Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 29

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 29
1 UH BÆKUR 1 wwwwwwwwwwwwww Háskóli Islands: Saga og samtíð. Utg. Isafoldarprentsmiðja. Háskóli okkar fékk, eins og kunnugt er, ný vegleg húsakynni síðastliðið sumar. Síðan hefur hann látið þess sjást ýmisleg merki, að hann hefði hug á að réttast úr þeim kútnum, sem hann komst í, er hann var kjallarabúi í Alþing- ishúsinu. Ein þau merki eru það, að stofnað var til fyrirlestrahalds fyrir almenning í hinum veglega hátíðasal skólans. Erindi þessi voru prýðilega sótt. Sá er þetta ritar minnist þess, að hann hugðist sækja tvö þeirra, og komst með naumindum inn í fyrir- Icstrasalinn öðru sinni, en í hitt skiptið varð hann frá að hverfa sökum þrengsla, og komst þá ekki að helmingur þeirra, er hlýða vildu. Gekk jafn- vel svo langt, að bægja átti fyrirlesaranum frá að ganga í salinn, af því að fullt var fyrir. Nú eru erindi þessi öll komin út í einni bók. Hefur ísafoldarprentsmiðja séð um útgáfuna og farizt það laglega, svo að bókin er hin eigu- legasta. Hér verður aðeins um tvö þessi erindi rætt lítillega. Annað þeirra er erindi Magnúsar Jóns- sonar um Guðmund góða. Þetta erindi hefur tvo kosti góða. Það rekur betur en áður hefur verið gert samband Guðmundar við samtíð hans erlendis, og það ræðst á ýmsa þá hleypidóma, sem verið hafa ráðandi um skoðanir manna á Guðmundi. Þó er sumum hinum gömlu hleypi- dómum um Guðmund enn á loft haldið þarna, að því er virðist of lítið skoðað. Meðal annars er því þarna enn haldið fram, að Guðmundur hafi verið ófær til fjárræðis. En um slíkt er það að segja, að þetta fékk hann aldrei að sýna eða reyna, af því að svo varð, er fleiri eru dæmin til um, að ,,þeir menn, er kusu hann — vildu svo hriföa til sín völd hans og rétt“ — og þeir gerðu það strax. Guðmundur Arason fékk aldrei að ráða yfir Hólastað óskert heilt ár, hvað þá lengur. Hér um bil alla sína búskapartíð er hann hrakningsmaður á flóttaferli undan þeim mönnum, er sömu sjónarmið höfðu og þeir, sem síðan sátu að sögudómi yfir honum. En þeir, er málstað hans tóku fyrir dómstóli sögunnar, gerðu það flestir með þvílíkum öfgum, og eftir þeim sjónarmiðum, að síðari tíma mönnum hcfur ekk- ert þótt með þeirra orð gerandi. Það eru hleypidómar, þegar sagt er um Guð- mund og fylgismenn hans: ,,Hann verður smám saman beinlínis að dulu í höndum misindis- manna, þjófa og slæpingja, sem ekkert eiga skylt við guðs ölmusur“. Það mun að vísu sannast, að um Guðmund söfnuðust einkum þeir, er fyrr höfðu barizt í lífinu, og væntu þar forystu, er hann var. En að það hafi aðallega verið misind- ismenn, þjófar og slæpingjar, er svona álíka satt, og er foringjar hinna ..ábyrgu flokka“ dæma ,,utangarðsmennina“ svo nú á dögum. Og hafi Guðmundur bugazt að þreki með árunum og orð- ið að ,,dulu“, þá mun það mest hafa verið fyrir harðleikni andstæðinga hans, samtíma ,,höfð- inga þessa heims“. Annars er sá dómur um Guðmund, að hann hafi orðið að ,,dulu“ helzti hnrður. Mætti jafnvel heldur segja um hann líkt og síðnr var sagt um Benedikt Sveinsson: ,,Fram til bana barðist hann. Brjánn féll en hélt velli“. Guðmundur Arason átti í lífinu einn and- stæðing, er var honum samboðinn, en það var fullkomlega andstæðingur hans. Hér er átt við Kolbein Tumason. Hann sagði um Guðmund: Ræður guðslaga greiðir gehbjartur snöru hjarta, hræðist himnaprýði hann og vættki annað. (Þ. e. hreinlyndur biskupinn á hugprútt hjarta. Hann hræðist ekkert nema guð). — Þeim, sem telja sig vilja sýna Guðmundi sannsýni og jafn- vel miskunnsemi í dómum, ætti að vera óhætt að dæma hann eigi öllu verr en þessi andstæð- ingur hans. Hitt erindið er um Gunnhildi konungamóður, eftir Sigurð Nordal. Þar er svo sigrazt á gÖmlum hleypidómum, að betur verður ekki gert. Og vopnin á þá hleypidóma eru einmitt sótt til þeirra, sem haldið höfðu hleypidómunum uppi. Ritgerð þessi er afreksverk í íslenzkri ritskýringu. Aðrar ritgerðir í bók þessarri eru: Menning og siðgæði, eftir próf. Ágúst H Bjarnason. Straumhvörf í fjármunaréttinum, eft- ir próf. Ólaf Lárusson. Um verðmæti mannlegs lífs, eftir próf. Ágúst H. Bjarnason. Áhrif skammdegis á heilsuna, eftir próf. Níels Dungal. Krabbamein, eftir próf. Guðmund Thoroddsen. Hefndir, eftir próf. Ólaf Lárusson. Arnór Sigurjónsson. ÚTVARPSTÍÐINDI I4|

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.