17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 14

17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 14
14 17. JUNI Uorvaldi, sera var'.'aðstoðarmaður hans, var ekki boðið, og þótti próf. John- strup það einkennilegt. Yjer getum þessa hjer[] af þeirri á- stæðu, að það brennur ennþá við þetta »taktleysi« af hálfu Islendinga. Svo viljum' vjer ráða Islendingum að eignast Minningabók í’orvaldar Tlior- oddsen, og þeim sem ekki geta eign- ast hana, að lesa liana á söfnum. Erlendar fregnir. England. Með stjórnarbreytingunni á Englandi var þingið rofið og fara nýjar kosningar fram 15. þ. m. Allar fregnir sem hingað berast benda til þess, að kosningabaráttan verði hörð og meiri en nokkuru sinni áður, og er varla um annað talað þar í landi en kosningarnar og hverjir inuni sigra. Flokkur verkamanna hefur sig mjög frammi við kosningarnar, sendir út flugrit i stórum upplögum og hefur tvö þúsund manna um alt England að tala málstað verkamanna. Enginn flokkanna þorir heldur að fullyrða neitt um það, hvernig kosningunum muni reiða af. en það er talið sennilegt, að enginn flokkanna fái svo ákveðinn meirihluta, að einhver einn þeirra geti myndað stjórnina. Mjög er talið tvísýnt að B o n a r L a w setji lengi að völdum og ekki talið alveg ólíklegt að Lloyd George komi bráðlega fram á sjónarsviðið aft- ur. (Hann er nú 59 ára gamall, hefur setið í neðri málstofunni síðan 1890, verið ráðherra síðan 1905 og forsætis- ráðherra síðan 1916. Frakkland. Eins og fyrri daginn eru Frakkar alveg ósveigjanlegir i skaðabótakröfum sínum gegn Þjóð- verjum, og má ekki gera sjer minstu von um nokkra tilslökun eða frest á greiðslum Pjóðverja til Frakka og skilyrðum þeim viðvíkjandi, meðan Frakkar hafa yfirtökin í þeim málum. Lög um almennan kosningarjett kvenna eru um þessar mundir til um- ræðu í franska þinginu. Pánn 8. þ. m. hófust umræður um málið, og voru áheyrenda pallar þingsins fullskipaðir kvenrjettindakonum. — Pað eru þó ekki talin nein líkindi til þess að kon- um verði veittur frekari kosningarjett- ur að þessu sinni, enda þótt það sje fast sótt af ýmsum málsmetandi mönn- um í þinginu. Pýskaland. Par fer alt hröðum fet- um niðurávið, nema verð nauðsynja. Markið fellur með ógnar liraða og er í dag 100 mörk 6 aurar í dönskum peningum. Dýrtíð er afskapleg og hafa búðir verið sópaðar innan og til blóðugra bardaga komið á götum úti. Qm skaðabótagreiðslur Pjóðverja þokar engu áfram. Nefnd sú sem um málið fjallar, hefur nýlega verið í Ber- lin, og er enginn árangur af ferð hennar. Pað stendur til breyting á stjórninní þýsku, og vilja Jafnaðarmenn ekki sitja sig í móti breytingunni, en þó ekkert heyra um stjórnmálastefnur Stinnes. En hann heldur því fram, að nauðsynlegt sje meðal annars að lengja

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.