17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 9

17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 9
17. JUNI 9 fetta var alt sem þeir gerðu. Svo Islendingar liafa ekkert að bregða þeim um. Uað var bara að okkur skyldist það ekki í fyrstu. En nú skiljum vjer það. — Og þó megum við ekki gleyma að þakka líka þeim, sem sátu kyrrir heima og juku bókmentir vorar. Bannlögin. Vjer skulum ekki aÖ þessu sinni fara að skrifa langt mál um bannlögin, til þess höfum vjer líka of fá gögn í höndum sem stendur. Uó þorum vjer aö segja, að hvorki skiljum vjer fram- komu landsstjórnar, löggjararþings eða bannmanna. Vjer skiljum ekki, hvern- ig forsætisráðherran, sem líka hefur verið bannmaður, ætlar að vei’ja þess- ar gerðir stjórnarinnar, að hann ekki þá heldur tók þann kostinn, að biðja lausnar fyrir ráðaneytið, heldur en að fara svona í sjálfan sig. Og svo löggjarþingið. Uað hefur hjer ekki gefið fagurt eftirdæmi. Því hefði þó verið betra að leggja málið fram til almennrar atkvæðagreiðslu, svo að þjóðin gætj skyrt og ákveðið skor- ið úr um það, liver liennar vilji væri málinu. I stað þess samþykkir þing- ið rólegt, með köldu blóði, breytingar á bannlögunum, sem svo að segja al- gerlega nema lögin úr gildi. Þvi þá ekki heldur að afnema lögin með öllu. Pinginu hefur iíklega þótt það vera ganga of hreinlega til verks. Pað á að smádrepa þau svona, svo að almenningur taki minna eftir því, og svo einn góðan veðurdag, eru , lögin iir sögunni, og þá nennir almenningur ekki að fást um það meira. Og þá bannmenn. Oss finnst það hefði verið eðlilegt, að heyra meira úr þeirri átt. Og það er ekki laust við, að þeim sem staðið liafa álengdar, og fylgst með á orustuvellinum, hafi fund- ist vera hik nokkurt í vörninni og fráhvarf af hálfu liðsmanna. En á þann hátt næst aldrei að neinu marki. Yjer vildum mega trúa því, að þetta spor til baka, væri að eins að kenna smávægilegum misfellum innan bann- manna, og að sóknin verði tekin upp afur með líf og sál. En sje trúin á málstaðinn hoi'fin og forusta í brjóstfylking hikandi, þá er liætt við að fylkingar riðlist, og að fjandmennirnir þeysi fram — og leggja þeir þá alt í auðn. Utanferdir ráðherranna. Ekki minna en allir ráðherrarnir 3 liafa verið utan á þessu ári. iForsætis- ráðherrann eins og venja er til að fá staðfestingu konungs á öllum þeim lagabálki, er þingið ljet. eftirsig — livort sem nú syrpan sú hefir verið þess verð eða ekki. Þá var fjármálaráðherrann hjer lika, hjerumbif um sama leyti og vissi enginn i livaða erindum hann var; gárungarnir stungu saman nefjum um það, að hann mundi hafa tekið feil á skipum frá Austurlandi, eða að Eaup- mannahöfn hefði verið honum svo rík í liuga að hann hefði gleymt að fara af í Reykjavík. En þeir sem best

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.