Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 19
Gísli Guftmundsson Elisabet Einarsdóttir GuÓrún Agústsdóttir ÓRINN '°ngvaglöð og hvert mannsbarn í landinu að syngja. • að ég segi, að Arni frá Múla sé bezti söngmaðurinn í útvarpsráði og bezti söngmaðurinn á Alþingi. Mér gengur einna verst að fá Jón Eyþórsson og Helga Hjörvar til þess að syngja með. Þeir syngja ,,inn á við“ en ekki ,,út á við“. Annars vil ég geta þess, að Helgi Hjörvar er músikstjóri kvöldvökunnar og fer það vel úr hendi. — Hvaða lög eru það, sem fólkið Óskar helzt að syngja ? — Sumir biðja um jazzlög, en þeim verðum við að svara kurteislega, að við teljum það ekki hlutverk kórsins, að syngja jazzlög. Aðrir biðja um sálma- lög og þeim munum við gera úrlausn. En flestir óska eftir þjóðlegum söngv- um og fjörugum lögum. En sá er gall- inn á, að þjóðlögin okkar eru flest þunglyndisleg. Við höfum ekki átt al- þjóðlegt hljóðfæri eins og Norðmenn. Þeir áttu Harðangursfiðluna, og með henni hafa þeir skapað létt og leikandi lög. Noregur er eitthvert mesta þjóð- lagaland heimsins. íslendingar áttu langspilið, en erf- itt var að leika hratt á það, — leikurinn var fremur hægur og rólegur. Tvísöng- urinn okkar var ekki heldur þess eðlis, að hann skapaði æskilegan léttleika. En með , .léttari músik“ á ég alls ekki við léttmeti í listinni, t. d. slagarana svonefndu. Nei, ég á við leikandi og fjörgandi og gleðivekjandi músik, en * hún er sjaldgæíust, því að alvaran og þunglyndið hafa lengst af setið í önd- vegi í sálum tónskáldanna. Nú eru að rísa upp mörg ný tónskáld á meðal vor. • Það er þeirra verk, að taka upp léttara hjal, — og fólkið á heimtingu á að fá glaða söngva. Það er heilsusamlegt að "syngja, og nú er þörf á að syngja glatt og snjallt, svo að fjöllin endurómi hið bezta í fari okkar. Gu&mundur Símonarson Nlna Sveinsdóttir Hermann GuSmundtaon

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.