Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 2
fojg ISLENDINGUR-ISAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLl 1971. LITIÐ Á ÚRSLIT KOSNINGA Kosningar til Alþingis eru nýlega um garð gengnar, og svo sem jafnan áður er rætt um úrslit þeirra á eftir og dregnar mísjafnar ályktanir af. Það sem hæst ber, er sú stað- reynd, að sú stjórn, er lengst hefur setið að völdum á Is- landi, missti nauman þinymeiri hluta sinn eftir marg-ítrekaðar tilraunir sundurleitrar sijðrn- arandstöðu til að bera sigur af henni í kosningum. Þótt stjórn arandstaðan bæri loks sigur af hólmi, benda úrslitin mjög til Á leið til kjörstaðar. ...á förnum vegi þess, að fráfarandi stjórn hafi þótt „góð stjórn“, þar sem að- alstjórnarflokkurinn heidur öll um sínum kjördæmakjörnu þingmönnum og tapar aðeins einu uppbótarsæti vegna þess, að þau sldptust nú milii fleiri flokka en áður. Á sama tíma og sá flokkur, sem talið hefur sig forustufiokk í stjórnarand- stöðunni ,tapar bingmanni og lækkar atkvæðatölu sína um rúm 700 atkvæði i heild, þrátt fyrir mikla fjölgun kjósenda, bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig nokkuð á 3. þúsund atkvæðum. Má því Sjálfstæðis flokkurinn vel una því traustí, er honum var sýnt í nýafstöðn um lcosningum, enda hlutur hans mun betri en aðal-flokks stjórnarandstöðunnar. Eins og jafnan áður ræður fjölbýlið mestu um kosninga- úrslit, svo sem sjá má af því, að á Faxaflóasvæðinu eykst fylgi kommúnista um ca. 4300 atkvæði en tap Alþýðuflokks- ins á hinu sama svæði nemur um 3240 atkvæðum. Þá vinna kommúnistar einnig verulegan sigur í Austurlandskjördæmi, en tapa verulega á Vesífjörð- um og í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem fyrri kjósendur þeirra hópast um hinn nýja flokk Hannibals Vaidimarsson ar, enda verður að teija, að enginn einn maður hafi í kosn ingunum unnið stærri persónu legan sigur en Hanniba!. TAP OG GRÓÐI Ef litið er á vinninga og töp gömlu flokkanna, sézt, að ein- ungis í Austur'andskjördæmi bætir Alþýðuflokkurinn við sig nokkrum atkvæðum er, tap ar í öllum hinum meira og minna. Framsókn rapar í 5 kjördæmum 702 atkvæðum en vinnur í 3 öðru*n 310. Sjálf- stæðisflokkurinn tapa*- í 5 kjór dæmum samanlagt 393 atkvæð um en vinnur í þremur 2526 atkvæði. Kommúnistar tapa í tveim kjördæmum 590 atkvæð um en vinna í hinum sex 5339 atkvæði. En vegna nýs flokks í kosningunum, er hlaut veru- legt fylgi og fimm þingmenn kjörna að uppbótarþingmönn- um meðtöldum, er erfitt að gera sér tölulega grein fyrir tii- fiutningi kjósenda miiii flokka. HÓGVÆRÐIN I FYRIRRÚMI Sjaldan mun kosningaáróð- ur í ræðu og riti hafa verið hógværari en nú og að því er virtist minni áhuga almennings en áður fyrir kosningunum. — Mátti hvarvetna finna, að stjórnarandstaðan hafði litlar sakir fram að bera á fráfar- andi stjórn. Áróðurinn kora helzt fram í því, að tírni væri kominn til að BREYTA TIL'. Og hví skyldu ekki hinir mörgu nýju kjósendur hafa tal ið eðlilegt að „breyta til“, þótt óvissan væri miki! og sé enn um það, hvort tilbreytingin verði til bóta eða ekki? Mál- efnalega var stjórnarandstað- an snauðari en nokkru sinni, er gengið hefur verið til kosn- inga. Mörg gömul barátíumál þeirra hurfu í skuggann fyrir þessu eina vígorði: Við þurf- um að breyta til. Og nú bíður þjóðin róleg eftir því, hvort þessum breytingagjörnu mönn um tekst að slíðra sverð sín hver gegn öðrum og koma upp nýrri ríkisstjórn, enda telja þeir sjálfir sér skylt að reyna slíkt til þrautar. Margt mælir með, að slíkt gangi sæmilega. Fátt vandamáia er framundan. Góðæri um allar sveitir, — ekki minnst á kalskemmdir í túnum eða önnur vandamál, sem