Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 68

Morgunn - 01.06.1981, Page 68
66 MORGUNN allt kvikt. Flugvélar voru sendar yfir þorp og látnar varpa niður vinargjöfinn, og var til þess valinn hátíðisdagur, er þorpsbúar voru saman komnir á einn stað, en síðan komu aðrar flugvélar og vörpuðu sprengjum yfir mannfjöldann. Vélbyssumenn sáu svo fyrir þeim, sem ekki höfðu orðið sprengjunum að bráð. íbúar landsvæðis voru smitaðir skæð- mn sjúkdómum, svo að þeir hrundu niður. Ein aðferðin var sú, að ættbálki var gefinn sykur blandaður arseníkeitri. Þess- ar staðreyndir koma fram í skýrslu nefndar, sem sjálf Brasilíu- stjórn skipaði til að rannsaka þessa glæpi. Þegar þannig er að farið við umkomuleysingja þá, sem eru þó mannlegar verur, má nærri geta, hvers þeir smæl- ingjar mega vænta, sem enn eru umkomulausari, sem sé dýr merkur, lofts og lagar. Um þetta mætti tala langt mál og rita jafnvel þykkar bækur, en ég mun láta mér nægja að bregða upp svo sem tveim skyndimyndum, sem sýna á hverju stigi mannúðar vér stöndum enn þrátt fyrir alla menninguna. Fyrir svo sem tveim árum var mikið ritað í blöð um kópa- drápin í Norður-Kanada. Frá því var skýrt, að tala þeirra kópa, sem þarna væru drepnir nýbornir, næmi um 50 þús- undum ár hvert. Það eru að vísu engar nýjar fréttir, að sela- stofninum í norðurhöfum sé talin hætta búin af gegndar- lausu drápi, sem þar er stunduð af selveiðiflotum nokkurra þjóða, einkum Norðmanna og Rússa. Selskinn hefur löng- rnn verið girnileg vara. En eigi alls fyrir löngu komst þar í tízku, að tildurdrósir gengju í loðfeldum, er gerðir væru úr skinnum nýborinna kópa. Dýravinir höfðu vakið athygli á sérstaklega hrottalegum aðförum þessara kópaveiðimanna i Kanada. Því var haldið fram, að nýfædd selabörnin væru fleg- in lifandi. Alþjóðasamband dýraverndunarfélaga sendi nefnd visindamanna ásamt kvikmyndatökumanni til þess að rann- saka málið. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu, að satt væri frá sagt, svo sem kvikmyndir þeirra sönnuðu líka. Veiðimenn fara að kópunum á ísbreiðunni og rota þá með barefli, en fara þann veg að þessu, að þriðjungur þessara blessaðra vesalinga deyr ekki af högginu, en er fleginn kvik-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.