, sem hafði burði og at- gervi til að verða honum sú stoð og styrkur, sem bezt reynist, og þá sérstaklega, þegar mest á reyndi. Bjartmar Guðmundsson. t t t AÐ SKILNAÐI er okkur ljúft að minnast þeirra, sem við dá- um eða okkur þykir vænt um. Vonandi er, að sú hlýja, sem með okkur býr, megi með ein- hverjum hætti berast til þeirra, sem þá er minnzt. Hitt er þó ef til vill nær, að við þurfum þeirra fremur við en þeir okk- ar. Og víst er um það, að ís- lenzku þjóðinni er þörf á minn j ... 9* EFTIR „JÓLAVEÐRIÐ.“ Vel gæti bíll verið falinn í skaflinum lengst til vinstri. Víða um bæ- inn mátti sjá ökutæki nær kaffennt á síðasta degi ársins. — Ljósmynd: K. Hjaltascn. ingu og fordæmi þess leiðtoga síns, sem hún hefur kvatt af óvenjulegri alúð þessa fyrstu daga ársins. Öllum ber samau um, að hann hafi verið manna sættir, svo að af bar, og verið eiginlegt að laða þá til sam- starfs, er áður stóðu öndvert. Mér finnst ég sjái í náinni framtíð upphaf mikilla breyt- inga í íslenzku stjórnmálalífi, þar sem margir kraftar, er nú streitast á, verða samtaka fyrir heildarhag, í anda hans, sem. nú er kvaddur. Eg kynntist ekki Ólafi Thors persónulega og átti ekki eins- legt tal við hann, en fyrir löngu hreifst ég af persónu hans og snilli, eins og hún birtist mér í fjölmörgum fundarræðum hans, er mál hans leiftraði af eld- móði, hugkvæmni og húmor, sem vísast hefur verið úthverf- an á dulri og djúpri alvöru. Eft- ir fjögurra ára starf við ræðu- skriftir á Alþingi hlaut ég og; að dást að fimi hans í kapp- ræðum, hve gersamlega hann 0 afvopnaði andstæðingana og eyddi málatilbúnaði þeirra jafu vel hvað helzt þegar aðsóknin var snörpust og mér sýndist fæst til varnar. En þó hreifst. ég ekki sízt af honum þá fáu fundi, er ég sat í þingflokki Sjálfstæðismanna, og þá varð: mér enn Ijósara en áður, hví- líkur foringi og þjóðvinur hanu var. Vera má, að mér sé nú dirfska hans efst í hug. Á þessum jafn- aðartímum þorði hann að skara. fram úr og standa upp úr, að vera umfram aðra menn. ÞorðL jafnt að vera fínn, svo að tiL sundurgerðar hefði verið metið öðrum, sem að ráða- og ríkjaj stýra siglingu heillar þjóðar, þegar krappur var sjór og vand. ratað til hafnar. Þessi dirfska hans, samfara mikilli mildi, er höfðingja einkunn. Fyrir hönd Kjördæmisráðs Sjálstæðisflokksins á austan- vex-ðu Norðurlandi flyt ég hug- heila þökk fyrir sleitulaust starf hans í þágu flokks og þjóðar. Frú Ingibjörgu Thors færi ég innilegar samúðarkveðjur við fráfall eiginmanns hennar, for ingja okkar, — og merkið stend ur. Gísli Jónsson. ÍSLENDINGUR fæst í lausa- sölu hér í bæ í Blaðavagninum, Bókaverzl. Huld, Borgarsöl- unni, Verzl. Höfn, og í Reykja- vík í Hreyfilsbúðinni við Kalk- ofnsveg. Á Húsavík í Bóka- verzl. Ingvars Þórarinssonar, á S:glufirði í Bókaverzl. Lárusar Blöndal og í Ólafsfirði í bóka- ( verzl. Brynjólfs Sveinssonar. , ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.