Morgunn


Morgunn - 01.12.1990, Síða 15

Morgunn - 01.12.1990, Síða 15
MORGUNN Að hafa hugrekki til að syrgja skrifaði um eina manneskju í bók minni „Hugrekki til að syrgja," sem skóp helgidóm um látinn eiginmann sinn. Svipuð viðbrögð eru það þegar herbergi hinnar látnu per- sónu er látið óhreyft frá því sem það var á meðan hún var á lífi, í mörg ár eftir andlátið. Arangurslaus sorg er oft sorg sem varir í of langan tíma. Fyrir mér þýðir of langt meira en eitt eða tvö ár. Venjulega þarf fólk að komast yfir sorgarfer- ilinn innan þess tíma. SR: Hvað myndirpii rdðleggjafólkiaðgera varðandi ófullkomna eða árangurslausa sorg? JT: Fólk þarf að gera sér grein fyrir að það á í vanda og leita sér hjálpar. Mér hefur verið sérstaldega umhugað um hversu lengi sumt fólk syrgir, eins og þegar það tekur mörg ár að jafna sig eftir missi. Þetta er eitt af því sem fékk mig til þess að skrifa nýju bókina mína „Þú þarft ekki að þjást," til þess að sýna fólki fram á það hvernig við höldum okkur föstum og hvaða leiðir eru til út úr þjáningu. Ég held að við getum ráðið miklu meira um það hvernig og hversu lengi við syrgjum heldur en við gerum okkur oft grein fyrir. Eg álít að eitt aðalatriðið sem heldur okkur föstum sé það að okkur finnst við vera fórnarlömb nrissis okkar og sársauka- fullu lífsreynslu. Það er engin orka í slíku. Nýju bókinni minni er ætlað að hjálpa okkur til að komast undan því að líða eins og fórnarlambi. SR: E/ manneskja er að reyna aðfást við sorg og á erfitt með að komast ígegnum hana, hvaða ráð eru tilfyrir hana? JT: í dag eru til meðferðarhópar syrgjenda. Fólki finnst það mjög einangrað þegar það syrgir. Því finnst það vera eitt og yfirgefið, eins og það sé það eina sem nokkurn tíma þarf að ganga í gegnum þessa eldraun. Það getur ekki ímyndað sér að nokkur annar geti skilið þetta. En í meðferðarhópi syrgj- enda, þá finnurðu félaga, fólk sem veit hvað þú ert að ganga í gegnum. Það eru til hópar fyrir fólk sem hefur misst börn og stuðningshópar fyrir ekkjur og ekkla. Þetta eru dagar 13

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.