Morgunn


Morgunn - 01.12.1997, Page 98

Morgunn - 01.12.1997, Page 98
Hugheimar ástandi og allur þorri manna er í hugheimum eftir dauðann. Hún leið þar um hið dýrðlegasta lita- og ljósahaf, en var svo sokkin niður i sínar eigin hugsanir, að hún tók ekki eftir neinu og varð ekki vör við nokkur utanaðkomandi áhrif. Hrifningin hafði gagntekið hana, svo að hún hugsaði um ekkert annað en þessa náttúru- fegurð og það, sem hún fékk blásið henni í brjóst. En þegar hún virti nú sýnina þannig fyrir sér, fékk hún skilið hana margfalt betur en hún hefði getað skilið hana í geðheimum, sökum þess að hinar sterku hugsanir, sem eru sérkenni vitundarlífsins í hugheimum, veittu henni margfalt ljósari skilning á hlutunum, sem hún sá, samtímis því að hún varð gagtekin af hinni óumræðilegu sælu, sem við höfum reynt að lýsa hér að framan. Konan var í þessu sæluástandi nokkrar klukkustundir, án þess að vita, hvað tímanum leið. Og þegar hún loksins vaknaði, var hún gagntekin af innra friði og fögnuði. Þó gat hún ekki munað, hvað hana hafði dreymt, né gert sér nokkra grein fyrir, hvers vegna hún var svo gagntekin af innri sælu eða fögnuði. En það er engum efa bundið, að slík reynsla hlýtur að hafa mikil áhrif á hinn andlega þroska þess manns, sem verður hennar aðnjótandi, hvort sem hann er fær um að muna hana í hinum jarðneska líkama sínum eða ekki. Framhald í nœsta hefti 96 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.