Íslendingur


Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 5

Íslendingur - 08.01.1965, Blaðsíða 5
stæðastan þeim, sem kynntust honum náið, heldur manngæzka hans, hreinlyndi og drengskap- ur. Skap hans gat ólgað eins og íslenzkur veðurofsi, en það var einnig milt og blítt eins og ís- lenzkt veður getur fegurst ver ið. Flest munum við fremur vilja á íslandi búa en í nokkru öðru landi, þótt veðurfar sé þar þægilegra. Eg held, að skap- lyndi Ólafs Thors hafi öðru fremur laðað menn að honum, þótt margir yrðu fyrir óþægileg um gosum einstöku sinnum. Ein fyrstu kynni mín af Ólafi Thors voru þau, að hann jós yfir mig bullandi skömmum, og ýmsa dembuna átti ég eftir að fá, er samstarf okkar varð nánara, og flestir nánustu samstarfsmanna hans geta vafalaust sagt svip- aða sögu. En einhvern veginn var það svo, að hjartahlýjan og vinarhugurinn milduðu svo orð in, sem stundum gátu verið býsna hörð, að í stað sárinda urðu vináttuböndin sterkari og það var þá heldur ekki af hans hálfu verið að erfa það, þótt einarðlega væri svarað. Á því sjö ára skeiði, sem ég var framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, átti ég svo náið samstarf við Ólaf Thors, að við töluðum saman flesta daga og um hin óskyldustu málefni. Þá fann ég bezt hina miklu mann- kosti hans og skildi til hlýtar svar eins hins ágætasta þing- manns Sjálfstæðisflokksins, sem á sínum tíma neitaði að styðja Ólaf Thors við myndun nýsköp unarstjórnarinnar, þegar ég spurði hann hvernig þá hefði tekizt að forða klofningi í flokkn um. Hann svaraði eitthvað á þá leið, að menn gætu gert það fyrir Ólaf Thors, er menn gerðu fyrir engan mann annan. Eg minnist þess oft í mestu anna- tið Ólafs Thors sem forsætis- ráðherra, að hann hringdi til mín til þess að spyrjast fyrir um einhver persónuleg vandamál þingmanna eða annarra vina og kunningja og velta fyrir sér úr- ræðum til þess að bæta úr þeim. Ólafur Thors komst ekki hjá því um dagana að taka margar og vandasamar ákvarðanir. Halda mætti, að maður, sem svo oft var kjörinn til leiðsagnar um hin örlagaríkustu mál þjóð- arinnar, hefði smám saman mót ast svo, að hin minni mál yrðu honum léttvæg, en mér er sér- staklega minnisstætt hversu hann alla tíð átti erfitt með að gera ráðstafanir, er gætu sært einhvern persónulega. Þannig var manngæzka hans. Það var oft reynt að gera Ólaf Thors tortryggilegan með því, að hann væri málsvari útgerðarauðvalds og atvinnurekendavalds. Þær raddir hljóðnuðu að vísu mjög á síðari árum, enda fjarri öllum veruleika. Ólafur Thors trúði á framtak einstaklingsins sem hinn sterkasta aflgjafa framfara í landinu, en hann var aldrei myrkur í máli víð atvinnurek- enduraa um það, að þeir ættu að vísu að fá eðlilega umbun síns framtaks, en til þess væri þeim þó fyrst og fremst veitt athafnafrelsið að bæta lífskjör alls almennings. Og ég minnist orða hans í atvinnurekendahópi eitthvað á þessa leið: Ykkur þarf ekki að hjálpa, því að þið getið bjargað ykkur sjálfir, en flokkurinn þarf að sjá hinum efnalitlu farborða. Það varð hlutverk Ólafs Thors að leiða Sjálfstæðisflokkinn gegnum hina mestu pólitíska umbrotatíma, þegar ný viðhorf sýndu fánýti margra gamalla kenninga, mörg grundvallar- vandamál voru skoðuð í nýju Ijósi og ný kynslóð kjarnorku- aldar var að vaxa upp. í gegn- um allt þetta mikla öldurót leiddi Ólafur Thors flokk sinn eigi aðeins óskaddaðan heldur sterkari en nokkru sinni fyrr. Þá kom sá eiginleiki Ólafi í beztar þarfir, að hann var aldr- ei kreddubundinn heldur fyrst og fremst mannlegur. Honum var það meir að skapi að hlusta á hjartaslög mannlífsins í kring- um sig heldur en ríghalda í kennisetningar. Grundvallar- stefnuna, trúna á einstakling- inn og baráttuna fyrir þroska hans og velgengni, boðaði hann