Vísbending


Vísbending - 30.01.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.01.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 5 . t b l . 2 0 0 9 3 Helsti ávinningur af myntráði er aukinn stöðugleiki. Fyrirtæki geta fjármagnað sig og farið í langtímaverkefni, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af gengisbreytingum. Einnig munu vextir laga sig að vaxtastigi í því landi sem gengið er fest við. Væru vextir hærri myndi fjármagn flæða inn þar til aukið framboð lækkaði vextina; væru þeir lægri myndi fjármagn flæða úr landinu þar til minna framboð hækkaði vextina. Myntráð getur líka hjálpað til í baráttunni við háa verðbólgu. Með myntráði tapar þjóðin sjálfstæðri peningastefnu. Ríkisstjórnin gæti ekki prentað peninga og yrði því að afla tekna með sköttum eða lántöku til þess að mæta útgjöldum. Enginn lánveitandi væri til þrautavara. Ríkið gæti ekki bjargað bönkunum ef þeir lentu í vandræðum með lausafé og komið þannig í veg fyrir keðjuverkandi áhrif sem fall þeirra hefði á hagkerfið í heild. Þegar gengið er ekki lengur fljótandi getur það ekki komið jafnvægi á þjóðarbúskapinn. Íslendingar þyrftu því að finna aðrar leiðir til þess að ná slíku jafnvægi eins og komið verður að hér á eftir. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils Einhliða upptaka evru hefur verið mikið til umræðu. Slíkt fyrirkomulag er mjög einfalt í framkvæmd og hefur þann kost fram yfir myntráð að mjög erfitt er að fara til baka í gamla gjaldmiðilinn. Í Ekvador var gjaldmiðlinum skipt út fyrir dollar á einni nóttu árið 2000. Verðbólga hafði verið mjög há, gengið fór hríðlækkandi og erlendar skuldir ríkisins voru afar miklar. Alonso Perez, efnahagsráðgjafi forseta Ekvadors, kvað reynslu landsins af dollaravæðingunni mjög jákvæða. Bandarísk yfirvöld hefðu að vísu ekki verið mjög sátt þegar þau lásu um hana í blöðunum en gátu samt lítið við henni gert. Fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, tóku aðgerðunum hins vegar mjög vel. Verðbólga dvínaði hratt og varð svipuð og í Bandaríkjunum. Erlendir aðilar hófu fjárfestingar í landinu. Skuldir ríkisins minnkuðu, en skuldir einkageirans jukust, m.a. vegna betra aðgengis að fjármagni en áður. Fólk fór að treysta bönkunum aftur og leggja fé inn í þá, þrátt fyrir að engin ábyrgð væri á innlánum. Perez taldi einnig að skortur á lánveitanda til þrautavara hefði í raun reynst dulbúin blessun. Bankarnir tóku sjálfir höndum saman og stofnuðu sameiginlegan sjóð sem kom í stað slíks lánveitanda. Erlend lán sem bönkunum buðust voru minni en áður og á hærri vöxtum en ella. Fyrir vikið voru bankarnir áhættufælnari og sluppu því að miklu leyti við þau vandamál sem bankar víða um lönd kljást nú við. Einhliða upptaka evru er þó tæpast raunhæfur kostur. Í fyrsta lagi yrði slík aðgerð harla óvinsæl innan Evrópusambandsins og gæti staðið í vegi fyrir annars konar samstarfi við það í framtíðinni. Í öðru lagi myndi þörf á gjaldeyrisvarasjóði aukast en ekki minnka, því möguleiki væri á að allar evrurnar myndu flýja úr landi. Það er því ekki víst að trú á íslenskt hagkerfi ykist eða að vaxtastig lækkaði og yrði í samræmi við það sem gengur og gerist á evrusvæðinu. Í raun er þessi kostur nánast útilokaður fyrir Íslendinga. Myntbandalag Að taka upp mynt í samráði við aðra, svo sem evru í gegnum Evrópusambandið, hefur alla kosti myntráðs og einhliða upptöku evru. Að auki fengju Íslendingar Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl fyrir fjármálakerfi sitt. Hann væri mun öflugri lánveitandi til þrautavara en Seðlabanki Íslands, þar sem að hann getur veitt lán í stærri og skiptanlegri mynt. Trúverðugleiki ykist líklega um leið og þjóðin tilkynnti að stefnan hefði verið tekin á evruna með inngöngu í Evrópusambandið. Þar sem Íslendingar myndu missa sveigjanleika í gegnum gengið, þyrfti þjóðarbúskapurinn að ná jafnvægi með öðrum hætti. Annað