Vísbending


Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Blaðamaður: Kári S. Friðriksson. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 2 1 . t b l . 2 0 0 8 Þann 1. september árið 2003 barst Morgunblaðinu yfirlýsing frá Björg- ólfi Guðmundssyni: „Það sem fyrir okkur vakir með kaup- um á hlutabréfum í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfestingar á markaði ráðast af von um hagkvæman rekstur og hámarks ávöxtun,“ segir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hann telur að stór hluti fjárfestinga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. ... Markmið okkar er að losa um flókin eigna- tengsl í félögum og auka arðsemi þeirra. Þetta viljum við gera í góðri samvinnu við aðra eigendur Straums. Við hins vegar, eins og aðrir aðilar á markaði, verðum ávallt að halda opnum þeim leiðum sem markaðurinn býður upp á til að ná fram markmiðum um virðisauka og arðsemi.“ Í byrjun nóvember 2003 hélt Sam- fylkingin landsfund. Morgunblaðið birti fréttir um fundinn. Í annarri sagði: „Við litum svo á að það hefði fallið í okkar skaut, eins og við höfum kraft til, að fram- kalla þær umbreytingar, sem nú ganga yfir hér á landi. Án okkar hefði þessum um- skiptum kannski eitthvað seinkað og orðið með öðrum hætti en þau hefðu engu að síður gengið yfir íslenskt atvinnulíf fyrr eða síðar,“ sagði Björgólfur. Í hinni sagði: „Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Landsbankans, lýsti hvað honum hafi fundist vera að Eimskipafélaginu í málstofu á landsfundi Samfylkingarinnar á sunnudaginn: „Það var alltaf stórt en hafði aldrei frumkvæði að nokkrum hlut og þegar einhver kom og ætlaði að vera með frumkvæði, þá drap það það niður. Svoleiðis var það,“ sagði Björgólfur á fundinum. ...Við sama tilefni sagðist Björgólfur hafa verið að skoða rek- strartölur Samskipa og Eimskips og hafa séð að Samskip hafi komið sínum rekstri þannig við að 40-50% af tekjunum komi erlendis frá. Eimskipafélagið hafi nánast allar sínar tekjur ennþá frá 280 þúsund Íslendingum. „Það þarf að breyta hugs- unargangi og menn þurfa að vera djarf- ari,“ sagði Björgólfur. bj Svoleiðis var það á teikniborði gömlu nýlenduherrana. Þau standast ekki sem efnahagsleg eða menningarleg eining og hefðu betur þroskast sem hluti af stærri ríkisheild með breiðari grunn en þau búa við. Samt ríkir ekki svartnættið endalaust og óvarlegt að dæma bágstödd ríki endanlega úr leik. Bangladesh var álitið algjörlega vonlaust ríki fyrir örfáum áratugum, nú eru þar góðar framfarir. Þróunaraðstoð getur skipt sköpum þegar finna má vaxtarsprota. Kreppa á kreppu ofan Framvinda heimsmála að undanförnu hef- ur gríðarleg áhrif í fátækustu ríkjunum. Ekki er hægt að yfirfæra reynslu uppgangs- ríkja eins og Kína, Indlands, Víetnam og jafnvel Bangladesh á ríkin sem eftir sitja. Fjárfesting og þekking streymdi inn í uppgangsríkin þegar vinnuafl á Vestur- löndum varð of dýrt. Ríkin á botninum misstu af þessari lest, og það sem verra er, haltrandi iðngreinar þeirra standa enn verr en áður í samkeppni við ódýra fram- leiðslu uppgangsríkja eins og vefnaðar- vörumarkaðurinn sýnir. Hækkandi orku- verð keyrir landluktu ríkin niður og sam- keppnisstaða sem var bág fyrir verður vonlaus. Jafnvel bjargálna smábændur sem voru farnir að selja vörur á markaði innanlands geta það ekki