Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 15

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 15
R T R A U M A R 141 Óheilindi. Eftirmáli. Eg hefi orðið þess var, að sumum góðum mönnum, hefir þótt fullfreklega til orða tekið í greininni um óheil- indi prestastefnunnar, í síðasta tbl. Strauma. Þeir hafa spurt, hver tilgangur hennar sé, hvort hún yrði ekki til að skaða trúar- og siðgæðislíf manna, með því að veikja að- stöðu klerka um umvöndun, þar eð hún hefir sýnt fram á allverulega siðferðisbresti eða heimsku hjá heilli sam- kundu þeirra, í stað þess að þegja yfir þeim, og láta þá liggja í láginni. Og loks hafa menn spurt, hvort ekki sæti illa á „ungum manni“, sem sjálfur sé á ýmsa lund undir sömu og fleiri syndir seldur, að setjast sem óskeikull páfi í dómarasæti yfir virðulegum klerklýð. Þessu er þar til að svara, að tilgangurinn með greininni var þessi: 1. að sýna fram á, að óheilindi og lygi í opinberum málum eru orðin þjóðinni svo í merg runnin, að jafnvel góðir og guðhrædd- ir menn, sem eru samvizkusamir í öllu einkalífi sínu, leið- ast óhikað út í þau, ef þeir hyggja sinn málstað ná sigri fyrir, en þetta tel eg einn hættulegasta löst, bæði fyrir viðskifti og efnalega afkomu þjóðarinnar, og fyrir sálar- þroska einstaklingsins. Greininni átti því að vekja menn til baráttu móti lyginni. 2. Ef rangt skyldi vera, að óheil- indi og lygi hefðu ráðið gerðum klerka á Synodus, sýndi eg fram, að ekki gat annað ráðið en heimska þeirra og fljótfærni. Að vísu tjáir ekki að áfellast menn fyrir heimsku þeirra eða atyrða fyrir hana, en hinsvegar getur mörgum góðum mönnum verið holt, að þeim sé á hana bent, svo að þeir vari sig næst á sama skerinu. Aftur á móti ber fljótfærni vott um kæruleysi, og það er löstur, er dregur margan slæman dillc á eftir sér, bæði fyrir þjóðir og einstaklinga. Greinin átti því að brýna fyrir mönnum vandvirkni og samviskusemi í opinberum málum. 3. Ef nú samþykt Synodusar hefir verið gerð til þess að setja „sátt með þjóðum“ um það mál, sem um var að ræða, átti grein- in að sýna fram á, að svo langt var frá, að það hefði tek-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.