Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 16

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 16
Svavar Gests: FRÉTTIR o9 FLEIRA ERLENl. Charlie Ventura hefur fyrir stuttu stofn- að hljómsveit. Hann lék sem kunnugt er á tenór-sax hjá Gene Krupa fyrir nokkr- um árum. Með Charlie eru þrír bræður hans, og leika þeir á trompet, altó og bari- ton sax. Auk þess eru í hljómsveitinni píanó, bassi, trommuleikari og söngkona. Chuck Peterson trompetleikari tók sæti Conrad Gozzo hjá Tex Beneke. Pete Cand- oli er aftur byrjaður hjá Tex en hann hafði særst lítilsháttar á annari vörinni. Tommy Dorsey tók sér hvíld fyrir nokkru og lagði hljómsveitina niður á meðan. Louie Bellson trommuleikari hljómsveitarinnar stofnaði þá smáhljómsveit með þeim Charlie Shavers á trompet, Buddy DePranco á klarinet, John Simmons á bassa og Hank Jones á píanó, en þeir voru allir hjá Dorsey. Vera má að þeir haldi áfram með hljóm- sveit þessa þó að Dorsey byrji aftur og stendur jafnvel til að ráða tenór-sax leik- arann Ben Webster til viðbótar. Tónlistasýning. Músik heimssýning verð- ur haldin í ágúst í sumar í New York. Sýnt verður allt, er víðvíkur tónlistinni aftur úr grárri forneskju og fram á þenna dag. Þarna verður leikin alls konar tónlist og af hljómsveitum sem þarna muna leika má nefna: Duke Ellington, Stan Kenton, Boyd Raeburn, Guy Lombardo, Sammy Kay, Harry James, Joe Mooney quartett- inn, King Cole tríóið, Dizzy Gillespie, Vaughn Monroe, Desi Arnez og Nora Mor- ales. Af söngvörum má nefna: Frank Sin- atra, Art Lund, Frankie Ijaine, Ellu Fitz- gerald og marga fleiri. Raymond Scott hefur ekki haft neina hljómsveit undanfarna mánuði, en er nú byrjaður með quintet og er hljóðfæraskipun hans sú sama og í quintetinum, sem Scott var með á stríðsárunum og gat sér mik- illar frægðar. Þ. e. a. s. trompet, klarinet, tenór-sax, bassi, trommur og Scott með píanóið, og auk þess er söngkona með hljómsveitinni nú. Litlar hljómsveitir. Vegna ýmissa örðug- leika og þá aðallega fjái'hagsörðugleika hafa margir hljómsveitai-stj. orðið að fara eins að og Raymond Scott og leggja niður stóru hljómsveitirnar og byrja með litlar. Hinn þekkti boogie píanóleikari Freddie Slack er einn þeirra, Boyd Raeburn annar, Charlie Barnet sá þriðji, Cootie Williams sá fjórði, Herbie Fields sá fimmti og svo Billy Butterfield, sem hefur stofnað Iitla Dixieland hljómsveit og leikur Jess Stacy á píanó hjá honum. Hann lék í fjölda ára hjá B. Goodman, en var með hljómsveit, sem hann lagði niður er hann tók við hjá Billy. 16

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.