Vísbending


Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 2 1 . t b l . 2 0 0 8 3 Ætla má að árlega sé varið um 100 milljörðum Bandaríkja- dala til þróunaraðstoðar í heim- inum. Helstu kannanir benda til þess að lífskjör í þróunarlöndum séu betri fyrir vikið. Að líkindum væri samt hægt að ná enn meiri ávinningi fyrir þetta fé með bættum vinnubrögðum. En samt þarf miklu meira. Milljarður manna fær ekki hreint vatn og 2,4 milljarðar manna hafa ekki hreinlætisaðstöðu. Að jafnaði deyr eitt barn úr malaríu á 30 sekúndna fresti. Meðalævin í fátæku löndunum er að um helmingi styttri en á Vesturlöndum. Þörf er á tvennu í senn, auknum framlögum og meiri skilvirkni. Dæmi um mistök í þróunaraðstoð eru mörg. Þau sanna ekki að þróunarsamvinna almennt hafi ekki skilað árangri og sýna má fram á margvíslegan ávinning í baráttu við sjúkdóma, menntunarskort og efnahagsóáran. Aðstoðin í nútímalegri mynd hófst við lok síðari heimsstyrjaldar og hefur þolað margar kollsteypur síðan. Hún markaðist í fyrstu af kalda stríðinu og endalokum nýlendustefnu. Inn í hana blönduðust hugmyndafræðileg átök ríkis- frumkvæðis og frjálshyggju. Rauði þráð- urinn var samt allt til okkar daga hugmyndin um vestræna nútímavæðingu og hagvöxt með iðnaði, verslun og háu neyslustigi. Uppgjör um markmið og leiðir Í upphafi 21. aldar má sjá teikn um tvenns konar uppgjör. Í fyrsta lagi við þróunarhugmyndina sjálfa. Ef allir íbúar jarðar myndu ganga á auðlindir jarðar af sama krafti og íbúar ríku landanna jafngilti það því að mann- fjöldi væri 70 milljarðar en ekki 6,5 mill- jarðar. Ekki er hægt að svara svo mikilli kröfuhörku um vatn, orku, ómengað loft og mat. Hagvaxtarmódelið gengur ekki upp án hugmyndarinnar um sjálf- bæra þróun. Talið er að 10% hagvöxtur Kína að meðaltali sé í raun neikvæður ef mengun og auðlindarask er reikanð inn í dæmið. Umræðan um loftslagsbreytingar hefur knúið menn að þessari niðurstöðu, þótt gjörðir séu ekki í samræmi við hana. Ef spár um loftslagsbreytingar ganga eftir verður Afríka fyrir mestum skakkaföl- lum, en hefur lagt minnst til vandans. Í fátækustu löndunum spyrja menn því eðlilega: Eigum við nú að borga fyrir ó- sjálfbært neyslufyllerí Vesturlanda? Það þarf að endurskoða útgangspunktinn um endalausan hagvöxt. Hitt uppgjörið felst í því að viður- kenna mistök við þróunaraðstoð á liðnum áratugum. Alltof margir gera alltof margt með alltof litlum peningum. Niðurstaðan er því sú að helstu stórveldin (G8) lofa að stórauka þróunarframlög. Þau ætla að einfalda markmiðin (Þúsaldarmark- miðin) og segjast vilja vinna betur með þróunarríkjunum sjálfum að sveigjanlegra og einfaldara módeli en áður tíðkaðist. Í heiminum veita alls um 200 stofnanir þróunaraðstoð, auk frjálsra félagasamtaka sem spanna litrófið frá Rauða krossinum til sértrúarsafnaða. Í sumum þróunar- löndum starfa meira en 40 þróunarstofn- anir, sem sýnir fargan sem fer ekki saman við fjárskort. Fyrir mörgum áratugum var því lofað á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að framlög yrðu 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu iðnríkja. Árið 2005 voru þau að meðaltali 0,24% og einung- is fimm ríki höfðu staðið við loforðið. (Danmörk, Holland, Noregur, Svíþjóð og Lúxemborg. Ísland hefur aukið sitt fram- lag og stefnir í 0,35% árið 2009). Miðað við framlög er 15 ára verkefnið sem kennt er við Þúsaldarmarkmiðin (2000-2015) nú 130 árum á eftir áætlun. Fátækasti Þróunarsamvinna: Árangur og erfiði hluti heims, Afríka sunnan Sahara, fær nú minni aðstoð en fyrir 20 árum. Aukin framlög og skilvirkni eru kall tímans. Uppgangur og eftirseta Síðustu 30 ár hafa orðið vatnaskil. Flest ríki heims þokast áleiðis, sum taka risa- stökk, önnur mjakast áfram hægt og bít- andi. Jafnvel í fátækustu álfu heims, Afríku, má sjá hagvöxt og framfarir í lýðræðisátt hjá nær helmingi ríkja. Þúsaldarmarkmið S.Þ. eru í raun of víð- tæk. Aðgerðalistinn er í 400 til 500 liðum og nær til ríkja þar sem um fimm mill- jarðar manna búa. Hins vegar býr alls um einn milljarður manna í þeim 30-40 ríkjum sem sitja föst á botninum. Flest eru í Afríku. Færa má rök fyrir því að beina eigi þróunaraðstoð til þessara landa öðrum fremur. Þau eru oft landlukt og bjargir bannaðar. Væringar og borgara- stríð há sumum. Mörg búa við einhæft hagkerfi þar sem renta af einni auðlind skekkir efnahagsgrunninn. Víða er stjórn- arfar lélegt. Þessi einkenni má finna í mismunandi mæli í öllum ríkjunum sem eftir sitja. Í Malaví, þar sem undirritaður starfar nú má sjá nokkur þessara einkenna: Óþroskað lýðræði á réttri braut eftir langa einræðisstjórn; landlukt ríki, sem torveldar aðföng og verslun. Grannríki eru líka illa stödd. Engin náttúruauðlind er ráðandi sem er bæði blessun og böl. Fólksfjölgun er gríðarleg. Sjálfsþurftarbændur sem eru 80% þjóðarinnar ná vart að brauðfæða sig og ört gengur á landgæði. Meðalævi er innan við 40 ár og langflestir hafa minna en einn dal á dag til framfærslu. Ekkert bendir til að svona land geti tekið ,,stökk framávið“ um langa hríð. Enda er það efnahagslega ósjálfstætt. Framlög gjafaríkja nema 66% af ríkisútgjöldum. Sem betur fer er Malaví friðsamt land. Ef þar væru gullnámur eða olíulindir segir sagan okkur að líklega væri barist um þær. Hætti aðstoð mun ríkið lenda í miklu meiri hremmingum og hugsanlega hungursneyð. Með aðstoð tekst að þokast um hænufet í senn. Um mörg eftirsetulandanna má segja að þau hefðu aldrei orðið sjálfstæð eining nema fyrir þau aumu örlög að verða til framhald á bls. 4 Stefán Jón Hafstein umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Malaví.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.