fráfarandi stjórn nafði við að giíma sumar eftir sumar á- samt annarri óáran um skeið, svo sem hvarfi síldarinnar af miðunum fyrir Norður- og Austuriandi og verðhruns á flestum útfiutningsaturðum okkar. SIGURGLEÐI OG VONBRIGÐI Eðlilega hefur sigurgleði gripið ýmsa vinstri mcnn að kosningum loknum, þótt þeir hafi enn ekki séð fyrir end- ann á, hvernig honum verður bezt fylgt eftir. Líklega oreym- ir kommúnista fyrst og fremst um það, að nú fái þeir tæki- færi til að losa ísland úr tengsl um við vestrænar þjóðir og gera landið varnarlaust, ef til ófriðar dragi. I- annan stað munu þeir Hannibal og Magn- ús Kjartansson verða að kyngja ýmsu því, er þeir hafa sagt hvor um annan á undan- förnum mánuðum, áður en þeir setjast hlið við hlið í ráð- herrastóla. En sigur eins »etur orðið öðrum vonbrigði. Og því skal ekki leynt, að þeim, er þetta ritar, urðu úrslitin í Norð urlandskjördæmi evstra nokk- ur vonbrigði, og mun svo fleir um farið, þótt þeir hafi aðrar þjóðmáiaskoðanir. En þar gerð ust þau tíðindi, að margir Al- þýðuflokksmenn og senni- lega nokkrir Sjálfstæðismenn fórnuðu á Björn Jónsson tveim uppbótarþingmönnum: Halldóri Blöndal og Braga Sig urjónssyni, til að bjarga Birni undan Stefáni dagskrárstjóra. Þetta er mikil fórn, þegar á það er litið, að Norðurlands- kjördæmi eystra kom að tveim landkjörnum þingmönnum við kosningarnar 1967 en nú ENGUM. Þó má ekki skiija orð mín svo, að landkjörnum þing- mönnum beri að gæta hags- muna sérstaks kjördæmis, en sú hefur þó reynslan orðið, að þeir hafa eðiilega ofarlcga í huga að taka a. m. k. fullt til- Ii( til óska og þarfa þeirra, er veittu þeim kjörfylgi tii að ná sæti á Aiþingi, og þá reynslu hygg ég að Eyfirðingar og Þing eyingar hafi af þeim frændum, Bjartmari og Braga á síðasta kjörtímabili. Ég efast hins veg ar ekki um, að Björn muni eft- ir sem áður verða gagnsamur kjördæminu, en spurningin er sú, hvort hann rís undir þriggja manna hlut. BARNABLAÐ FRAMSÓKNAR Rétt fyrir kosningar var myndskreytt unglingablað B- listans borið í hús á Akureyri og kenndi þar margra kynlegra grasa. Auk þingmannsefna Framsóknar var þar leitað til margra unglinga í kjördæminu um innlegg í kosningabarátt- una. Ung stúlka í Svarfaðar- dal kvaðst kjósa Framsókn, af því að hún vildi „efla trygg- ingar og bæta hagsmuni þjóð- arbúsins." (Góð fyndni þetta með tryggingarnar). Og ungur maður á Akureyri er ómyrkur í máli og bregzt ekki rökvísin: ...... Ég veit það verður enginn barnaleikur fyrir næstu stjórn að taka við og greiða úr flækjunum. En ef þessi stjórn skyldi sitja áfram, bá er það bara mátulegt á hana að fá að ráða fram úr þeim ógöngum, sem hún er búin að skapa sér og þjóðinni....“ En sleppum frekara gamni. NÝJA STJÓRNIN En þótt „mátulegt væri á“ stjórnina að sÞja áfram, þá hefur hún beðið um lausn frá störfum, og formaður Fram- sóknar sezt með sveiltan skall ann við að koma upp annarri stjórn, sem væntaníega verð- ur þannig skipuð, ef raarka má draumvitrun, er oss birtist í nótt sem leið, nánast milli svefns og vöku: Ólafur fóhannesson. forsæt is-, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Einar Ágústsson, fjármála- og bankamálaráðherra. Ásgeir Bjarnason, Inndbún- aðar- og flugmálaráðherra. Hannibal Va'dimarsson, ut- anríkis- og me 'ntamálaráð- herra. Björn Jónsson, viðskipta-, vegamála- og íðnaðarmálaráð- herra. Magnús Kjartansson, félags- og heilbrigðismálaráðherra. Lúðvík Jósefsson, sjávarút- vegs-, siglinga- og raforku- málaráöherra. Og höfum svo ekki fleiri orð um þessa hluti. — J. Vistheimilið að Sólborg verður vígt laugard. 10. júlí nk.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.