Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 18
sem nokkurn tíma hefur verið ritað um jazztónlist og er ég þeim alveg sammála. Svo minntist Tage lítilsháttar á jazzhátíða- höidin, sem fram fóru í Frakklandi í vor. Hann telur upp fjölda hljómsveita, sem hann segir að hafi leikið þar, en komu hvergi nálægt. Einu amerísku hljómsveit- irnar, sem þarna voru, voru hljómsveitir Armstrongs, Stewarts og Mezz Mezzrow. Fimm aðrar hljómsveitir voru þarna. Tvær frá Frakklandi, og Sviss, Beigía og Eng- land með sín hvora. Ég sé að það er enn hægt að leiðrétta þessa „Mola“ hans Tage. Hljómleikarnir, sem haldnir voru í Aust- urbæjarbíó í vetur og hann kallar jazz- hijómleika, voru alls ekki á vegum Barna- hjálparinnar, heldur hljóðfæraleikaranna sjálfra. Ágóðanum var aftur á móti varið til Barnahjálparinnar. Ella Fitzgerald söngkonan fræga og bassaleikarinn Ray Brown, sem leikið hefur með Gillespie og fleirum, brugðu sér í hjónabandið ekki alls fyrir löngu. Nýlega hefur Ella sungið inn á plötu, lagið „How high the moon“, sem er í svipuðum stíl og hin fræga plata hennar „Lady be good“ og sögð engu lakari. 18 jazzLUií Reinhardt quintettinn hefur undanfarið leikið í Svíþjóð, en þeir munu sennilega ekki leika hér. Afar mikið er leikið af jazzmúsik í sænska útvarpinu, og leika flestar hljómsveitanna be-bop jazz, eins og reyndar flestar þær dönsku, en margar þeirra síðarnefndu eru í Svíþjóð, og verða i allt sumar. — Kær kveðja. Trausti. INNLENT. Allmiklar breytingar hafa orðið á Iteyk- vískum hljómsveitum undanfarið. Þær byrj- uðu með því að saxafón leikararnir Vil- hjálmur Guðjónsson og Þórir Jónsson hættu í Borgarhijómsveitinni. Síðan hætti Þórhall- ur Stefánsson á bassa hjá Baldri Kristjáns- syni og réðist sem trommuleikari í hljómsv. Tage Möller í Ingólfscafe. Vilhjálmur tók sæti hans hjá Baldri, sem klarinet og altó- sax-leikari. Hailur og Svavar eru hættir í K.K.-sextettinum og er nú aðeins einn maður eftir í hljómsveitinni, eins og hún byrjaði s. 1. haust. Já, og auðvitað hljóm- sveitarstjórinn sjálfur. Gunnar Egils klar- inetleikari hjá Birni R. leikur fyrri hluta vikunnar með Borgarhljómsveitinni og síð- ari hlutann hjá Birni. Annars fór Hótel Borg fram á það við Félag íslenzkra hljóð- færaleikara, að útlendingur nokkur að nafni Felzman fengi leyfi félagsins til að leika á Borg, á fiðlu (og þá auðvitað saxa- fón í dansmúsik). Mál þetta var borið upp á framhaldsaðalfundi fél. fyrir nokkru og fellt með 18 atkv. gegn 3. Nokkrum dögum síðar fer svo formaður þessa mæta féiags með hljómsveit út á land, en í henni voru svo þessi uniræddi Felzman, ásamt eintómum utanfélagsmönn- um. Á fundinum var einnig gengið endan- lega frá lögum félagsins og var þar strangt tekið fram að refsa bæri öllum þeim, er léku með ófélagsbundnum mönnum og svo þeim, er léku með útlendingum, en formað- urinn og hans tilbiðjendur geta víst leyft sér allt. Til hvers er annars verið að hafa félag meðal hljóðfæraleikara, þegar enginn fer eftir reglum þess. — S. G. Trausti Thorberg skrif- gi ar frá Kaupmannahöfn. I Peter Rasmussen er nú I hættur á „Scala“ og leik- || ur í næturklúbb hér í | borginni, er nefnist „T— i)“. Hljómsveitin er aðdá- jj anlega góð og leika þeir afar mikið be-bop. Svend Asmussen, sem verið hefur á hljómleika- ferðalagi í París, fékk fyrir nokkru skeyti, er hljóðaði á þá leið, að hann ætti að gefa upp símanúmer sitt og senda það til ákveð- innar „adressu" í Kaliforníu. Undirskrift skeytisins var, Benny Goodman. Nokkrum dögum síðar var svo hringt í Svend, og var það Benny Goodman, sem falaði Svend til að leika í Goodman sextettinum og tók- ust samningar með þeim og byrjar Svend í september. Stephane Graphelli — Django

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.