Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 14.10.1970, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 14.10.1970, Blaðsíða 2
Z ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 14. OKT. 1970. hm v> Mnm jr D|P * V ■ ■ 7“ ■ m u m m “T* * IC OIMUR* * ^ Fegrun og snyrting Vindur og kuldi gera nefið á okkur rauðara en við kærum okkur um, neglurnar brotna, varirnar springa og hendur og fætur fá rauðleitan lit, lítt fegrandi. — Hér á eftir fara ráðleggingar við nokkrum spurningum, sem oft vakna á þessum árstíma. ÞURRAR VARIR Berið lanolinkrem á var- irnar að kvöldinu, þurrkið laust yfir með bréfþurrku, end urtakið þetta að morgninum, áður en borðað er. Áður en farið er út í kulda, er sett þunnt lag af varasmyrsli undir varalitinn. Gerið þetta nokkr- um sinnum yfir daginn. Haldið þessu áfram meðan kalt er í veðri. ER HÁRIÐ ÞURRT OG RAFMAGNAÐ? Verst er það á veturna, þeg- ar mikiji er verið inni í þurrum miðstöðvarhita. Notið brenni- steinslaust shampo fyrir þurrt hár og skolið með hárnæringu. Notið ekki bursta með gerfi- hárum, heldur ekta hárum, og notið stálgreiðu. — Gott er að slcipta oft um shampo. ERU HNÉN SVER? Margar stúlkur fá rauð og þrútin hné og jafnvel fætur í kuldum. Nuddið hnén duglega með örlitlu vaselíni á hverju kvöldi. Eitt kvöld í viku eru þau einnig burstuð með vatni og sápu og síðan nudduð með pimpsteini. Sé húðin grá og ljót, verður hún ljósrauð og falleg aftur, ef sett er örlítið ræstiduft á bursta og burstað varlega. Þetta má einnig gera við olnbogana. FLAGNA NEGLURNAR? Sé manni kalt á höndunum, verða neglurnar stökkar og brotna. Þess vegna er nauð- synlegt að hafa hlýja hanzka eða vettlinga úti við. Sitjið einu sinni eða tvisvar í viku með neglurnar ofan í iítilli skál með volgri olivenolíu eða bara salatolíu í. Setjið á 2 — 3 lög af naglalakki og einnig undir neglurnar, ef þær eru Iangar. Notið aðeins sandpapp írsþjöl, þegar neglurnar eru stökkar. Mýkið naglaböndin með kremi, sem til þess fæst og ýtið þeim upp meðan þau eru mjúk. ER NEFIÐ RAUTT? Mörgum stúlkum er það mikið áhyggjuefni að vera með rautt nef í kuldum. Það er nú heldur ekki prýði að því, en ekkert þýðir að vola, því lítið er við þessu að gera. Hlífið nefinu með góðu kremi undir dagkremið og púðrið það að- eins. Haldið svo hlýju á nef- inu með trefli eða uppbrettum kraga og huggið ykkur við, að brátt hlýnar í veðri. Stundum hjálpar að nudda nefið svo- lítið áður en farið er út í kulda. ER HCÐIN f ANDLITINU ÞURR? Notið þá ekki vatn og sápu á andlitið, heldur milda hreinsi mjólk og mjög dauft andlits- vatn, janfvel aðeins kamillute. Berið ríflega af rakakremi á andlitið á eftir. Sé húðin það þurr, að stríkki á henni, er gott að pensla hana með volgri olivenolíu. Látið ölíuna drag- ast vel inn í húðina og þvoið það sem eftir er í burt með mildri sápu og vatni. Berið síðan á rakakrem. ERU HENDURNAR HRjCFAR? Feitt lcrem, handáburður og svolítið af volgri olíu til skipt- is, getur fengið þrútnar og rauðar hendur til að verða mjúkar og hvítar. En munið að þvo alltaf hendurnar úr volgu sápuvatni áður en krem eða annað er borið á, annars getur húðin ekki tekið til sín fitu- efnin. Bezt áhrif hefur að bera á hendurnar að kvöldínu, en gott er að bera nokkrum sinn- um á þær handáburð yfir dag- inn. ERU HRUKKUR KRINGUM AUGUN? Þær eru mun greinilegri nú en um hásumarið. Fáið ykkur sérstakt augnkrem, það er dá- lítið dýrt en gott. Notið þetta krem bæði yfir nóttina og að deginum áður en farið er út Kremið er svo milt, að húðin tekur það alveg til sín. Ef þið hafið litla en leiðinlega hrukku á milli augnabrúnanna, prófið þá að setja heftiplástur yfir hana og sofa með hann. Eftir 2 — 3 vikur er hrukkan horfin. Notið alltaf sólgleraugu