Morgunn


Morgunn - 01.12.1984, Qupperneq 108

Morgunn - 01.12.1984, Qupperneq 108
182 MORGUNN gjörð, þreyttur og þjáður. Fór ég snemma í rúmið eftir ópíumskammt og flóaða mjólk, sem eiginkonan bar mér á sængina. Svefnherbergi okkar hjóna var þá austur af borðstofunni á neðri hæð hússins. Notuðum við það eink- um að sumarlagi. Höfðum við oft hálfopið fram í borðstof- una og opna glugga þar, til þess að njóta sem best úti- loftsins eftir góðvirðisdaga. Þetta kvöld vakti ég vanheill fram yfir kl. 12 eins og svo oft áður. Vegna hitamollu herbergisins hafði ég ýtt sænginni til hliðar og lá því í náttfötum einum saman. Konan var sofnuð í rúmi sínu hægra megin við mig og dró andann djúpt og reglulega. Eflaust hefir hugur minn á þessari stund leitað hjálpar æðri máttarvalda og hærri heima. Ekki beindist þó von mín og þrá um hjálp að Margréti frá öxnafelli og þeim undraverða mætti til lækninga, sem hún var talin ráða yfir. Var ég hálfvegis búinn að afskrifa hana með sjálfum mér, þar sem ekkert hafði gerst af hennar hálfu. En þá skeði undrið allt í einu, undrið sem ég aldrei mun gleyma. Um kl. 12.30 koma þrjár mannverur úr dagstofunni inn í svefnherbergið. Gengu þær hljóðlaust í röð inn fyrir fótagaflinn á rúmi mínu. Allar báru þær hvítar skikkjur, sem læknar eða hjúkrunarkonur. Staðnæmdust þær vinstra megin við mig í þeirri röð, er nú skal greina. Næst höfði mínu var ung kona, Ijóshærð og féll að vöngum, þétt- vaxin en ekki hávaxin. Virtist höfuð mitt, háls og brjóst- hol vera starfsvið hennar. Við vinstri hlið hennar stóð maður, sem vakti sérstaklega athygli mína. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, skarpleitur með tindrandi dökk augu. Hár hans var gljásvart, andlitið frem- ur þeldökkt og á því yfirvaraskegg, nærskorið og vel snyrt að austurlenskum sið. Starfssvið hans sýndist vera mið- hluti líkama míns, maginn og meltingarfærin. Alvaran og einbeittnin í svip þessa manns minnti mjög á lækni að starfi. Honum til vinstri handar og lengst frá höfði mínu stóð svo miðaldra kona dökkhærð, grannvaxin og góðleg á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.