Vísbending


Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 1 . t b l . 2 0 0 8 3 Fjármálakreppur F jármálakreppur á borð við þá sem við göngum í gegnum núna virðast vera óhjákvæmilegur fylgi- fiskur hnattvæðingar og alþjóðlegra fjár- málamarkaða. Á síðustu áratugum hafa efnahagslægðir numið fleiri tugum. Af þeim eru kreppan í Asíu 1997 og sú niðursveifla sem við göngum í gegnum núna hvað alvarlegastar. Meðal annars af þessum sökum hefur hnattvæðingin mætt aukinni andstöðu síðustu ár. Sumum kann að þykja of djúpt í árinni tekið að tala um kreppu þegar borið er saman við kreppuna miklu á fjórða áratug 20. aldar. Í Bandaríkjunum tala menn um recession eða lægð þegar verg landsframleiðsla hefur dregist saman í tvo ársfjórðunga. Kreppa eða depression er talin byrja ef landsframleiðslan minnkar mjög mikið eða samdrátturinn stendur lengi. Hér á landi hefur orðið kreppa verið notað með frjálslegri hætti, einkum í samsetningum. Vísbendingar Fjármálakreppur skiptast í nokkrar teg- undir, en verstar hafa reynst bankakrísur og gjaldeyriskreppur. Gjaldeyriskreppa á það til að koma í kjölfar annars konar fjármálakreppu, því að þá minkar svigrúm seðlabanka til aðhalds. Til eru nokkrar mikilvægar vísbendingar um yfirvofandi fjármálakreppu. Mikil útlánaþensla hefur oft verið undanfari kreppu, en þá eykst hættan á að eignasöfn fjármálafyrirtækja verði lakari. Mikill viðskiptahalli kann að vera vísbending um gjaldeyriskreppu. Ef rekstrarhalli er að miklu leyti fjár- magnaður með skammtímalánum er hætt við að fyrirtæki lendi í vandræðum með lausafé. Verði hagkerfið fyrir skelli eða ef hagvöxtur er lítill geta fyrirtæki lent í vandræðum með að standa í skilum, sem getur leitt til fjármálakreppu. Of hátt raungengi getur reynst útflutnings- fyrirtækjum erfitt, og er hætt við að þau geti ekki staðið við skuldbindingar. Einnig er hætt við því að fólk og fyrirtæki lendi í vandræðum með erlend lán þegar gengið sækir aftur í jafnvægi. Í litlum hagkerfum eins og Íslandi fer stór hluti lána oft í eina atvinnugrein. Ef sú grein lendir svo í vandræðum er hætt við að fjármálakerfið lendi í vandræðum. Þá er mikil eignaverðbólga, mikil skuld- setning fyrirtækja og hátt hlutfall skamm- tímaskulda í fjármagnsinnstreymi oft nefnt til sögunnar sem undanfarar fjár- málakreppu. Efnahagslægðin á Íslandi var því fyrir löngu fyrirsjáanleg, enda hafa margir varað við henni, m.a. hér í Vísbend- ingu. Nýjar kreppur í alþjóðavæðingu Með aukinni alþjóðavæðingu hafa fjár- málakreppur sett mestan svip á efnahags- lífið. Lánsfjárkreppur, lausafjárkreppur og lausafjárgildrur voru til dæmis ekki jafn algengar áður fyrr, sem sést með því að vitna í Þórólf Mattíasson sem skrifaði í Vísbendingu, í ágúst 1998: Hugtakið „lausafjárgildra“ (e.:liquidity trap) á ættir sínar að rekja til J.M. Keynes eins og svo margt annað í seinni tíma þjóðhagfræði. Fyrirbærinu er lýst í riti Keynes: General Theory of Employment, Interest and Money. Höfundurinn virðist ekkert sérstaklega hugfanginn af þessari hugarsmíð sinni því hann segist ekki þekkja nokkur söguleg dæmi um að hagkerfi hafi lent í þessari gildru. [...] Nú er svo komið að hugtakið er yfirleitt ekki að finna í uppsláttarlista kennslubóka í þjóðhagfræði. En á því gæti orðið breyting á næstu misserum í kjölfar nýlegra fullyrðinga Pauls Krugmans, prófessors við MIT, sem segir japanska hagkerfið nú fast í lausafjárgildru. Lausafjárgildra verður helst þegar nafnvextir eru nálægt núlli og fjárfestar búast ekki við mikilli ávöxtun. Þá geyma þeir peninga sína fremur í banka en að taka þátt í langtímafjárfestingum. Seðla- bankinn getur ekki lækkað vexti meira til þess að örva hagkerfið. Hann getur prentað peninga, en hefðbundnar aðferðir duga ekki til þess að koma peningunum í umferð. Bankar vilja ekki lána og því er nýskapað lausafé fast. Það er hugsanlegt að þetta hafi komið til hér, því að Seðlabankinn hefur neyðst til sýna aðhald, og trú manna á markaðinum er lítil. Lausafjárkreppa (e. liquidity crisis) er hins vegar þegar að fyrirtæki eiga nóg af eignum, en eiga erfitt með að breyta þeim í lausafé. Þannig geta þau átt erfitt með að standa við skuldbindingar og það bitnar á fjármálageiranum. Lánsfjárkreppa (e. credit crunch) verður þegar aðgengi að lánum minkar eða kostnaður við að taka lán í banka eykst skyndilega. Orsök slíkrar kreppu er yfir- leitt langt tímabil af óviðeigandi lánveit- ingum sem eru veittar af kæruleysi. Það veldur miklu tapi þegar að stór hluti lánanna er ekki greiddur til baka. Yfirleitt hefur þetta gerst í kjölfar þess að miklar eignabólur springa með tilheyr- andi verðhruni. Munurinn á lausafjár- kreppu og lánsfjárkreppu er aðallega sá að vel rekin fyrirtæki sem lenda í tíma- bundnum erfiðleikum vegna ytri aðstæðna geta lent í lausafjárkreppu, en í lánsfjár- kreppu hafa fyrirtækin látið glepjast af óraunsærri bjartsýni og tekið slæmar ákvarðanir. Í miðri kreppu getur verið erfitt að sjá hvort um lausafjárkreppu eða lánsfjárkreppu sé að ræða. Framtíðin Í kjölfar lánsfjárkreppunnar í Banda- ríkjunum sem hefur breiðst út hefur tiltrú fjárfesta á fjármálamarkaði snarminkað. Fjárfestar eiga það til að uppfylla sinn eigin spádóm. Ef þeir trúa því að einhver banki eigi eftir að fara á hausinn getur það leitt til þess að hann fari á hausinn. Fjármálamarkaðurinn þarf að vinna allt traust til baka og það getur tekið tíma. Kreppan gæti því orðið nokkuð langvinn. Allar reglur eiga eftir að vera strangari hvort sem þær verða samdar af yfirvöldum eða leikmönnum. Þessi kreppa er því mikilvægt kennslutæki. Þrátt fyrir allt munu alþjóðafjármála- markaðir halda áfarm að skipta sköpum. Þeir eru mikilvægt tól til þess að miðla peningum frá fjármagnseigendum til þeirra sem geta notað þá best til þess að skapa meira verðmæti. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir hagvöxt en því betur sem peningarnir eru ávaxtaðir, því meiri verður hagvöxtur. ksf

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.