Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 4
ÍSLENDENGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern íöstudag. — Útgeíandi: KJÖRDÆMISRÁÐ, -7- Ritstjóri og óbyrgðar- maður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Auglýsingar og aígreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 12201. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Bjornssonar h.f., Akureyri. OLAFUR THORS Kveojur Nú er skarð fyrir skildi” „Nú grætur mikinn mög, Mínerva táragjörn“, varð Bægisárskáldinu, sr. Jóni Þorlákssyni að orði, er hann frétti lát vinar síns og starfsbróður, sr. Magnúsar á Tjöm í Svarfaðardal. Líkt munu Sjálfstæðismenn hafa hugsað á síðasta degi lið- ins árs, er þeim barst helfregnin: Ólafur Thors er látinn. Og þó má segja, að andlátsfregnin hafi ekki komið með öllu á óvart. Þessi glæsilegi flokksforingi — og á langtímum þjóðarleiðtogi, var áður búinn að draga sig í hlé við fremstu víglínu stjórnmálaátakanna og efaðist enginn um, að í henni hefði hann staðið, meðan stætt var. Öllum var ljóst orðið, að önn og erfiði hans á akri stjórnmálanna um ára- tugi hafa smámsaman lamað þrek hans, og mun læknum hans hafa verið það ljósara en honum sjálfum. Ólafur varð ekki gamall maður, og vart mundi það hafa verið honum að skapi, að ellin beygði hann smátt og smátt með þunga sínum. Hann kvaddi sáttur við lífið og samtíð- ina. Ólafur Thors var í einu og öllu manna- og grannasættir. Tyrir kom, að hann yrði innan síns eigin flokks að setja ágreining niður, og þar hefði engum öðrum betur tekizt. Og milli stjórnmálaflokkanna varð hann á stundum að bera klæði á vopn með mikilsverðum árangri, svo sem dæmin og ummæli margra stjómmálaandstæðinga hans sanna. Honum var mikið í mun, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði síungur. Þess vegna hvatti hann unga menn til þátttöku í þjóðmálastarfsemi, og enginn flokkur mun liafa átt meiri völ ungra manna í kjöri við Alþingiskosningar síðustu tvo til þrjá áratugi, og e. t. v. er það þetta viðhorf Ólafs Thors, sem orðið hefur til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn á í dag meira fylgi að fagna meðal ungs fólks en nokkur annar stjómmálaflokkur. Vera má, að hugur Ólafs Thors hafi í æsku fremur staðið til annars en stjómmála: Atvinnurekstrar í nýjum stíl, bók- mennta, fagurfi-æði, — lista í einhverri mynd, enda var hon- um allt j>etta hugleikið. Og j>ótt segja megi, að stjómmálin hafi tekið hug hans allan í nær 4 áratugi, j)á munu æsku- hugsjónir af öðrum toga hafa lifað sínu lífi í undirvitund- inni. Þeir eru ekki margir, sem kost eiga á vellaunaðri atvinnu og hægu lífsstarfi á ungum aldri, að jieir varpi jní frá sér til að gerast forvígismenn í illvígum og óvinsælum stjóm- málaátökum. En Ólafur Thors kaus sér J)að erfiða hlutverk. Hann vildi vinna að jiví, að rétta hag samferðamannanna úr kútnum og greiða Jjjóðinni veg úr myrkrinu fram í ljós- ið. Og vissulega má hann vel una árangrinum, sem náðst hefur. Einn mikilhæfasti framherji okkar er nú horfinn bak við tjaldið, hreggbarinn úr veðrum íslenzkrar stjómmálabar- áttu, en J)ó flestum stjómmálamönnum betur væddur í lif- anda lífi gegn ágjöfinni, er á slíkum mönnum dynur, brynj- aður meðfæddu glaðlyndi og óvenjulega traustri skapgerð. Megi ungu mennirnir í dag hafa bjártsýni, drengskap og sanngirni Ólafs Thors að leiðarljósi. FREGNIN á gamlársdag um andlát Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, mun hafa kom ið flestum á óvart, þótt vitað væri, að hann ætti við van- heilsu að stríða. Hann var dul- ur um einkahagi, og um veik- indi sín vildi hann sízt ræða. Hann tók þeim með karl- mennsku sem öðru andsteymi. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Ólafs Thors. Það er í stórum dráttum gert á öðr- um stað í blaðinu. Hans var og rækilega minnst af nánustu sam verkamönnum og vinum í dag- blöðunum sl. þriðjudag, er út- för hans fór fram frá dómkirkj- unni í Rvík. Um Ólaf Thors og hinn merka þátt hans í ísl. stjórnmálum, hefir þegar mikið verið skrifað. En aðalþættirnir eru þó eftir. Þá munu sagnfræð ingamir rita. Þessar línur mínar eru aðeins fátækleg kveðjuorð um leið og ég votta konu hans, börnum og öllu venzlafólki, fjær og nær, innilegustu samúð mína og minna. ■ Að þeim er kveðinn mikill harmur, og ísl. þjóðin hef ir misst mikils, en enginn má sköpum renna. Við það hljóta allir að sætta sig. Eg hafði mín fyrstu kynni af Ólafj Thors í þinghúsi Hrafna- gilshrepps, en þar mætti hann á stjórnmálafundi. Eg mun þá hafa verið innsin við fermingu, en fylgdist af áhuga með öllu, sem gerðist á fundinum. Mér varð alveg sérstaklega starsýnt