Vísbending


Vísbending - 30.01.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.01.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 5 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Þegar eignarhaldsfélagið Samson eign-aðist ráðandi hlut í Lands bankanum setti Fjármálaeftirlitið ákveðin skilyrði fyrir kaupunum. Eftirlitið hlýtur að hafa gengið eftir því að skilyrðin væru uppfyllt enda auðvelt að fylgjast með því. Tilvitnunin hér að neðan er í ákvörðun eftirlitsins frá 3. febrúar 2003: „Í bréfum Fjármálaeftirlitsins til Samson og viðræðum við forsvarsmenn þess hefur verið lögð á það rík áhersla að tryggt verði að eignarhlutur þeirra í bankanum, ef af verður, skapi þeim ekki stöðu eða ávinning annan en þann sem felst í ávinningi almennra hluthafa af heilbrigðum og arðsömum rekstri bankans. Þannig muni félagið, eigendur þess, tengdir aðilar eða kjörnir fulltrúar í bankaráði ekki njóta aðstöðu í bankanum, s.s. viðskiptakjara, íhlutunar í viðskiptalegar ákvarðanir er varða þá sjálfa, tengd félög eða samkeppnisaðila eða upplýsinga um viðskipti núverandi eða tilvonandi samkeppnisfyrirtækja. ... Meðal atriða sem Fjármálaeftirlitið lagði til er að reglum bankaráðs verði breytt á þann hátt að tryggt verði að upplýsingagjöf til bankaráðsmanna fari aðeins fram í gegnum bankaráð, að starfsmönnum verði óheimilt að veita bankaráðsmönnum upplýsingar um viðskiptamenn bankans, að vanhæfisreglur í bankaráði verði styrktar og að upplýsingagjöf til bankaráðs um fyrirgreiðslu til venslaðra aðila verði víðtækari og taki ótvírætt til einstaklinga og fyrirtækja í nánum tengslum við bankaráðsmenn. Þessar upplýsingar eru ennfremur liður í reglulegri upplýsingagjöf lánastofnana til Fjármálaeftirlitsins.“ Sumarið 2003 átti Landsbankinn viðskipti með bréf í Skeljungi. Yfirmaður verðbréfaviðskipta bjó yfir innherjaupplýsingum, en bankinn seldi hlutabréfin engu að síður með miklum hagnaði. Fjármálaeftirlitið kannaði málið og vísaði þætti Landsbanka Íslands til embættis Ríkislögreglustjóra í janúar 2004. Ekki þarf að efast um að það hafi verið rannsakað í þaula enda stendur rannsókn enn yfir. bj * Rússneskur málsháttur Góð áform varða götuna til glötunar * Tafla. Markaðshlutdeild á matvörumarkaði á Íslandi árin 2005 og 2006 Heimild: Samkeppniseftirlitið. sínum til að auka markaðshlutdeild Haga á matvörumarkaðinum. Baugur eigi einungis 20-30% hlut í mörgum af þeim félögum sem fyrirtækið hafi fjárfest í og um rekstur þeirra gildi hluthafasamkomulag. Sem dæmi þá eigi Baugur 25% hlut í Teymi hf. sem sé skráð félag á markaði. Baugur geti ekki fært fjármuni úr því félagi yfir í rekstur annarra félaga, s.s. Haga eða Bónuss. Þessar röksemdir eru athyglisverðar af nokkrum ástæðum. Ekki þarf að efast um að tölurnar séu réttar. Hins vegar voru margir hluthafar Teymis nátengdir viðskiptafélagar Baugs og eigenda hans. Auk þess koma athugasemdir Haga inn á atriði sem mjög hefur komið til umræðu um Fréttablaðið, en bent hefur verið á að auglýsingar frá Hagasamsteypunni og öðrum Baugsfyrirtækjum hafi lagt grunn að útgáfu blaðsins. Með þeim var hægt að flytja fjármuni milli rekstrareininga tengdra félaga. Þannig var hægt að ýkja fjárhagslegan styrk 365 miðla með því að færa félaginu fé frá Högum. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi ummæla stofnanda Bónuss um að hægt sé að færa sektarkostnaðinn yfir á neytendur. Fyrirtækinu var með sama hætti í lófa lagið að færa rekstrarkostnað af Fréttablaðinu yfir á viðskiptavini matvöruverslana sinna og annarra fyrirtækja með því að birta óhóflega mikið af auglýsingum. annars vegar og Norvíkur, móðurfélags Kaupáss, hins vegar. Hjá Baugi var eiginfé 73 milljarðar króna í árslok 2006 en á sama tíma var það 4 milljarðar króna hjá Norvík. Því er enginn vafi á því að Baugur er risi í samanburði við Norvík og fjárhagslegir burðir félagsins miklu meiri a.m.k. á þeim tíma. Eðlilegt er að spurt sé hvort það sé ekki neytendum í hag að stórar verslunarkeðjur selji vörur eins og mjólk á gjafverði. Því er til að svara að ef aðgerðin verður til þess að veikja eða drepa samkeppnisaðila þá er staða neytenda mun verri þegar upp er staðið. Þetta blasir nú við á dagblaðamarkaði og sást einnig með ævintýri Baugs í dagblaðaútgáfu í Danmörku. Samkeppniseftirlit hefur látið slíkt viðgangast á íslenskum markaði lengi og því er ástæða til þess að fagna niðurstöðunni að þessu sinni. Eðlilegt er að spurt sé hvort það sé ekki neytendum í hag að stórar verslunarkeðjur selji vörur eins og mjólk á gjafverði. Hvað voru félögin stór? Heildareignir Haga voru 24 milljarðar króna í árslok 2006 á móti fjórum milljörðum króna á hin félögin tvö. Eiginfé Haga á sama tíma var 6,5 milljarðar króna á móti 600 milljónum hjá Kaupási og 1.200 milljónum króna hjá Samkaupum. Velta Haga árið 2006 var tæplega 47 milljarðar króna, hjá Kaupási var hún nálægt 16 milljörðum króna og um tólf milljarðar króna hjá Samkaupum. Það er mjög athyglisvert að bera saman eiginfé Baugs, móðurfélags Haga, Tafla. Marka!shlutdeild á matvörumarka!i á Íslandi árin 2005 og 2006 Verslanake!ja/bú! Hlutdeild Bónus 34% Hagkaup 11% 10-11 4% Alls Hagar 49% Nóatún 11% Krónan 7% 11-11 3% Kjarval 1% Alls Kaupás 22% Kaskó 1% Nettó 5% Samkaup Strax 2% Samkaup Úrval 6% Alls Samkaup 14% Fjar!arkaup 3% Kaupfél.H éra!sb. 1% Verslun Einars Ól. 1% Melabú!in 1% Kaupfél. Skagf. 1% A!rir 8% Heimild: Samkeppniseftirlit Mynd: Marka!shlutdeild eftir landssvæ!um ári! 2006. Heimild: Samkeppniseftirlit

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.