Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 144

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 144
144 ÞRÓUN TEXTAGERÐAR FRÁ M IÐBERNSKU T I L FU L LORÐ INSÁRA opnast honum að auki víðáttur möguleika, tilgátna og hugmynda og hann áttar sig á afstæði sjónarmiða og upplýsinga (sjá samantektir um þroskabreytingar unglings- áranna t.d. í Berman, Ragnarsdóttir og Strömqvist, 2002; Kuhn og Franklin, 2006 og Moshman, 1998). Þroskabreytingar unglingsáranna margfalda úrvinnslu- og skipu- lagningargetu hugans og gera unglingum kleift að skilja, bera saman og tengja sífellt fleiri og afstæðari fyrirbæri, hugmyndir og sjónarhorn. Um leið skapa þær forsendur og tilefni til að nota tungumálið í nýjum og flóknari hlutverkum og við fjölbreytilegri aðstæður en áður. Auk vit- og félagsþroska, lífsreynslu og almennrar þekkingar má ætla að lestur og önnur reynsla af ritmáli stuðli að framförum í samfelldri orðræðu og textagerð. Í efri bekkjum grunnskóla eru nemendur orðnir nægilega vel læsir og skrifandi til þess að tæknilega séu þeim allir vegir færir til að miðla og læra á eigin spýtur í gegnum lestur og ritun. Kröfur um læsi í víðum skilningi sem og um flókna málnotkun og málskiln- ing vaxa jafnframt með ári hverju og í skólanum fá börn og unglingar leiðsögn í ritun og textagerð. Í nútímasamfélagi er færni í málnotkun af þessu tagi því nátengd námi og skólagöngu. Segja má að færni í notkun samfellds máls í ræðu og riti (af því tagi sem reynir á í þessari rannsókn) sé forsenda velgengni í skóla, en jafnframt að þjálfun í henni sé veigamikill liður í langskólamenntun. Rannsóknartilgátur Á grundvelli þess sem rakið hefur verið hér að framan setti ég fram eftirfarandi rann- sóknarspurningar og tilgátur um svör: 1. Er munur á textategundunum? Gert er ráð fyrir að margvíslegur munur sé á TEXTA- TEGUNDUNUM tveimur (frásögnum og álitsgerðum) sem birtast muni á ýmsan hátt. Fylgibreyturnar sem fjallað verður um í þessari grein eru: Lengd textanna (í setn- ingum), lengd setninga (í orðum) og lengd málsgreina eða hlutfall aukasetninga af heildarfjölda setninga í hverjum texta. Búist er við að frásagnir séu að jafnaði lengri en álitsgerðir í öllum aldursflokkum, en þær síðarnefndu hins vegar flóknari og þéttari, sem birtist m.a. í lengri setningum og hærra hlutfalli aukasetninga í álits- gerðum en í frásögnum. 2. Breytist málnotkun með aldri? Búist er við miklum framförum í textagerð frá 10–11 ára aldri fram á fullorðinsár. Þróun málnotkunar með aldri kemur væntanlega fram í ítarlegri og flóknari textum, sem aftur endurspeglast á augljósastan hátt í vax- andi lengd textanna með aldri, lengri setningum og hærra hlutfalli undirskipaðra aukasetninga í hverjum texta. 3. Er munur á kynjunum í málnotkun eins og hér reynir á? Sitthvað bendir til þess að íslenskar unglingsstelpur hafi að jafnaði betri málþroska en strákar (sjá m.a. Amalía Björnsdóttir 2005) og því athyglisvert að kanna hvort sá munur kemur fram á þeim breytum sem hér er fjallað um.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.