Straumar - 01.01.1927, Blaðsíða 15

Straumar - 01.01.1927, Blaðsíða 15
STEAUMAR 7 engin fæst lækningin. Eins er því varið með trúarlífið. Þar er kyrstaða dauði, en þroskinn lífið. Þessvegna er svo mikilsvert, að trúarlíf hvers manns sé sífelt í v e x t i, altaf á leið þroska og framfara, þótt hægt gangi og margt sé þeim þroska til fyrirstöðu. En þroski trúarlífsins er í þrennu fólginn: í auk- inni þekkingu — og í vaxandi hreinleika og innileika til- finninganna — og í vaxandi viljaþrótti. Þroskinn á með öðrum orðum að ná til allra einda sálarlífsins, þótt oftast fari svo fyrir flestum, að þroskinn verði eitthvað einhliða. Þroski vitundarlífsins er fólginn í aukinni þekkingu á Guði og vilja þans og á tilgangi og verðmæt- um lífsins og í sífelt dýpri skilningi á öllu því, er and- lega lífið varðar. — Frá þessu sjónarmiði er það rnesti misskilningur, að nokkur maður rnegi láta staðar numið við „barnatrúa sína. öll þekking barnsins og allur skiln- ingur er, sem vita má, ófullkominn. Þessvegna eru orð Páls ávalt í gildi: „Verið ekki börn í dómgreind, .... verið fullorðnir í dómgreindu (l.Kor. 14, 20.) og þar sem hann talar um að vera „vitrir í því sem gott eru (Róm. 16, 19.). En höfundur Hebreabréfsins talar um þetta með líkingarorðum, þar sem hann gerir mun á mjólk og megnri fæðu. Mjólkin er „byrjunar-stafróf boða Guðsu (Hebr. 5, 12.) og er fyrir börnin, „en megna fæðan er fyrir full- orðna, þar sem leiknin hefir tamið skilvitunum að greina gott frá illu“. Þroski tilfinningalífsins hjá trúuðum kristn- um manni á aftur á móti að vera fólginn í æ meiri inni- leika kærleikans til Guðs og manna, í Guði helguðum hugarhræringum og í hreinum hvötum. En þroski viljalífsins á að birtast í sívaxandi v i 1 j a, f e s t u og í v i 1 j a f r a m k v æ m d, sem æ meir og meir verður Guði helguð og miðuð við vilja hans. Þar sem þroskann vantar, verður kyrstaða. En kyrstaða trúarlífsins er hverjum manni stórhættuleg, hvort sem hún er á sviði þekkingar, tilfinninga eða vilja. Hættulegust er hún vitanlega fyrir þá, sem leiðtogar eiga að vera í andlegum málum. Þeir þurfa að geta sagt með Páli post-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.