hvort þurfa nafnlaun að vera sveigjanleg eða vinnuafl færanlegt á milli landa. Ef hvorugt er raunin er hætta á langtíma atvinnuleysi. Segjum að á Íslandi sé þensla með tilheyrandi launahækkunum og verðbólgu en ekki annarsstaðar á evrusvæðinu. Að þensluskeiði loknu kæmi samdráttur. Ef laun lækka ekki aftur verður vinnuafl á Íslandi hlutfallslega dýrt miðað við verð í Evrópulöndum. Eftirspurn eftir vinnuafli verður því minni en framboð, að minnsta kosti þangað til evrusvæðið er búið að „ná okkur“ í verðlagi. Því verða laun á Íslandi annað hvort að lækka þannig að fyrirtækin séu tilbúin til þess að ráða fleira fólk eða umfram vinnuafl verður að flytja sig til þeirra svæða þar sem er skortur á vinnuafli. Þetta gerist einnig ef tekið er upp myntráð og evra tekin upp einhliða. Hvaða leið ber að fara fer mikið eftir aðlögunarhæfni íslenska hagkerfisins, t. d. í vinnumálalöggjöf, atvinnuleysisbótum, afstöðu stéttarfélaga o. s. frv.. Að taka upp evru er þó engin töfralausn og krefst þess að meira aðhalds sé gætt í ríkisfjármálum en verið hefur. Þá er ótalið að Íslendingar þurfa fyrst að ganga í Evrópusambandið með tilheyrandi kostum og göllum. Slík innganga er að miklu leyti pólitísk spurning. Gengisfyrirkomulag annarsstaðar Eins og sjá má í töflu er gengisfyrirkomulag landa mjög ólíkt. Þetta gefur til kynna að ekki ríki einhugur um hvaða fyrirkomulag sé best. Einnig má vera að mismunandi gengisfyrirkomulag henti ríkjum misvel. Ekkert fyrirkomulag (nema þá hugsanlega lokað hagkerfi) kemur í veg fyrir kreppur og í raun krefjast þau þess öll að fjármálastefnan sé í lagi. Hins vegar er auðvelt að færa rök fyrir því að erfitt sé að halda stöðugleika í litlu opnu hagkerfi eins og Íslandi með fljótandi gengi. Evran myndi stuðla að stöðugleika á hér á landi í bráð og í lengd. Þó þurfa menn að hafa í huga hvaða áhrif slíkt hefði á sveigjanleika hagkerfisins við breyttar aðstæður. Kári S Friðriksson umfram vinnuafl ver!ur a! flytja sig til "eirra svæ!a "ar sem er skortur á vinnuafli. #etta gerist einnig ef teki! er upp myntrá! og evra tekin upp einhli!a. Hva!a lei! ber a! fara fer miki! eftir innvi!um íslenska hagkerfisins, t.d. vinnumálalöggjöf, atvinnuleysisbótum, stéttarfélögum o.s.frv.. A! taka upp evru er "ó engin töfralausn og krefst "ess a! meira a!halds sé gætt í ríkisfjármálum en veri! hefur. #á er ótali! a! Íslendingar "urfa fyrst a! ganga í Evrópusambandi! me! tilheyrandi kostum og göllum. Innganga er a! miklu leyti pólitísk spurning. Gengisfyrirkomulag annarssta!ar Eins og sjá má í töflu 1 er gengisfyrirkomulag landa mjög ólíkt. #etta gefur til kynna a! ekki ríkir einhugur um hva!a fyrirkomulag sé best. Einnig má vera a! mismunandi gengisfyrirkomulag henti ríkjum. Ekkert fyrirkomulag (nema "á hugsanlega loka! hagkerfi) kemur í veg fyrir kreppur og í raun krefjast "au öll a! fjármálastefnan sé í lagi. Hins vegar er hægt a! færa rök fyrir "ví a! erfit t sé a! halda stö!ugleika í litlu opnu hagkerfi eins og Íslandi me! fljótandi gengi. Evran myndi stu!la a! stö!ugleika á hér á landi í brá! og í lengd. #ó "urfa menn a! hafa í huga hva!a áhrif slíkt hef!i á sveigjanleika hagkerfisins vi! breyttar a!stæ!ur. Tafla 1: Gengisfyrirkomulag í heiminum (í rö! eftir hversu fljótandi gengi! er) Gengisfyrirkomulag Fjöldi Landa Landi! hefur ekki peningalegt sjálfstæ!i 42 -Landi! notar eingöngu gjaldmi!il annars lands 9 -Sameiginlegar myntir, svo sem Myntbandalög 29 Myntrá! 7 Bundi! flot 5 Skri!gengi (e. crawling peg) 6 Skri!bönd (e. exhchange rate within crawling bands) 2 St$rt flot (reynt a! hafa áhrif á gengi! án "ess a! hafa markmi! í huga 48 Hreint flot 36 Heimild: Al!jó"agjaldeyrissjó"urinn (IMF) Kári S Fri"riksson Tafla: Gengisfyrirkomulag í heiminum (í röð eftir versu fljótandi gengið er) Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF).

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.