Vísbending


Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 1
full atvinna og vitnaði þar í Kennedy Bandaríkjaforseta. Varla er hægt að mæla sannari orð. Einstaklingar eiga að fá að njóta hæfileika sinna til fulls og þá nýtur þjóðfélagið þeirra líka. Þess vegna er það mjög mikilvægt að hætt verði að líta niður á fólk sem ekki hefur fulla starfsorku. Stjórnmálamenn sem berja sér á brjóst fyrir manngæsku tala um „okkar minnstu bræður“ rétt eins og um gallaða vöru sé að ræða. Staðreyndin er sú að mikill munur er á öryrkjum. Sumir hafa litla skerðingu á orku, aðrir mjög mikla. Samt er það þannig að margir þeir sem hafa skert hreyfigetu hafa fulla hugarorku og geta því unnið mörg störf eins og hver annar. Andlega fatlaðir geta líka margir unnið vel fái þeir tækifæri til þess. Þess vegna ber að fagna því að fyrir liggja tillögur um nýtt kerfi við mat á örorku þar sem litið er á starfsgetu hvers og eins og bætur 22. ágúst 2008 31. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Aðilar vinnumarkaðarins hafa tekið saman hönum um skipulega endur- hæfingu öryrkja. Á Íslandi hefur svo- nefnt fulltrúalýðræði verið notað. Gæti þjóðin kosið beint um ákveðin mál? Nú er andstreymi í efnahagslífi í heiminum öllum. Er svarið að hverfa frá alþjóða- væðingu? Það er gott fyrir þjóðina að uppfylla skilyrði fyrir evru. Svo væri gott að taka hana upp. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Endurhæfing í stað örorku V í s b e n d i n g • 3 1 . t b l . 2 0 0 8 1 langt að tala um örorkuvæðingu þjóð- félagsins. Fjöldi þeirra sem tilheyra þess- um hópi hefur nær fjórfaldast á þessu tímabili. Í árslok 2007 voru þetta um 13.600 einstaklingar. Á mynd 2 á bls. 4 sést kyn- og aldurs- skipting öryrkja. Þar sést að mun fleiri konur en karlar fá örorkulífeyri. Við 35 ára aldur er um 5% kvenna öryrkjar, við fimmtugt er hlutfallið komið upp í 10% og yfir 20% við 65 ára aldur. Fleiri öryrkjar eru í hópi karla á yngstu aldurs- árum en á fullorðinsárum virðist sem fjöldi þeirra sé um 60% af fjölda kvenna með skerta orku. Vandinn Um öryrkja gildir það sama og um aðra. Þeim er mikilvægt að fá að vinna og lifa þannig að þeir geti notið sinna hæfileika sem allra best. Hagfræðingurinn Arthur Laffer sem kom hingað til lands síðastliðið haust sagði að besta velferðarhjálpin væri E itt af því versta sem fyrir nokkurn mann getur komið er að hann missi starfsorku. Öryrkjar eru fólk sem af einhverjum ástæðum hefur skerta orku. Sumir fæðast þannig, aðrir verða fyrir sjúkdómum eða slysum sem verða til þess að orkan þverr. Mörgum finnst að orðið öryrki feli í sér ákveðna niðurlægingu og að réttara væri að tala um einstaklinga með skerta starfsgetu. Orðið sjálft er þó ekki meginatriði heldur það hvaða aðstæður slíku fólki eru skapaðar af þjóðfélaginu. Skert starfsgeta er auðvitað áfall fyrir þá einstaklinga sem fyrir henni verða en þjóðfélagið í heild verður einnig fyrir miklu tapi þegar það getur ekki nýtt krafta allra. Því er það ákaflega mikilvægt að nýta alla þá orku sem í einstaklingunum býr hvort sem hann er meiri eða minni. Aðilar vinnumarkaðarins átta sig vel á þessu og síðastliðið vor gerðu þeir með sér samkomulag um svonefndan Áfalla- tryggingasjóð. Ekki hefur verið mikið um sjóðinn fjallað í fjölmiðlum, en ef vel tekst til gæti hann orðið mikil réttarbót í málefnum öryrkja hér á landi. Jafnframt verður skipulögð endurhæfing vonandi til þess að nýta starfskrafta á vinnumarkaði betur en gert hefur verið. Mikil fjölgun öryrkja Á undanförnum árum hefur öryrkjum mjög fjölgað í þjóðfélaginu. Sífellt stærri hluti manna á aldrinum 16 til 66 ára hefur nú skerta starfsorku. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig hlutfall þeirra sem hafa fengið örorkustyrk eða –lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á árunum 1986 til 2007 hefur aukist. Meðtaldir eru þeir sem fá endurhæfingarlífeyrir sem í upphafi var hugsaður sem tímabundið úrræði þeirra sem hefðu skaðast í slysum eða af völdum sjúkdóma en hefur með tímanum orðið fyrsta stig örorkulífeyris. Hlutfallið hefur aukist stig af stigi og sumir hafa gengið svo framhald á bls. 4 Mynd 1: Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar TR 1986 til 2007 sem hlutfall einstaklingum á aldrinum 16-66 ára Heimild: Tryggingastofnun ríkisins, Staðtölur 2007, tr.is.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.