Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 8

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 8
1.H4 STRAUMAR ingunni verið dembt athugasemdalaust, svo sem fullgildri allsherjar skýrgreiningu á kristinni trú. Þessu vil eg leyfa mjer að mótmæla mjög eindregið, af þeim ástæðum, sem nú skal greina: 1. Eg held að naumast 5% af prestum landsins muni „trúa“ postullegu trúarjátningunni í öllum atriðum. Bisk- upinn trúir henni ekki. Enginn guðfræðiprófessorinn við Háskólann trúir henni — og naumast nokkur af þeim, sem nú les guðfræði við Háskólann, sumir í þeim tilgangi, að verða síðar prestar í íslenzku þjóðkirkjunni. Ýmsir prestar hafá tjáð mér, að þeir fái jafnan aðkenningu af vondri samvizku, er þeir láti bömin vera að játa það, að þau trúi „upprisu holdsins“, himnaför Krists í jarðnesk- um líkama, komu hans á efsta degi til dóms, meyjarfæð- ingunni og fleiri eldgömlum hugm.yndum, sem flestir eru nú horfnir frá. 2. Að flytja þannig börnum þær kenningar, sem oss virðast hindurvitni, er að sá illgresi í sálir þeirra, og það er vont verk. 3. Að nota við staðfestingu ungmenna, þá skýr- greiningu á kristinni trú, sem margir guðfræðingar vorra tíma eru nú frá horfnir, og- þar að auki ósammála um, hvemig skilja beri og gefur jafn slitrótta og ófullkomna hugmynd um samband mannsins við tilveruna — er mjög óviðurkvæmilegt, villandi og óholt fyrir trúarlífið. En hví er þá verið að halda dauðahaldi í þessa af- gömlu trúfræðiritsmíð og troða henni á þann hátt inn í helgisiðaform þjóðkirkjunnar, að það hljóti í mörgum til- fellum að misþyrma samvizkum bæði presta og safnaða? Því er auðsvarað. Það er af lotningu fyrir aldagöml- um vana. — En það er skynsemin og samvizkan, sem á að temja vanann, en vaninn á ekki að ráða fyrir sam- vizku og skynsemi. í trúai’efnum er vaninn einmitt það svefnþom, sem hættulegast er samvizkum manna, hann er gróðrarstía allrar spillingar og trúhræsni og horrim kreddu og hindurvitna. Af vana datt engum manni í hug jafn sjálfsagður hlutur og það að nema postullegu trúar- játninguna burt úr Helgisiðabókinni 1910, a. m. k. í þeirri

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.