Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 11

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 11
S T R A U M A R 137 henni, en megináherslan sé lögð .á bænina1). Það mun verða kirkju lands vors til meiri blessunar og heilla Benjamín Kristjánsson. mannsms Eftir J. Arthur Hill. Framfarahugmyndin er tiltölulega ný af nálinni. All- ar myrku aldimar, sem nefna mætti tímabilið frá 500— 1500 f. Kr., lá mannleg hugsun í læðingi. Engin uppgötv- un átti sér stað; einn mannsaldur var öðrum líkur, að því er lífsskilyrðin snerti, um framfarir var ekki að tala; hugsunin snerist æ um hið sama. Á þessum tímum gerðu menn sér enga hugmynd um þróun; það datt varla nokkr- um í hug, að neitt gæti orðið öðruvísi en það var. Þ r ó u n. En þá koma reynsluvísindin til sögunnar og með þeim verður breyting á öllu þessu. Jarðfræðingar eins og Lyell2) sýndu fram á, að yfirborð jarðar hefði smám saman tekið á sig núverandi mynd fyrir áhrif afla, sem starfað hafa um langt skeið, afla, sem enn eru að verki og alstaðar má sjá. Nefna má t. d. veðrun af völd- um regns og vinda og ár, sem bera að ósi fram föst efni, er setjast á sjávarbotninn. Verður þannig til land með x) Bænirnar í þessum tillögum þarf nefndin að endurskoða rækilega. Orðbragðið á þeim er eigi sem bezt, og er ófært að þær séu svo leiðinlega orðaðar, og á svo vondu íslenzku máli, að það stingi í stúf við hina ágætu biblíuþýðingu vora. þessir menn, sem í nefndinni sitja, hljóta að eiga til meiri andagift og mál- snild en séð verður af breytingartillögunum, og ættu þeir að kosta kapps um að gefa kirkjunni svo fallega orðaða Helgisiða- bók, að hún yrði hvað sem öðru líður sígild í bómentum þjóð- arinnar. 2) Sir Charles L. (1797—1875), kunnur jarðfræðingur, brezk- ur. — (þýð.).

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.