sterkri sól, sparið augnahára lit og berið vaselín á hárin að kvöldinu, því augnahárin geta* líka þornað. MUNIÐ EFTIR FÓTUNUM Jafnvel á tímum síðpilsa og hárra stígvéla getur okkur orð ið kalt á leggjum og fótum. Verið duglegar að nota hamp- vettlinga og þurrbursta á fæt- urna með honum, berið body- lotion á þær á eftir. Það er einmitt á þessum árstíma, sem myndast litlir, ljótir nabbar aftan á fæturna. Ef fæturnir eru sérlega þurrir, má nudda lanolinkremi inn í þá að kvöld Ólafsfirðingar voru mjög óánægðir með mokstur á Múlavegi á sl. vetri. Snjóblásari vegagerðar- innar var lítt notaður til að halda veginum opnum, e nþessi mynd er af því, er blásarinn fór sína fyrstu ferð um Múlann í fyrra. Vonast Ólafsfirð ingar til þess, að betur verði unnið á vetri kom- anda, enda er Drangur á söluskrá og því litlar líkur á að hann geti hlaupið undir bagga, þegar vegir teppast. SJÖTUGUR: Sigurður Jónsson, brúarsmiður Mánudaginn 12. október varð sjötugur Sigurður Jónsson brú- arsmiður og bóndi á Sólbakka í Borgarfirði eystra. Sigurður er fæddur á Klypps stað í Loðmundarfirði. Þaðan fluttist hann með foreldrum sín um, Jóni Þorsteinssyni bónda og Björeu Isaksdóttur, að Selja- mýri í sömu sveit, þar sem hann ólst upp. Sigurður var við vél- smíðanám á árunum 3920 —’23 hjá Vélaverkstæði Eskifjarðar og stundaði síðan smíðar næstu ár. Tafnframt kom hann sér upp búi á Seljamvri, og kvæntist haustið 1928 Nönnu Þorsteins- dóttur frá Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði. Þau hjónin bjuggu á Seljamýri til ársins 1932, að þau fluttust til Borgarfjarðar eystri og kevotu jörðina Þránd- arstaði, sem þá var eyðibýli. Þar bvpgðu þau nýbýlið Sól- bakka, og hafa búið þar síðan. Jafnframt búskap stundaði Sigurður smíðar, t. d. smíðaði Enda þótt Sigurður eigi nú sjötíu ára ævi að baki sér, er hann enn hress, bæði á líkama og sál, og á velli vaskari en margir þeir, sem yngri eru. — Gengur hann enn þann dag í dag til vinnu af fullri starfs- orku, enda á starfið hann all- ?n. og hefur svo ætíð verið. Auk starfs síns hjá Vegagerð ríkis- ins stundar hann og kona hans enn búskap á Sólbakka, ásamt einum sona sinna, og er óhætt að segja, að býli þeirra sé eitt lúð mvndarlegasta í sinni sveit. Sigurður hefur átt sæti í sveit arstjórnum bæði Loðmundar- og Borgarfjarðarhrepps, og lagt hönd að félagsmálum ýmsum. Þeim hjónum varð átta barna auðið, og eru nú sjö á lífi, sem öll eru gift utan eitt, og eru bú- sett víðs vegar um land. inu. Látið kremið þorna vel og þurrkið síðan laust yfir með þurrku. Milt barnatalkúm er betra en venjulegt talkúm á viðkvæma fætur. Ef fæturnir eru rakir, má nota lykteyðandi talkúm. Þunnir froðuplastsól- ar hleypa lofti að fótunum í lokuðum skóm og stígvélum, en munið að þvo sólana með sokkunum á hverju kvöldi. — Þegar þið veljið kuldaskó eða stígvél, þá gætið þess að hafa þá nógu stóra, til að hægt sé að vera í góðum ullarleistum eða setja inn í þá gærusóla. hann tólf báta, allt að 3 tn að stærð. Einnig húsasmíðar og tré- og járnsmíði ýmiss konar. — Sumarið 1945 hóf hann starf við brúarsmíðar, og var árið eft ir ráðinn brúarsmiður hjá Vega- gerð ríkisins. Síðan hefur hann verið við það starf, ætíð 4 — 5 mánuði á hverju ári yfir sum- artímann. Hefur hann ferðazt með brúarvinnuflokk sinn vítt og breitt um Austurland, allt frá Bakkafirði suður í Lón og má líta eitt eða fleiri verka hans í hvcrju sveitarfélagi á þessu svæði. Sigurður hefur byggt frá nýju 130 brýr, 4 —87 m langar, og auk þess 65 smærri brýr, yf- irbyggingar og lagfæringar. Vanskil ef icaupendur fA ekici blaðið með sicilum, ERU ÞEIR VINSAM- LEGAST BEÐNIR AÐ lAta AFGREIÐSLUNA VITA. SÍMINN ER 2-15-00.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.