Straumar - 01.01.1927, Blaðsíða 12

Straumar - 01.01.1927, Blaðsíða 12
4 STRAUMAR þessum mætti trúarinnar. Einnig má lesa um hann í æti- sögum þeirra manna, sem á hinum ýmsu tímum hafa skar- að fram úr öðrum í guðstrausti og kærleika. Enn hirtist þessi máttur trúarinnar í lífi manna, þótt vorir tímar, af mörgum, munu taldir slæmir í þeim efnum. Ef spurt er um, í h v e r j u þ e s s i k r a f t u r trúar- innar sé fólginn, má benda á margt: Á mátt til að þola og líða og bera það sem erfitt er; á mátt til að standast freistingar og þroska sjálfan sig; á mátt til að hjálpa öðrum, til að göfga mann- lífið og koma hugsjónum í framkvæmd. Plestir munu hafa kynst einhverjum þeim mönnum, þar sem þessi kraftur hefir birzt í einhverri mynd, Eitt slíkt dæmi hefir mér alveg nýlega borist í hendur. Það er í nýútkomanni lítilli bók, er lýsir æfiferli og hugs- unarhætti ungrar stúlku, sem átti við langvint og þreyt- andi heilsuleysi að stríða, en fyrir trúna fékk mátt til að bera mótlæti sitt með rósemi og láta gott af sér leiða, þrátt fvrir öll veikindin. Bæði bréf hennar og lýsing þeirra, sem bezt þektu hana, bera þess vott, hvert hún sótti þrek- ið og máttinn og heitu þrána eftir að verða öðrum til gleði og blessunar. Um hana gat ein af beztu vinkonum hennar sagt: „Mér finst Stefanía vera ein sú bezta og fegursta sál, sem eg hefi kynst, og jafnframt svo barns- lega hrein og glöðu. Og bróðir hennar gefur henni þann Vitnisburð, að: „Með aldrinum, þroskanum og veikindun- um komst hugur hennar nær og nær Gfuðiu.*) Verið gæti að lik dæmi þessum mætti finna fleiri en flesta grunar, bæði hér á landi og erlendis, ef vel væri leitað. Má í því sambandi benda á eftirtektarverða bók: „Religiösitet og sygelige Sindstilstandeu, eftir geðveikra- lækninn danska H. I. Schou, útkomna 1924. Lýsir höf- undurinn þar skoðunum sínum og ýmsra annara merkra geðveikralækna á mætti trúarinnar til að vernda tauga- kerfið gegn öflum þeim, er á það herja. Eru mörg um- *) Bogi Th. Melsteð: ,Stefania Melsteð. Æfiminning og bréf“. Kaupmannahöfn 1926.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.