Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 177

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 177
177 HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL að huga að alþjóðavæðingu námskráa. Slíkt hefur ekki verið gert markvisst við Kenn- araháskóla Íslands, en full ástæða er til að taka upp slíka umræðu. Með lýðfræðileg- um breytingum í íslensku samfélagi undanfarin ár hefur samsetning nemendahópa í mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum einnig tekið hröðum breytingum. Af þeim ástæðum er mikilvægt að huga markvisst að því hvers konar þekking og reynsla sé nauðsynleg kennaranemum fyrir störf þeirra í fjölmenningarlegum samfélögum. Nieto (1999) hefur spurt hvort skólinn eigi að aðlagast breyttum nemendahópi eða hvort það sé nemendanna að aðlagast skólanum. Þessa spurningu er mikilvægt að leggja fyrir öll skólastig á Íslandi og ræða á gagnrýninn hátt hvaða stefnu skuli taka. Í ljósi þeirrar umræðu sem getið hefur verið hér að framan og m.a. hefur farið fram undir merkjum hins samevrópska háskólasvæðis, eru auknar kröfur nú gerðar til há- skóla um að laga sig að fjölbreyttum nemendahópum. Þannig er æskilegt að á há- skólastigi sé hugað að breytingum á ýmsum stigum, t.d. er varðar aðgengi, námskrá, kennsluaðferðir, þátttöku o.fl., á grundvelli krafna um jafnan rétt og í ljósi fjölbreyttari nemendahóps. Kennaraháskóli Íslands virðist hafa alla burði og aðstæður til að þjóna vel fjöl- breyttum nemendahópi. Ríkjandi skólamenning og innihald og skipulag námsins virðist hins vegar ekki vera hliðhollt fjölbreyttum nemendahópi. Svo koma megi til móts við stöðugt fjölbreyttari nemendahóp þarf því að breyta náminu, skipulagi þess, innihaldi (námskrá) og kennslufræði. Í rannsókninni kemur fram sú skoðun erlendu nemendanna að nám við KHÍ miðist fyrst og fremst við þröngan ramma hins íslenska leik- og grunnskóla. Ekki sé gert ráð fyrir því að kennaranemar vilji hugsanlega starfa á öðrum vettvangi. Liður í að breyta þessu gæti verið að bjóða alþjóðlegra nám, t.d. með sérstakri alþjóðlegri námsleið í kennaranámi (Allyson Macdonald, Gígja Árna- dóttir, Hanna Ragnarsdóttir og Veturliði Óskarsson, 2005). Að gefa náminu í heild alþjóðlegra yfirbragð og nýta t.d. grundvallarviðhorf og gildi fjölmenningarlegrar menntunar (Banks, 2005) gæti verið enn stærra skref í þá átt að gera námið hliðhollara fjölbreyttum nemendahópi. Um leið væri nám byggt á slíkum grunni hentugt til að þjálfa þvermenningarlega færni allra nemenda. Slík áherslubreyting væri líka liður í því að laga námið að breyttum samfélagsaðstæðum (Cordeiro o.fl., 2003) og gefa kennaranemum kost á þjálfun fyrir stærra og fjölbreyttara samhengi en íslenska leik- og grunnskóla. Störf í skólum í öðrum löndum en á Íslandi eru áhugaverður valkostur fyrir marga nemendur, sem Kennaraháskóli Íslands hefur e.t.v. ekki sinnt nægilega vel. Samstarfssamningur KHÍ og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um markvissa þátttöku Kennaraháskólans í verkefnum á sviði þróunaraðstoðar í menntamálum er dæmi um slíka möguleika. Samningurinn, sem gildir frá 2005 til ársloka 2009, á að stuðla að aukinni þekkingu og fræðslu um þróunarsamvinnu auk þess sem markmið samstarfsins er að Þróunarsamvinnustofnun geti nýtt sér þá þekkingu, reynslu og ráð- gjöf sem fyrir hendi er innan skólans (Kennaraháskóli Íslands, 2005b). Þjónusta við einstaka nemendur, sveigjanleiki og upplýsingagjöf eru þættir sem nið- urstöður rannsóknarinnar benda m.a. til að þurfi að bæta. Upplýsingagjöf til nemenda fyrir og í upphafi náms, svo og bætt upplýsingaflæði milli stjórnenda, kennara og náms- ráðgjafa virðist vega þar þyngst. Í rannsókninni kemur einnig fram mikilvægi þess að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.