Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 40

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 40
40 JÁKVÆTT STARFSUMHVERF I KENNARA – AUK IN V INNUGLEÐ I Maslach og félagar telja einnig að vitneskja um starfsumhverfisþættina sex og tengsl þeirra geti komið að gagni á annan hátt og ekki þurfi endilega að takast á við hvern þátt út af fyrir sig. Til dæmis sé hægt að takast á við aukið vinnuálag á jákvæðan hátt ef starfsmanni finnst það sem hann gerir skipta máli og fær góða umbun af ein- hverju tagi fyrir. Samkvæmt því er ekki nauðsynlegt að kenna fólki með beinum hætti að takast á við vinnuálagið, læra tímastjórnun og slökun eða draga úr verkefnum, heldur er þarna sett fram tillaga um þriðju leiðina, að vinna með hina starfsumhverf- isþættina. Það styður einnig hugmyndir um að fara þessa leið að stjórnunarþættirnir samskipti og samstaða hafa áhrif á tvo kulnunarþætti, tilfinningaþrot og hlutgerv- ingu. Spurningarnar sem settar eru fram í spurningalistanum snúast um upplýs- ingagjöf, hópkennd, hreinskiptni og kröfur til frammistöðu. Allt eru þetta atriði sem skólastjórnendur hafa mikil áhrif á. Umbun í starfi þarf til dæmis ekki endilega að kosta stjórnendur bein útgjöld, heldur er aldrei of mikil áhersla lögð á þá umbun starfsmanna sem felst í því að vel unnum verkefnum þeirra sé veitt athygli og þeir fái móralskan stuðning og uppörvun þegar á móti blæs. Það er ekki síst mikilvægt fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin í krefjandi starfi og að byrja að nota menntun sína að finna að starfsumhverfið haldi þétt utan um þá með stuðningi, leiðsögn og hvatningu á meðan þeir eru að safna reynslu. Stirð samskipti og skortur á stuðningi í starfi eru ein helsta uppspretta streitu og kulnunar (Anna Þóra Baldursdóttir, 2003). Hjá Maríu Steingrímsdóttur (2005) kemur fram að nýbrautskráðum kennurum finnst vinnuálag mikið og meira en þeir áttu von á. Kalla þeir eftir mun meiri leiðsögn á fyrsta starfsári sínu en þeir fá. Jafnframt telja þeir mikilvægt að fá endurgjöf á starf sitt, utan kennslu- stofunnar sem innan, en einkum kennsluna, þannig að fylgst sé með þeim að störfum inni í kennslustofunni, en það telja þeir bæði mjög lærdómsríkt og nauðsynlegt. Fram kemur að störf sem ekki tilheyra kennslunni með beinum hætti séu mun fjölþættari og tímafrekari en þeir höfðu reiknað með. Þeir kalla eftir þéttum stuðningi meðan þeir eru að fóta sig í starfi. Í rannsókninni (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007) kom fram að erfiðleikar nemenda voru kennurum ofar í huga sem álagsþættir í starfi en verið hafði sex árum áður (Anna Þóra Baldursdóttir, 2000). Það er í samræmi við rannsóknir sem sýna að tilfinningalegir erfiðleikar barna fara vaxandi (sjá t.d. Hrefna Ólafsdóttir, 2006). Það hefur áhrif á daglegt starf kennara hvernig við þessum vanda er brugðist í þjóðfélaginu. Viðhorf sem ríkja í garð barna með hegðunarvandamál skipta einnig máli og í hvaða mæli tiltækum hegðunarmótandi aðferðum er beitt. Það fellur vissulega utan við skólakerfið sem slíkt, en skiptir eigi að síður mjög miklu máli fyrir starf kennara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.