Vísbending


Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 1
lagi. Af málaflokkum var aukning mest á sviði menntamála eða um 32 milljarðar á föstu verðlagi. Almennar tryggingar og velferðarmál hækkuðu um 26 milljarða og heilbrigðismál álíka mikið. Vægi málaflokka breyttist hins vegar tiltölulega lítið, þannig að erfitt er að benda á ein- hvern einn þátt sem veldur aukningunni. Þetta bendir til þess að aðhald hafi verið almennt ekki verið nóg. Nóg komið Spyrna verður við þessari þróun með því að draga markvist úr umsvifum ríkis og sveitarfélaga. Ekki má hætta að einkavæða fyrirtæki. Fyrirtæki í eigu hins opinbera eiga ekki að keppa á almennum markaði um hylli neytenda því þau þurfa ekki að einblína á kostnaðinn í sama mæli og einkaaðilar. Þau búa ekki við það frábæra tæki (e. mechanism) sem gjaldþrot er, en gjaldþrot sér til þess að fyrirtæki sem búa við of háan kostnað, eru með lélega vöru eða bjóða vöru sem neytendur þurfa ekki 13. júní 2008 21. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Fyrir um sautján árum komust til valda á Íslandi menn sem vildu minnka báknið. Væri hægt að hugsa sér það að sveitarfélög væru í einkaeigu fé- laga eða einstaklinga? Þróunarhjálp er jafnan umdeild. Er hún of mikil eða of lítil? Verður hún einhvern tíma næg? Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að ein- falda eignatengsl fyrir- tækja og auka arðsemi. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Báknið kyrrt V í s b e n d i n g • 2 1 . t b l . 2 0 0 8 1 Þrýst á stjórnvöld Aukningin stafar fyrst og fremst af því að sérhagsmunahópar gera meiri og meiri kröfur til ríkistjórnarinnar. Það mætir alltaf andstöðu einhvers ef skera á niður í ríkisútgjöldum, en mótmæli eru fátíðari ef á að auka þau. Ef útgjöldin eru svo tekin lið fyrir lið er það oft svo að tiltölulega fáir njóta útgjaldanna meðan kostnaðinum er skipt á alla landsmenn. Þeir sem fá ába- tann að eiga því auðveldara með að samei- nast sem sterkur þrýstihópur en þeir sem þurfa að borga. Fyrir stjórnvöld er mjög freistandi að láta undan þessum hópum og uppskera velvild, sérstaklega þegar viðbótartekjur eru jafnmiklar og undan- farin ár. Kostnaðurinn er þó oft meiri en ábatinn og því myndast svokallað allratap þar sem þjóðin sem heild er verr sett en áður. Aðhaldsleysi Frá 1998 til 2006 nam hækkun útgjalda hins opinbera um 33,3% á föstu verð- Útgjöld hins opinbera gefa góða vísbendingu um umsvif ríkis og sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort tekjurnar eru meiri en útgjöldin, eða rei- kningurinn verður greiddur síðar. Hið opinbera ráðstafar tekjum sínum í sam- ræmi við pólitísk markmið en sjaldnast á grundvelli hagkvæmissjónarmiða. Þetta leiðir til óarðbærari fjárfestinga, minni uppsöfnun fjármagns og minni hag- kvæmni. Þar sem hagvöxtur ræðst að mikl- um hluta af hagkvæmni þá verður hann minni en ella. Kröfur um að bregðast verði við ójöfnuði með meiri umsvifum hins opinbera eiga ekki við rök að styðjast því sýnt hefur verið fram á að umfang ríkisins hefur lítil áhrif á jöfnuð. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld látið sem þau hafi stefnt að minni umsvifum hins opinbera. Sú stefna hefur hins vegar ekki gengið eftir því opinber útgjöld eru nú 50% meiri en árið 1998 mælt á föstu verðlagi og hátt í þrisvar sinnum meiri en 1980 sem er gríðarleg aukning. Sem hlutfall af landsframleiðslu voru þau 43,1% árið 2007 en voru aðeins 34,1% árið 1980. Aukning hefur að vísu verið fremur lítil frá 1998 en þar sem þens- la var mikil og landsframleiðsla jókst um 45% frá 1998 til ársins 2007 hefði verið kjörið tækifæri að minnka umsvif ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu, sérstak- lega í ljósi gamalla einkunnarorða margar þingmanna annars stjórnarflokksins um „báknið burt“. Árið 2007 námu heildarút- gjöld hins opinbera ríflega 55 milljörðum eða um 1.750 þúsund á hvert mannsbarn á Íslandi. Velkjast má í vafa um að skatt- greiðendur meti það sem þeir fá frá ríkinu jafn mikils og peningana sjálfra. Erum við virkilega að fá þrisvar sinnum meira frá hinu opinbera nú heldur en 1980? framhald á bls. 2 Mynd 1: Úgjöld hins opinbera 1980-2007 á föstuverðlagi 2006. Útgjöld hins opinbera hafa aukist mikið, bæði í krónum og sem hlutfall af lands- framleiðslu. Heimild: Hagstofa Íslands. Tekjur % af VLF Gjöld % af VLF

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.