Vísbending


Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Blaðamaður: Kári S. Friðriksson. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 3 1 . t b l . 2 0 0 8 Í Markaði Fréttablaðsins var viðtal við Geir H. Haarde þann 20. ágúst síðast- liðinn. Þar sagði meðal annars: [Spyrill:]„Í síðustu viku lýsti utanríkis- ráðherra þeirri skoðun sinni að upp- taka evru væri nauðsynleg, „ef við ætlum að taka þátt í þessu alþjóðlega hnattvædda hagkerfi og vera með stóran fjármálageira“ eins og hún orðaði það. Fjölmörg samtök innan atvinnulífsins hafa lýst svipuðum sjónarmiðum, líka ASÍ, Starfs- greinasambandið, bankarnir og forsvars- menn margra stórra fyrirtækja. Hafa allir þessir aðilar rangt fyrir sér? [GHH:]„Ég tel að margir af þeim aðilum sem þú nefndir tali um evru í stað krónu sem lausn á þeim vanda sem við glímum við nú um stundir. Sú tenging er óraunhæf. Við munum uppfylla öll Maastricht- skilyrðin ef við náum þeim árangri sem að er stefnt og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þá verður ekki nein ástæða til að taka upp annan gjaldmiðil því þá verður kominn sá stöðugleiki sem nauðsynlegur er.“ [Spyrill:] En gæti ekki verið skynsamlegur leikur í stöðunni að gefa út þau skilaboð að ríkisstjórnin ásetji sér að uppfylla Maastricht-skilyrðin um upptöku evru á þessu kjörtímabili, enda þótt ekki sé samstaða um að sækja um aðild að Evrópusambandinu? [GHH:]„Jú, við stefnum að sjálfsögðu að því að uppfylla þessi skilyrði sem fyrst. Það eru almennir hagsmunir okkar að gera það óháð Evrópusambandinu.“ Það er rétt og skynsamlegt hjá forsætis- ráðherra að það eru hagsmunir Íslendinga að uppfylla stöðugleikaskilyrðin, óháð því hvað gert er í gjaldeyrismálum. Enn endurtekur hann það sem margir Sjálfstæðismenn hafa sagt að stuðnings- menn evru líti á hana sem lausn á núverandi efnahagsvanda. Það tekur þjóðina mörg ár að uppfylla skilyrðin fyrir því að taka upp evru og jafnframt þarf að semja um það með hvaða hætti það getur gerst. Vonandi verður núverandi vandi þá löngu leystur. Þvert á það sem forsætisráðherra segir í viðtalinu væri einmitt ástæða til þess að taka upp evru þegar jafnvægi er náð, því að þannig er líklegra en ella að það haldist. bj Skoðun Geirs í samræmi við hana í stað þess að nær allir séu dregnir í einn dilk. Áfallatryggingasjóður Samkomulag tókst um það milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í upphafi árs 2008 að skipuleggja þjónustu og veita úrræði fyrir þá launþega sem veikjast til lengri tíma eða slasast þannig að vinnugeta skerðist. Markmiðið er að koma að málum eins snemma og kostur er til að stuðla að því að hver einstaklingur verði svo virkur á vinnumarkaði sem vinnugeta hans leyfir. Í því skyni var stofnaður svonefndur Áfallatryggingasjóður. Hann á meðal annars að greiða fyrir kostnað við úrræði og endurhæfingu til viðbótar því sem veitt er af hinni almennu heilbrigðisþjónustu. Miðað er við að í heild verði ráðstafað 0,39% af launum til Áfallatryggingasjóðs. Þetta gjald skiptist í þrennt: Sérstakt 0,13% launatengt gjald, 1. áfallatryggingagjald, á launagreið- endur á sama gjaldstofn og iðgjald til lífeyrissjóða frá og með 1. júní 2008. Í ársbyrjun 2009 er miðað við að 2. ríkissjóður leggi Áfallatryggingasjóði til sömu upphæð og launagreiðendur samkvæmt sérstöku samkomulagi. Í ársbyrjun 2010 munu ASÍ og SA 3. beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir á samningssviði þeirra greiði til Áfallatryggingasjóðs sama hlutfall og launagreiðendur. Sjóðurinn hefur því þegar tekið til starfa og honum ráðinn framkvæmdastjóri. Stefnt er að því að auka í áföngum starfsemina þannig að hann verði orðinn starfandi að fullu á rúmu ári. Meginástæðan fyrir því að aðilar vinnumarkaðarins hafa tekið saman höndum af þessu tagi er hve mikill kostnaður samfélagsins er af örorku. Áætla má að í heild nemi sá kostnaður um 6% af heildarlaunakostnaði. Árangur við endurhæfingu þar sem henni verður við komið gæti því skilað þjóðfélaginu miklu. Því má segja að lagt sé af stað með athyglisverða þjóðfélagstilraun sem mikils virði er að heppnist vel. Á að flokka fólk? Ungt fólk sem er blint eða hreyfihamlað á ekkert meira sameiginlegt með öldruðum en jafnaldrar þeirra sem sjá fulla sjón og hreyfigetu. Þess vegna er til dæmis sameiginlegt framboð öryrkja og aldraðra út í hött eins og reyndar sýndi sig síðastliðið ár. Reyndar eru stjórnmálaskoðanir fólks örugglega eins ólíkar hjá þeim sem hafa skerta orku og hinum. Farsælast og eðlilegast væri fyrir öryrkja að heyja sína baráttu fyrir jafnrétti við aðra á eigin forsendum. Meginatriði er að í þjóðfélaginu verði skapaðar aðstæður þar sem hver og einn fái að njóta sín sem best, ekki að menn fái sem mestar bætur. Áfallatryggingasjóður gæti verið skref í rétta átt. framhald af bls. 1 Mynd 2: Örorkulífeyrisþegar, skipting eftir kyni og aldursbili 2007, hlutfall af aldurshópi Heimild: Tryggingastofnun ríkisins, Staðtölur 2007, tr.is.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.