Íslendingur


Íslendingur - 06.05.1981, Síða 4

Íslendingur - 06.05.1981, Síða 4
Útgefandi: fíitstjóri og ábm.: Auglýsingastjóri: Gjaldkeri: Dreifingarstjóri: fíitstjórn, simi: Auglýsingar, simi: Askriftargjald: Lausasala: Auglýsingaveró: Prentun: Islendingur hf. Kristinn G. Jóhannsson Guölaug Siguröardóttir Ottó Pálsson Sigurlína Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 35.00 á árstjóröungi kr. 4.00 eintakiö kr. 36.00 dálksm. Prentsmiöja Björns Jónssonar Vaknað til samráðs Hið íslenska efnahagsundur er sífellt kraftaverkaf þeim toga að á sér fáar hliðstæður. Það minnir á ýmsa aðra leiki sem við finnum upp í fásinninu og lifum okkur svo inn í að alit verður þetta eins og í alvörunni. Við göngum um grafalvarleg á svipinn rétt eins og ekkert hafi í skorist og meira að segja eru þeir til, sem geta rætt um íslensk efnahagsmál í dag rétt eins og þau séu einhver meiri háttar vísindi. Verðstöðvun, aðhald, niðurtalning á uppleið, hjöðnun eða hvaða nöfn sem við gefum ringul- reiðinni, þessum dúrótta svefni sem menn.vakna upp af á þriggja mánaða fresti. Vakna til að hafa samráð við aðila vinnu- markaðarins, sem auðvitað hafa ekki heldur hugmynd um hvert stefnt hefur fyrr en allt er búið og gert og svefnhöfgi lagstur yfir á ný, að höfðu samráði. Menn ganga ábúðarfullir til samningaþjarks í marga mánuði með alla ábyrgð alþýðu manna á herðunum og þegar samningar síðan loksins nást eru þeir umsvifalaust skertir með lögum, að höfðu samráði væntanlega, og því svarað með þögninni. Stjórnvöld kukla við vísitöluna í svefnrofunum svona rétt á meðan verið er að reikna út og saína bak við heimagerða stíflu öllum vandamálunum, sem hrannast upp næstu þrjá mánuði, en að því kemur auðvitað að stíflan brestur og holskeflan steypist yfir þó ekki fyrr en samráð hefur verið haft. Atvinnurekstur berst í bökkum, atvinnuleysi uggvænlegt ekki síst hér fyrir norðan á meðan forsætisráðherra og vinnuveitendur þegja hver framan í annan á fundi þeirra síðarnefndu og menn fá launin sín í kvittunum fyrir sköttum sem auðvitað voru lagðir á að höfðu fullu samráði. Síðan er kjarabaráttan rekin af forystumönnum sem telja það vænlegast að reka baráttuna með mismunandi hætti eftir því hvaða stjórnmála- flokkar sitja í stjórn hverju sinni og telja það best hæfa hagsmunum umbjóðenda sinna, enda hafa stjórnvöld auðvitað fullt samráð við launþega- hreyfingarnar eins og nýjustu dæmin sanna. Til eru þeir, jafnvel, sem furða sig á því að dæmið skuli ekki ganga upp og allt vera í lukkunnar velstandi þegar hugsað er til þriggja mánaða í senn og engin langtímastefnumörk sór dagsins Ijós. En hvað erum við að ergja okkur nú þegar rótt eitt rumskið er afstaðið, við skulum bara vaka og vera góð og líta björtum augum tilframtíðarinnar, enda ekki ástæða til annars því ekki er hætta á að hið íslenska efnahgsundursofi yfirsig. Þaðvaknar til að stöðva hávaðann í vekjaraklukkunni á tilsettum tíma og að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins að sjálfsögðu. Kr. G. Jóh. Geðvernd er ein af meginui Douglas Cummings og Philips Jenkins Svo sem getið var stuttlega í síðasta blaði hefur nú skapast aðstaða til iðjuþjálfunar á T-deildinni að Skólastíg 7 á Akureyri og hefur það ekki síst tekist vegna framlags Kiwanismanna til geðverndarmála. Eins og kunnugt er skiptist starfsemi Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri í marga þætti. Meðferð sjúklinga fer fram á ýmsum deildum eftir eðli sjúkdómanna. Ein af deildum sjúkrahússins er T-deild, sem sinnir sérstaklega öllum þeim á Norðurlandi eystra sem eiga við að etja viss- ar tegundir geðsjúkdóma eða geðkvilla og hafa ekki fengið viðhlítandi læknisþjónustu annarsstaðar í fjórðungnum. Má nefna sjúklinga með sturlun, taugaveiklun eða drykkjusýki svo að nokkur dæmi séu nefnd. T-deildin hóf starfsemi sína 1. mars 1974. Hún var fyrsta árið til húsa að Álfabyggð 13, en síðan Skólastíg 7, sem Fjórðungssjúkrahúsið er nú búið að kaupa. Skólastígur 7 er hentugt húsnæði fyrir þessa starfsemi að