á Ólaf. Bæði framkoma hans og ræðuflutningur snart mig. Við persónu hans var eitthvað framandi, eins ög vindgustur frá hinum stóra heimi. Síðan þetta gerðist hefi ég á mörgum árum kynnst Ólafi Thors all-náið. Eg hefi eins og fleiri verið heillaður af lífs- þrótti hans, kyngikrafti, ráð- snilld og þrautseigju, þegar í harðbakkann sló, sem oft kom fyrir. En eftir því sem árin liðu, er hann mér þó minnisstæðast- ur sem hjartahlýi drengskapar- maðurinn, er allra vanda vildi leysa og bezt reyndist er á móti blés. Ólafur Thors var allra manna glaðastur og reifastur, er það átti við. Skemmtilegri maður var vandfundinn. En hann var alvörumaður, sem krufði vanda málin til mergjar og helgaði landi sínu og þjóð starfskrafta sína óskipta. Vinnudagur Ólafs Thors var oftast nær langur. En hann flíkaði því ekki við náungann. Samstarfsmönnum hans ber öllum saman um, að hann hafi átt óvenju létt með að setja sig inn í mál og finna kjarna vandans. Skýrir það án efa m. a. hversu oft það féll í hans hlut að ráða fram úr, er flestar leiðir virtust lokaðar. Allsstaðar þar sem hann kom, ekki síður utan lands en innan vakti framkoma hans athygli og virðingu. Hæfileikar hans sem stjórn- málamanns voru hvarvetna ó- umdeildir.' Ungur að aldri hóf Ólafur Thors þátttöku í stjórnmálabar- áttunni og hélt henni áfram með an heilsan leyfði. Vegna frá- bærra hæfileika og mannkosta gerðist hann forustumaður stærsta stjórnmálaflokks þjóð- arinnar, og naut óskoraðs trausts fylgismanna hans allt á leiðarenda. Um athafnir Ólafs Thors á stjórnmálasviðinu hlaut stundum að standa styrr, enda féll oftast í hans hlut að ráða fram úr, er mest á reið. En á hverju sem gekk var hann jafn an virtur af andstæðingunum, varla mun nokkur þeirra hafa borið til hans kala. Þrátt fyrir andstæðar skoðanir, og á tíð- um harðar rimmur, mátu þeir hreinskilni hans og kjark. Vel- vildin var tvímælalaust ríkasti þátturinn í lyndiseinkunn Ólafs Thors. Það fundu allir, sem kynntust honum eitthvað að ráði. Frá eiginkonu sinni, Ingi- björgu, fékk Ólafur mikinn og góðan styrk. Mannkostir henn- ar eru svo alkunnir, að ekki þarf að fjölyrða. Nú er Ólafur Thors horfinn af sjónarsviðinu til ókunnu land- anna stói'u. Ástrík eiginkona, börn og vandamenn, sakna hans sárast. Við, sem nutum forustu hans, hollra ráða og umhyggju, sökn- um hans. íslenzka þjóðin hefir enn einu sinni orðið að horfa á bak einum sinna beztu sona. Við þökkum Ólafi Thors sam fylgdina og ógleymanlegu kynn in — og kveðjum hann með þeirri bæn til guðs, að íslenzka þjóðin megi í friði þroskast og dafna, á komandi árum. Það er í samræmi við lífsstarf hans. Jónas G. Rafnar. t t t EF ÍSLENZK náttúra ætti að klæðast gervi manns, hlyti sá maður að líkjast mjög Ólafi Thoi-s. Stórskorið andlit og svip mikið, en hreint og aðlaðandi, tíguleg reisn í framgöngu og limaburði og bylgjandi hárið eins og úfið haf. Hin ytri glæsi- mennska ein út af fyrir sig var nægileg til þess, að hann vekti hvarvetna athygli. Þegar við bættist hinn sérstæði og karl- mannlegi málrómur, vai'ð það til þess, að fólk eigi aðeins hoi-fði heldur einnig hlustaði. Og það var sannarlega þess virði að hlusta. Ymsir íslenzkir stjói-nmálamenn samtíðarinnar eru vafalaust jafnokar Ólafs Thoi-s að mælsku, en ég efast um, að nokkur þeix-ra eigi þá leiftrandi hnyttni og skjótleik í sláandi tilsvörum og Ólafur Thors, þegar hann var í víga- hug. Og hann gat glætt klukku tíma stjórnmálaræðu á skemmtisamkomu slíku lífi, að jafnvel börnin hlustuðu þögul og hugfangin. í hita pólitískra kappi-æðna var Ólafur Thors æ- tíð meðal hinna vígfimustu og ósjaldan munu allir hafa orðið að viðurkenna, að hann hafi farið með sigur af hólmi, þótt um það sé oftast ei'fitt að dæma. Mörg tilsvör hans munu lengi lifa. Andstæðingar hans sögðu stundum í hnjóðs skyni, að hann væri leikari. Eg myndi se'gja hið sama, en honum til hins mesta lofs. Erum við ekki í rauninni öll leikarar á leik- sviði lífsins. Spumingin er að- eins sú, hvort við getum lifað okkur svo inn í hlutverkið, að við getum skilað því sönnu og falslausu. Þannig skilaði Ólafur Thoi-s sínu hlutverki, og því var hann eigi aðeins í augum samherja sinna heldur margra annarra hinn sjálfkjörni lcið- togi. Og þegar hann nú er kvadd ur með djúpum söknuði allra þeirra, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum og stai-fa með honum, munu allir játa, að leiðsögn hans hafi verið gott og farsælt að hlýta. En glæsimennskan, málflutn- ingur og hnyttni í svörum, vei'ða þó ekki þau einkenni Ól- afs Thors, sem gera hann hug- ÍSLENDINGUL

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.