lengur þegar trukkarnir stoppa vegna bensínleysis og áburður hækkar í verði. Ein skýring á matvælakreppunni er niðurgreiðslur Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins í landbúnaði. Þær skekktu mjög samkeppnisstöðu bænda í þróunar- löndum. Þetta beindi fjárfestingu frá matvælum í útflutningsgreinar sem nú tapa í samkeppni við uppgangsríki. Heil- ræði hagfræðinga að vestan reyndust fölsk. Miðað við fólksfjölgun er matvæla- framleiðsla heimsins minni nú en fyrir 20 árum. Evrópusambandið heimtar að fátæku ríkin afnemi verndartolla á heima- iðnað en niðurgreiðir eigin landbúnað um 60 milljarða dollara á ári. Sama gera Bandaríkin við Mexíkó þrátt fyrir fríverslu- narsamning. Fólki við hungurmörk fjölg- ar úr 850 milljónum í 950 milljónir í ár vegna þess að landbúnaður í þróunarlönd- um hefur setið eftir. Meira að segja fjármálakreppan bitnar á þeim fátæku. Peningasendingar farandverkamanna til fátækra heimalanda eru meiri en nemur allri þróunaraðstoð. Gengisfall Bandaríkja- dals rýrir þessa aðstoð. Þetta ýtir undir enn eina kreppuna sem er atgervisskortur og –flótti. Vesturlönd draga til sín heilbrigðisstéttir. Botsvana, Simbabve, Mósambik og Malaví búa öll við að stór hluti heilbrigðismenntaðra lands- manna starfar erlendis. Auknar lífslíkur og öldrunarþjónusta á Vesturlöndum skapa skort á vinnuafli sem vestræn ríki útvega sér með því að yfirborga þróunarlöndin. Á sama tíma fá þróunarríkin útvalin ,,gæluverkefni“ í heilbrigðismálum. Í þessi verkefni eru sett miklu hærri fram- lög en til grunnþjónustu. ,,Stórátak“ velmeinandi alþjóðastofnana, svo sem til alnæmis, getur því sogað til sín fámennt lið heilbrigðisstétta og hreinlega vegið að grunngerðinni þar sem tekist er á við mæðradauða, öndunarfærasýkingar og niðurgang – sem drepa flesta. Fjöldi lækna í Malaví jafngildir því að á Íslandi væru sex menntaðir læknar. Ríkin sem tapa, tapa alltaf, á hverju sem dynur. Hvers vegna þróunaraðstoð? Er það mikið eða lítið að koma framlögum ríku þjóðanna upp í 0,70% af vergri þjóðarframleiðslu? Fæstir sem ekki hafa séð og kynnst fátækt í sinni nöprustu mynd gera sér grein fyrir þeirri mannlegu eymd sem meira en milljarður manna býr við. Í Malaví búa fimm milljónir barna. Ein milljón þeirra er munaðarlaus vegna sjúkdóma og helmingur barna fær ekki fullan vaxtarþroska vegna vannæringar. Dauði af barnsförum er ein algengasta dánarorsök kvenna. Þessu er hægt að breyta. En setja þarf væntingum mörk. Þær breytingar sem Vesturlönd fóru gegnum frá endurreisn til iðnbyltingar og núverandi síð-iðnvæðingar tóku 500 ár. Samfélagsbylting við þær aðstæður sem nú eru í fátækustu ríkjunum gerist ekki með,,innspýtingu“ á nokkrum áratugum. Markmið slíkrar þróunar getur ekki verið samskonar neyslu- og eyðslumynstur og fólk í ríku löndunum hefur tamið sér og þarf að venja sig af. Eðlilegt markmið er að allar konur geti átt börn án þess að lenda í lífshættu, að börn geti gengið í skóla hvar sem þau búa, og gamalt fólk geti orðið gamalt. Í einu héraði í Malaví búa álíka margir og í Reykjavík. Það kostar Íslendinga 150-200 milljónir króna að útvega 100 þúsund manns vatn og hreinlætisaðstöðu. 1.500-2.000 krónur á íbúa. Þróunaraðstoð þarf því ekki að vera dýr. En skortur á henni er dýrkeyptur. framhald af bls. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.