mörgu leyti, en verður fljótlega of lítið, þegar næstu þróunaráfangar sjá dagsins ljós. Margt hefur áunnist á 7 ára sögu deildar- innar og málefni geðsjúkra þokast í rétta átt hægt og hægt þótt nokkuð vanti enn á að þeir njóti jafnréttis á við aðra sjúklinga. Hlutverk T-deildar T-deild er ætlað það hlutverk að sjá um meðferð á veikum eða illa höldnum einstaklingum með bráða geðlæga sjúkdóma hvenær sem þess er óskað. Það hefur tekist mjög vel að skil- greina þetta hlutverk og gera það ljóst, og þess vegna m.a. hefur aldrei myndast biðlisti svo heitið geti. öllum hjálparbeiðn- um er sinnt jafnóðum og þær berast, en þá er líka rétt að geta þess að veikustu sjúklingarnir, þeir sem eru óðir eða örvita vegna sturlunar og þurfa með- ferð á lokuðum geðdeildum meðan veikindi þeirra eru í há- marki, eru sendir á spítala í Reykjavík, en koma yfirleitt hingað á T-deild í- framhalds- meðferð eftir að þeir eru komnir það vel til sjálfra sín að geta ver- ið á opinni geðdeild. Sjúklingar og starfsfólk Deildin getur hýst 7 sjúklinga í einu. Auk þess er hugsað fyrir þörfum dagsjúklinga sem geta verið mismargir, þó aldrei fleiri en 5 alls, ef hin plássin eru full- setin. Enn má nefna eftirmeð- ferð og göngudeild, sem þjóna ótilteknum fjölda, enda er þar lang oftast um að ræða eitt við- tal í viku eða sjaldnar. Að öllu samanlögðu eru það um 150 til 250 manns á ári", sem notfæra sér þjónustu T-deildar að meira eða minna leyti. Á T-deild vinna nú rúmlega 10 manns, sumir eru í hluta- starfi, stöðugildi eru alls 8. Á deildinni vinnur einn geðlæknir, Brynjólfur Ingvarsson, einn geð hjúkrunarfræðingur, einn fé- lagsráðgjafi í /2 starfi, einn kennari í hálfu starfi, sjúkra- liðar, einn geðsjúkraliði, einn uppeldisfræðingur auk annarra. Gestir við opnun iðjuþjálfunar að Skólastig 7. með tónleika í Douglas Cummings - sellóleikari og Philip Jenkins - píanóleikari eru á tónleika ferð um landið í byrjun maí. Þeir leika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Borgarbíói n.k. laugar- dag 9. maí og hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Tónlistarfélagið hefur haldið 5 áskriftartónleika á vetrinum, sem hafa verið vel sóttir. Tónleikarnir á laugardaginn eru aukatónleikar, en þeir sem hafa verið félagar í vetur fá aðgöngumiða á niðursettu verði við innganginn, og eiga allir félagar að hafa fengið fréttabréf þar að lútandi. Listamennirnir leika einnig á tónleikum í Reykjavík, Njarðvík og á ísafirði í þessari ferð. Á efnisskrá þeirra verða sónötur eftir Beethoven, Britten, Debussy og Shostakovitch. Douglas Cummings hefur hlotið margsháttar viðurkenningu sem sellóleikari og er í hópi fremstu sellóleikara Bretlands. Á náms- árum sínum við Royal Academy og Music í London vann hann öll verðlaun, sem þá voru veitt fyrir sellóleik. Framhaldsnám stundaði hann hjá André Navarra í París og Gregor Piatogorsky í Kaliforníu. Tuttugu og þriggja ára gamall var hann valinn sem fyrsti sellóleikari í Lundúna - Sinfóníuhljómsveitinni og hefur nú gegnt því í 12 ár. Douglas Cummings var einn af stofnendum „London Virtuosi“ ásamt James Galway, Georgiadis o.fl. Borgarbíói á laugardaginn Á efnisskránni eru sónöíur eftir Beethoven Britten, Debussy, Shostakovitch Douglas Cummings. Philip Jenkins er velþekktur hérlendum tónleikagestum, bæði fyrir einleikstónleika sína og marga ónleika með ýmsum af okkar kunnustu hljóðfæraleikurum. Philip starfaði um árabil sem pianó- kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, en er nú professor við Konunglegu Tónlistarakademíuna í London. Á námsárum sínum hlaut hann ýmis verðlaun fyrir framúr- Philip Jenkins. skarandi námsárangur, þ.á.m. gull- verðlaun kennd við Mc farren og Dove. verðlaunin. í alþjóðlegri keppni píanóleikara vann hann verðlaun kennd við Harriet Cohen. Fyrir rúmu ári lék Phili'p inn á hljómplötu verk eftir Szymanowsky Ravel og Prokofiev og fékk þessi plata frábæra gagnrýni, m.a. i hljómplöturitinu „Record and Recording“. 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.