Vísbending


Vísbending - 30.01.2009, Page 1

Vísbending - 30.01.2009, Page 1
30. janúar 2009 5. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Samþjöppun á matvörumarkaði er mikil og eykur hættu á markaðsmisnotkun. Nokkrir kostir eru hugsanlegir í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Áframhaldandi rekstur krónunnar sjálfrar virðist vera versti kosturinn. Hafði Fjármálaeftirlitið tíma til þess gæta þess að skilyrði við kaup Lands- bankans væru uppfyllt? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 5 . t b l . 2 0 0 9 1 Á undanförnum árum hafa þrjár verslunarkeðjur náð yfirgnæfandi hlutdeild í matvörumarkaði á Íslandi. Mikið hefur verið um það rætt hvaða áhrif þetta hafi á samkeppni á markaði. Árið 2005 ætlaði Krónan að styrkja markaðshlutdeild sína með verðlækkunum. Hagaverslanir brugðust við af fullri hörku. Frægt var að mjólkurlítrinn var seldur á eina krónu. Öllum var ljóst að með þessu var hann seldur langt undir kostnaðarverði og í kjölfarið voru Hagar kærðir til Samkeppniseftirlitsins fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Úrskurður í desember 2008 var á þá leið að fyrirtækið hefði brotið af sér og það var sektað um liðlega 300 milljónir króna. Í kjölfarið lýsti stofnandi Bónuss því yfir að sektirnar myndu lenda á neytendum í hærra vöruverði. Þessi yfirlýsing og málið allt vekur menn til umhugsunar um stöðu á matvörumarkaði. Geta Hagafyrirtækin í ljósi sterkrar stöðu sinnar óhrædd hækkað verð þannig að 300 milljónir króna í sektir séu ekki greiddar af eigendum heldur neytendum? Breyttir tímar Kaupmaðurinn á horninu er að mestu hættur sínum rekstri þó að dæmi sé um búðir sem reknar eru á einum stað. Þar má nefna Fjarðarkaup og Melabúðina. Stóru keðjurnar hafa um 85% af markaðinum. Verslanir Baugs eða Haga (Bónus, Hagkaup og 10-11) voru árið 2006 með rétt tæpan helmingshlut á markaðinum, Kaupás (Nóatún, Krónan, 11-11 og Kjarval) hafði 21% og Samkaup um 14% (sjá töflu á baksíðu). Það er athyglisvert að markaðshlutdeild Hagabúðanna hefur heldur styrkst á árunum frá 1995 til 2006 samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins um mjólkurmálið. Á höfuðborgarsvæðinu jókst hlutdeildin úr 55% í 58% en víða úti á landi hefur styrkingin verið miklu meiri, einkum þar Mikil samþjöppun í verslunarrekstri 2 framhald á bls. 4 4 sem Bónusverslanir hafa verið opnaðar og keðjan náð mjög sterkri markaðs- hlutdeild. Samkaupsverslanir náðu mest um 8% hlutdeild á höfuðborgarsvæðinu en voru með 6% árið 2006. Þeir sem ekki eru hluti af þessum þremur keðjum eru aðeins með 9% af matvöruverslun á Reykjavíkursvæðinu. Ekki liggur fyrir hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin tvö ár en ætla má að hlut deild lágvöruverslana hafi aukist að undan- förnu. Niðurstaða eftirlitsins var að staða Haga væri ráðandi á markaðinum. Auk þess að líta á markaðshlutdeildina má skoða fjárhagslegan styrk fyrirtækjanna. Hagar eru hluti af Baugssamsteypunni sem var lengst af feiknasterk. Forráðamenn Haga töldu í athugasemdum sínum til Samkeppnisstofnunar að ekki mætti horfa á móðurfélagið. Í andmælum Haga segir að þrátt fyrir að Baugur sé einn helsti eigandi að Högum sé Baugur ekki í þeirri stöðu að geta fært fjármuni frá fjárfestingarverkefnum 64 Mynd 15: Yfirlit yfir markaðshlutdeild á landinu öllu árið 2005 og 2006 Eins og sjá má af yfirlitskortinu hafa Hagar mikla yfirburði í markaðshlutdeild á nær öllum landssvæðum sem skilgreind hafa verið sem sérstakir markaðir í máli þessu. Versla ir Sa kaupa ru þó a.m.k. enn sem komið er, öflugar víða á landsbyggðinni en tiltölulega veikar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við verslanir Haga og Kaupáss. Hlutdeild annarra keppinauta er minni. Ei s og fjallað er um hér að framan getur staðsetning matvöruverslana haft mikla þýðingu við mat á því hversu mikil ítök þær hafa á markaðnum í næsta nágrenni við sig. Verslanir Bónuss eru staðsettar í öllum helstu landshlutum og aðgengilegar meirihluta landsmanna. Verslanir Bónuss hafa verið skilgreindar sem l gvöruverðsverslanir og eru eins og áður segir sniðnar til þess að þjóna neytendum fyrir stórinnkaup. Eru neytendur því tilbúnir að ferðast lengri vegalengdir en ella þegar þeir gera innkaup í slíkum verslunum. Ljóst er í samkeppnisrétti að svonefnd breiddarh gkvæmni (e. economy of scope) getur rennt stoðum undir að fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2007 Icelandair ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu. Í því sambandi skiptir máli að Hagar reka víða um landið, eins og fram hefur komið, verslanakeðjur sem falla í alla flokka þeirra verslunarforma sem er að finna á markaðnum. Þá reka Hagar einnig fjölda verslana á öðrum mörkuðum, s.s. tískuvörumörkuðum. Þessir þættir eru mikilvægur hluti efnahagslegs styrkleika Haga enda felst í þeim m.a. töluverð breiddarhagkvæmni. Breiddarhagkvæmni fæst þegar fyrirtæki nær að nota sömu framleiðslutæki til þess að framleiða fleiri en eina afurð og þannig dreifa föstum kostnaði á fleiri einingar. Í matvöruverslunarrekstri er afurðin sem um ræðir þjónusta við neytendur á sviði dagvöruinnkaupa. Með því að staðsetja verslanir sínar, sem geta sinnt öllum dagvöruþörfum neytenda, í öllum stærstu byggðum Mynd: Markaðshlutdeild eftir landssvæðum árið 2006. Heimild: Samkeppniseftirlitið. Geta Hagafyrirtækin í ljósi sterkrar stöðu sinnar óhrædd hækkað verð þannig að 300 milljónir króna í sektir sé ekki greiddar af eigendum heldu neyt ndum?

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.