alla tíð á þann hátt, að unga kynslóðin fann það vera boðskap líðandi stundar en ekki fortíðarkreddukenningu. Eg átti þess oft kost að ræða í ein rúmi við Ólaf Thors um stjórn- málaviðhorf hans. Þær viðræð ur hafa reynzt mér ómetanleg- ar og jafnframt sýnt mér inn í hugskot göfugs manns, sem átt hefir þá hugsjón stærsta að nota það mikla traust og vald, er honum var veitt, þjóð sinni til sem mestrar farsældar. Ólafur Thors taldi ísleridinga aldrei þurfa að biðja afsökunar á smæð þjóðarinnar, og aldrei var reisn hans meiri en í um- gengni við ráðamenn hinna stóru þjóða. Ummæli margra þessara manna leiða glöggt í ljós hrifningu þeirra og virð- ingu fyrir leiðtoga hinnar litlu þjóðar við nyrzta haf. Sagan á síðar eftir að leiða í Ijós, hversu þessi þáttur í framkomu og mál flutningi Ólafs Thors hefir ork að miklu í þá átt að sanna til- verurétt okkar litlu þjóðar í umbrotasamri veröld. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé, að nú sé af sjónar- sviði okkar þjóðar horfinn svip mesti stjórnmálamaður samtíð- arinnar. Hann vann þjóð sinni Frá útfararathöfninni í Dómkirkjunni. ómetanlegt starf, hann var sam herjum sínum eigi aðeins mik- ill leiðtogi heldur eigi síður sannur vinur og hann ráðstafaði sínum pólitísku völdum á þann hátt, að eigi varð á betra kosið. Það er erfitt að hugsa sér ís’.enzkt stjórnmálasvið án Ól- afs Thors, en lífið verður að hafa sinn gang, og það væri sízt í anda hans að sýta orðinn hlut heldur að einbeita sér með krafti og kjarki að vandamál- um líðandi stundar. Eg kveð með trega góðan vin sem ég á mikið að þakka. Öll var hans lífsganga með þeim manndómsbrag og mannúðar- hug, að ég veit að framtíðartil- veran mun verða honum ham- ingjurík. Hans ágætu og mikil- hæfu eiginkonu og öðrum ást- vinum bið ég blessunar guðs. Guð blessi för þína til fyrir- heitna landsins, kæri vinur. Vin arhugur og þakkarkveðjur tug þúsunda vina og samherja fylgja þér. Magnús Jónsson ÞEGAR Ólafur Thors hverfur af því sviðinu, sem takmarkað- ast er og bundið fáeinum ævi- árum aðeins, segir maður við mann: Hér hefur orðið mikið skarð fyrir skildi og mun lengi standa autt og ófyllt. Einu gildir næstum, hvort viðræðan er við sti-jábýlismann norður í landi, austur eða vest ur, ellegar við íbúa Stór-Reykja víkur. Þetta er almannarómur og alþjóðarálit. Einu gildir einn ig eða næstum því, hvort í hlut á samherji Ólafs Thors eða svar inn andstæðingur, er áður hlóð að honum áfellisorðum og orða leppum, sem ekki er eftir haf- andi. Nú geta merin verið á einu máli um, að þar sem hann fór, hafi mikill þjóðarleiðtogi um götu gengið, sem verðskuld að hafi mikla tiltrú og mikið traust. Eg rek ekki æviferil Ól- afs, enda væri það mikil bók að skrifa. Eg ber ekki einu sinni við að rekja drög að áthafna- sögu hans. Það munu aðrir gera á mörgum stöðum bæði nú og síðar. Það er aðeins svipmót þessa úrræðamanns, atgervi og eldsnögg viðbrögð, sem vaka skýrast í huga mér. Fjöldi at- vika er mér ógleymanlegur. Eg minnist hins glaða og reifa manns í karlmennsku hans og ósérhlifni, þegar vanda bar að höndum. Eg minnist hins fima manns, sem greip hvert spjót á lofti og sendi til baka. með eld snöggu snarræði. Eg minnist hins lífsglaða manns, sem ævin lega hafði spaugsyrði á hrað- bergi, jafnt þó þungar áhyggj- ur dyldust undir yfirborði. Eg minnist þess manns, sem gerði góðlátlegt gaman að örðugleik um í sinn hóp og engu síður góðlátlegt gaman að sjálfum sár, meðan hann leitaði úri'æða sem hann var mjög fundvís á og flestum öðrum fremur. Eg minnist hins fyndna manns og orðfima, sem með einu orði eða leiftrandi setningu gat hrifið áheyranda og komið heilum hóp hlustenda til að veltast um (Framhald á blaðsíðu 2). ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.